Eigum við að lúta rasisma?

Það er með ólíkindum hvernig ábyrgð á viðskiptum í öðrum löndum er sífellt tileinkuð Íslendingum þó fáeinir Íslendingar hafi átt þar hlut að máli. Ég skil ekki þetta orðstýskjaftæði. Hvernig væri að beina athyglinni að þeim sem þátt hafa tekið í þeim gjörningum sem hér eru í brennidepli?

Þetta er í raun rasismi. Þetta er eins og að segja að allir af þessum eða hinum kynþættinum séu vondir vegna þess að ég þekki einn af þeim kynþætti sem er vondur.

Umræðan er komin á stig fordóma og heimsku og við eigum að neita því að lúta þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Mikið er ég sammála þér.  Ég kalla þetta aumingja liðið.  Ekki það eð þetta séu aumingjar en minnimáttarkennd þeirra brýst fram í því að þetta fólk getur ekki tjáð sig án þess að hníta í almenna Íslendinga sem aumingja, heimska, gráðuga og gjörspillta.  Egill púkkar dálítið uppá þetta lið með allskonar svona innskotum.  Það mætti halda að gráðugir bankamenn og spilltir stjórnmálamenn séu séríslenskt fyrirbrigði, reyndar nýuppgvötað af mörgum fyrrverandi kóurum þessa kerfis, og fall bankanna hafi aðeins komið sér illa við erlenda sparifjáreigendur.  Íslenska gamalmennið, sem tapaði aleigu sinni er ekki fréttnæmur, en fólk sem lét glepjast af yfirboðum smábanka frá örríki, nýtur óskoraðar samúðar.  Ekki það að ég hafi ekki samúð með því en margur er búinn að tapa og margur á eftir að tapa og þessi margur er ekki bara að tapa vegna Íslensku bankanna.  En aumingjaliðið er að reyna að telja okkur trú um það og á meðan kemst ríkisstjórnin upp með að endurreisa gamla kerfið með sömu gömlu auðmönnunum, nema við borgum skuldir þeirra, því allur kraftur í umræðunni er á þessum aumingja og dólga nótum. 

Á meðan blæðir almenningi út

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Alveg sammála. Við eigum að rísa upp og mótmæla þessu hátt og skýtr. Ríkisstjórnin flokkar það greinilega ekki undir björgunarstörf.

Vilborg Traustadóttir, 3.12.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

skýrt... átti þetta að vera....

Vilborg Traustadóttir, 3.12.2008 kl. 22:46

4 identicon

Takk fyrir þetta.

Ég hafði ekki áttað mig á þessu, en auðvitað er þetta rétt.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Rannveig H

Seigi eins og Sveinn ég hafði ekki áttað mig á þessu. Það er eins og með margt sem þú hefur bent á og þá hefur kviknað á perunni.

Er sammála þessu..

Rannveig H, 4.12.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband