Hvers vegna er ekki hægt að segja fréttir almennilega á Íslandi

Fréttir af floti krónunnar hafa verið mjög vafasamar. Á sama tíma og gengi krónunnar helst í stöðugu lágmarki erlendis styrkist hún á Íslandi vegna einhvers hálfflots.

Áður en krónunni var fleytt voru gerðir samningar við einstaklinga sem umbreyttu myntkörfulánum í íslenskar krónur og töpuðu svo milljónum á því þegar að gengið styrktist. Hverjir eru að fá svona umbreytingar núna meðan krónunni er haldið uppi með höftum?

Frétt í Morgunblaðinu segir að 40 kaupsamningum hafi verið þinglýst undanfarin mánuð. Hvað þýðir það. Hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst á sama tíma í fyrra?

Gott væri ef fréttamenn reyndu að matreiða fréttir aðeins betur ofan í almenning. Frétta menn mega ekki leyfa sér að troða upplýsingum hráum ofan í almenning. Það er ekki fréttamennska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það gengi sem er sagt vera hér á Íslandi er sett fram af litlum viðskiptum og í heftu umhverfi. Krónan er ónýt og ég tel að það geti í raun enginn sagt til um það með neinni vissu vert gengi hennar er í raun og veru. Þegar við hefjum viðræður við ESB sem ég tel að verði nokkuð snemma á næsta ári, mun koma í ljós hvað kostir eru til staðar. Mér finnst sennilegt að leitað verði eftir því að tengja gengið við evruna með einhverjum hætti og þá kemur fyrst að því að hægt verði að hefjast handa við raunverulega uppbyggingu. Þetta sem ég er að skrifa núna er ekki einhverja sögur sem ganga á netinu, heldur atburðarás sem mér finnst að mér sé sagt frá núna.

Fjölmiðlafólk er sennilega að mörgu leiti jafn ráðvilt og við. Það er ekki auðvelt að "matreiða" fréttir við þessar aðstæður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þessu er handstýrt af alefli og ekkert að marka gengið. Þvílíkt klúður sem búið er að koma okkur í.

Vilborg Traustadóttir, 12.12.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hólmfrídur: thad er ekki sagt í thessum fréttum, ad gengi íslensku krónunnar á Íslandi er helmingi betra, en gengi íslensku krónunnar í evrópubankanum og annars stadar. Thad er mjøg alvarlegt mál, ad fréttamenn setja ekki fréttir sínar í samhengi. Thetta eru í raun ekki fréttir, heldur bara púnktar (betra ord óskast). Thad er heldur ekki sagt, hvad hefur selst af íbúdum í venjulegu árferdi. Thad verdur ad vænta betri frétta af fréttamønnum og af fréttamidlum. Thad er ekki hægt ad bjóda fólki upp á thetta.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Betra orð: hráar upplýsingar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband