Hvaða þingmenn samþykktu spillinguna?

Þegar staða meðlima ríkisstjórnarinnar er skoðuð er ljóst að margir þeirra tengjast á vafasaman hátt spillingaröflum. Hagsmunir ráðherra tengjast með óyggjandi hætti bönkunum og peningastefnunni.

Einn ráðherra hefur verið sakaður um innherjaviðskipti. Annar ráðherra um að hygla að bróður sínum við sölu á eignum sem hann hafði sjálfur puttana í. Einn ráðherra skuldar háar fjárhæðir í myntkörfuláni og getur því ekki tekið eina einustu hlutlausa ákvörðun sem varðar peningamálastefnuna. Makar og skyldmenni ráðherra eru innanbúðarmenn í bönkum og vafasömum fyrirtækjum.

Þegar vantrauststillaga var lögð fram á þessa ríkisstjórn voru einungis átján þingmenn sem tóku afstöðu með tillögunni en hinir kusu að samþykkja spillinguna.

Framganga valdhafa ástandinu sem hefur ríkt undanfarið er skammarleg. Þeir fara fram með blekkingum, hlífa spillingarliðinu inni í bönkunum og ætla að leggja ótrúlegar byrðar á þjóðina.

Þeir vilja að þjóðin þegi núna en fréttaveita götunnar lætur ekki að sé hæða. Almenningur er tortryggin og það með réttu. Hver sá þingmaður sem styður valdhafanna beinir kastljósinu að sjálfum sér og vekur tortryggni.

Almenningur metur það svo að viðkomandi sé annað hvort á kafi í spillingunni eða þjáist af þvílíku þýlindi við flokkinn að hann/hún hunsi eigin samvisku og réttlætiskennd.

Það er ekki hægt að stjórna almenningsálitinu með því að þagga niður í fréttaveitu götunar. Hún mun verða við lýði meðan valdhafar með framgöngu sinni vekja tortryggni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband