Keyrt fram hjá afglöpum og misferli ráðamanna

Eru ný lög um rannsóknarnefnd hönnuð til þess að keyra fram hjá afglöpum og misferli ráðamanna?

Bloggið hefur logað af sögum um þingmenn og ráðherra sem hafa hagað sér ósiðlega.

Nú er verið að leggja fyrir þingið lög sem sniðin eru á þann veg að athyglinni er beint fram hjá athöfnum ráðamanna. Það má segja að ríkisvaldið sé fyrirsjáanlegt því fáir hafa í raun átt von á því að þessi einstaklingar gangi fram af heilindum í þessu fremur en öðru.

Ráðamenn semja lögin sjálfir sem þeir eiga svo að fara eftir og því ekki furða að þessi lög séu hönnuð til þess að ná ekki utan um  siðspilltar gjörðir þeirra og tryggi þeim að þeir sem bera til þeirra vinaþel stýri rannsókninni. 

Verður næsta skref að þeir lögleiði ósiðleg athæfi sem eðlileg til þess að gulltryggja sig?

Bendi hér á góðan pistil um baráttuna á milli góðs og ills


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Þetta gengur nú á milli manna á netinu!!!

Nú hefur Alþingi samþykkti lög um rannsóknarnefnd á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna.
 
Ljóst er að þingmenn ætla ekki að láta rannsaka tengsl stjórnvalda og bankanna

 
því samkvæmt lögunum á að skoða: "fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið."
 
 
Samt eru það einmitt tengsl ráðamanna við bankana sem þarf helst af öllu að rannsaka!!!
 
Samkvæmt grein Björgvins Sigurðssonar  stóð til að auka enn á samvinnu ráðamanna og bankanna. 
 
Í greininni má lesa hvernig ráðherrann skipar sér gagnrýnislaust í lið með bönkunum og kallar gagnrýnendur "grátkórinn".
 
 
Ekki var við því að búast að ráðherra með þessa afstöðu færi að taka á spillingunni í bönkunum.
 
Þetta ætlar Alþingi ekki að rannsaka - af hverju ekki ?
 
Hér eru lögin.http://www.althingi.is/altext/136/s/0348.html

Frumvarp um rannsóknarnefnd samþykkt.

Greinilegt hver útkoman úr þessari rannsókn á að verða..ekki satt???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Katrín það er greinilegt að þessi lög eru vel úthugsuð sem hvítþvottartæki fyrir valdhafanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Jakobína, að það fari svo að ekkert komi út úr neinum opinberum rannsóknarnefndum.  Það gæti hinsvegar verið að eitthvað kæmi upp á yfirborðið ef almennir borgarar stefndu ráðamönnum og stjórnendum banka og sjóða.

Væri ekki rétt að kanna hvort félagar í lífeyrissjóðunum geti lögsótt stjórnendur þeirra?  Á þeim forsemdum að gamblað hafi verið með framlög fólks núna þegar það er orðið ljóst að þeir hafa verið að rýrna um 15-30%.  Ekki eru stjórnvöld líkleg til að rannsaka þessi mál og þá ekki samtök launafóls sem þrástagast á mikilvægi verðtryggingarinnar vegna lífeyrissparnaðar landsmanna.

Gleymum því ekki að okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna til þessara sjóða.

Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hárrétt athugað hjá Magnúsi. Nú vantar bara fólk til að taka sig saman og undirbúa málshöfðanir gegn lífeyrissjóðunum og fjármálastofnunum sem ég held að sé nokkuð ljóst að beri a.m.k. stóra ábyrgð á rýrnun þess sem fólk átti hjá þessum stofnunum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:12

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég er hrædd um að það sé ekki sannur vilji hjá stjórnvöldum að afhjúpa spillinguna. Þjóðarbúinu er stjórnað með hugarfari misyndismanna. Hér verða engar breytingar nema almenningur rísi upp með klárt fólk í fararbroddi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:41

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir með þér Jakobína af öllu hjarta! og hinum skilningarvitunum líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:48

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er sérstök stjórn yfir þessum lífeyrissjóðum og þegar þeir fylgjast ekki betur með en svo að "áhersla á trausta og jafna ávöxtun." verður að 20% rýrnun þá er spurning hvort einhverstaðar liggur ábyrgð.  Ég var með mín lögbundnu 12% hjá Íslenska lífelrisjóðnum, sem tilkynnti mér á föstudaginn 20,1% rýrnun.  það sem ég hafði greitt í lífeyrissjóð til 1998 glataðist í Stoke ævintýrinu.

Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er hrikalegt að horfa upp á þetta og þeir sem bera mesta ábygð sitja bara sem fastast.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband