Árás á velferð almennings?

Góð upprifjun fyrir nýja árið. Björgvin Rúnar Leifsson skrifar pistil þar sem hann segir, að kalda stríðinu loknu (ef því er þá lokið - svo virðist nú ekki alltaf vera því að amk áróðursstríðið virðist oft í fullum gangi) tók við hægt og sígandi 4. stig heimsvaldastefnunnar, sem er vonandi að líða undir lok um þessar mundir með nýjustu útgáfu heimskreppunnar í boði kapítalismans. Þetta stig hafa kapítalistarnir sjálfir valið að kalla nýfrjálshyggju, en hún felst m.a. í eftirfarandi:

1. Öll ríkisfyrirtæki skulu seld - ríkið má/á ekki að taka þátt í atvinnurekstri. Þetta gildir jafnt um öryggisnet almennings eins og síma og útvarp sem og fjármálastofnanir.
2. Öll félagsleg þjónusta skal einkavædd. Þetta gildir jafnt um heilbrigðis-, mennta- og images iiisamgönguþjónustu.
3. Öll áunnin "sjálfsögð" mannréttindi, svo sem tryggingar, skulu afnumin í áföngum. Takið eftir að ég segi áföngum en það á að sjálfsögðu einnig við um liði 1 og 2 að ofan. Með því að gera þetta hææægt er ekki eins mikil hætta á að almenningur, sem er á plasti, rísi upp á afturlappirnar. Það sem fasisminn gerði strax gerir nýfrjálshyggjan smám saman.
4. Kapítalisminn - auðmagnið skal hnattvætt. Til þess að svo megi verða þarf yfirþjóðlegar valdastofnanir, sem hafa meiri völd en einstaka þjóðir. Stofnuð skulu þjóðabandalög til að tryggja að svo verði, svo sem ESB.
5. Á Íslandi skal kalla hnattvæðinguna útrás. Engin lög né reglur má setja, sem gætu hindrað útrásarvíkinga, enda þjóðin á klafa EES samningsins.
6. Ef bólan brestur skal gera allt, sem í valdi ríkisstjórnar kapítalistanna stendur til að hindra rannsókn á hruninu og til að útrásarvíkingarnir sleppi með hámarksgróða út úr öllu saman.

Þannig mætti lengi telja. Ef heimskreppan núverandi boðar endalok nýfrjálshyggjunnar táknar það ekki sjálfkrafa endalok heimsvaldastefnunar og þaðan af síður kapítalismans. Látið ykkur ekki detta eitt augnablik í hug að kapítalistarnir né ríkisstjórnir eða peningastjórnir þeirra muni læra neitt af reynslunni. Sagan sýnir einmitt að það hafa þeir aldrei gert. Það mun koma kreppa eftir þessa kreppu - nema ef við breytum algerlega um þjóðskipulag. Hinn sanni sökudólgur er kapítalisminn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Málið er að mínu mati ekki svona einfalt. Við þurfum ákveðið athafnafrelsi og það verur ekki svo glatt frá okkur tekið. Hins vega þurfum við skýrar og heiðarlegar reglur utanum viðskipti í heiminum. Ég hef þá trú að næstu mánuðir og misseri fari í það um allan heim að samræma og gera ákveðinn reglugrunn til að byggja á. Þar tel ég að Obama og hans ráðgjafar muni fara framarlega í flokki. Það er ekki tilviljun að hann hafi komist til valda núna. Það gerir honum betra að nálgast leiðtoga í öðrum heimshlutum að hann er af blönduðum kynstofni, hann er alþýðlegur og tala mjög skiljanlegt mál, það er að hann setur hlutina og hugtökin í einfalt form orða svo almenningur skilur hann vel. Hann er friðarins maður og vill sætta og ná árangri þar. Okkar vandi er mikill og ef til vill verður okkar hrun og endurreysn og hvernig hún er framkvæmd, notað sem dæmi til að varast og læra af. Ég er ekki hrædd við framtíðina heldur lít hana björtum augum þar sem ég tel að við munum ná góðum tökum á okkar litla þjóðfélagi og endurbyggjum það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.12.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband