Lýðræðið, ríkisvaldið og þjóðin

Alþingi hefur samþykkt fjárlög sem skera niður framlög til velferðar á öllum483182A sviðum nema þeim sviðum sem treysta völd flokksræðisins. Tuga milljóna aukning til flokkanna. Yfir 80 milljónir í gæluverkefni ráðherranna.

Valdið misnotar löggjafarþingið til þess að næra eigið afl en mátturinn er dreginn úr samfélaginu, úr fólkinu sem valdið lítur á sem kjósendur.

Löggjafarvaldið hefur unnið einbeitt að því að ná völdum af þjóðinni og til flokkanna. Þessu þarf að breyta.

Samfélagið er fyrir okkur og ríkið er fyrir okkur. Valdhafar hafa gleymt því ríkið er okkar, almennings. Ríkið á að vera stofnun um hag almennings en ekki tæki sem valdið misbeytir við að viðhalda sjálfu sér. Við verðum að endurheimta ríkið af þeim sem rændu því og afskræmdu lýðræðið. Fyrsta skrefið í nýrri uppbyggingu er endurheimting lýðræðisins. Því eingöngu með lýðræði og þátttöku almennings í mótun samfélagsgerðarinnar verður traustið, réttlætið, mannréttindin og reisnin endurheimt.

BIG2_smÞetta þýðir að almennir borgarar þurfa að mynda afl. Afl sem kemst inn á þing til þess að endurreisa lýðræðið og eyða spillingarmaskínunni sem spriklar nú á fullu.

Þær raddir sem kalla á slíkt afl verða sífellt háværari.

Ég hvet því skynsama einstaklinga að fylkja sér saman til þess að mynda afl sem hefur aðeins eitt markmið.

Að komast inn á þing og breyta stjórnarskránni og löggjöfinni á þann veg að það rífi niður það spillta og fúla kerfi sem nú er við lýði. Afl sem hefur það eitt á sinni stefnuskrá að setjast á þing reisa þar lýðræðið og boða síðan aftur til kosninga. Lýðræðislegra kosninga. Kosninga fólksins í landinu en ekki kjósenda flokkana. Því fyrir flokkunum erum við ekki fólk heldur kjósendur sem gleymast á milli kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Eins og ég hef oft bent á er sannarlega kominn tími til að skilja að framkvæmdavald og löggjafarvald. Það er í hæsta máta óeðlilegt að hafa þingmenn sem sitja sem ráðherrar. Greinum að þessa þætti. Búið er að greina að lögregluvald og dómsvald.  Hví ekki taka skrefið til fulls og skilja að framkvæmdavald og löggjafarvald?

Baldur Gautur Baldursson, 7.1.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Baldur það er ömurlegt að horfa upp á ráðherraræðið í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 11:14

3 identicon

Raunverulegt vald virðist koma frá flokkráðum eða landsfundum. Þar eru formennirnir kosnir.  Nú á að kjósa nýjan formann fyrir Framsókn, ég held að það verði 150 manns sem kjósa. Þarna er hið raunverulega vald.

Formaðurinn ræður síðan öllu og þingmennirnir fylgja eftir í einu og öllu.

Eins og Baldur bendir á, þá þurfa ráðherrar að segja af sér þingmennsku svo að þingið fái meira sjálfstæði gagnvart ríkisstjórninni. Það er einfaldasta lausnin á þessu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta fólk er búið að sitja allt of lengi og stólarnir ornir allt of þægilegir, meiri aur til flokkanna en flytjum gamla fólkið hreppaflutningi, gjald tekið af sjúklingum, þetta fólk kann ekki að skammast sín.

Rut Sumarliðadóttir, 7.1.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband