Friðsæl bylting fólksins

Ég segi

Myndum afl sem hefur það eitt markmið að komast inn á alþingi og breyta lögum á þann að þau tryggi lýðræðið og boða síðan til lýðræðislegra kosninga. Þá gefst almenningi kostur á að fá sína fulltrúa á þing og stjórnarráð. Fulltrúa fólksins.

Umbyltum kosningakerfinu

Umbyltum flokkakerfinu

Tryggjum aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds

Fylkjum okkur saman um þetta afl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er eina færa leiðin.

Sigrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Já ég hef verið að vinna í þessu innan Framsóknarflokksins en þar er mikil gerjun: við Viljum koma á stjórnlaga þingi til að fara í gegnum Stjórnaskrán en þingmenn eru í dag allt of merktir af því hvaða tiltekin breyting leiðir af sér varðandi þá sem einstaklinga og svo sem flokk en það má ekki vera aðalatriðið heldur hvernig getum við látið stjórnkerfið vinna best fyrir þjóðina. nú er að sjá hvernig flokksþing okkar meðhöndlar þetta mál.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 8.1.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

Ja ég tel að ég sé byrjaður að safna liði í þetta verkefni á facebook. Það er grúppa sem heytir: Undirbúningshópur um nýja stjórnarskrá Íslands

og þar eru komnir yfir 50 manns sem skráð hafa sig inn og verið velkominn að skrá ykkur þið sem notið eða nota vilja Facebook.is

og það fer að líða að því að boða fund þar á næstunni. Ég set fram mjög róttæka hugmynd þar að stjórnarskipulagi. Við þurfum að átta okkur á því að umræða um stjórnarskipan hefur aldrei farið fram. Þessu var bara skellt svona fram. (stjórnarskránni) og aldrei rætt að neinu gagni.

Á facebook heiti ég Tryggvi Gunnar Hansen

einnig hægt að finna mig undir e mailinu mínu:heionlo@yahoo.com

og hjá mér á facebook má finna þessa grúppu.

Blessykkur

Tryggvi 

Tryggvi Gunnar Hansen, 8.1.2009 kl. 18:46

4 identicon

Já hugsaðu þér ef þetta tækist,  og hvað svo?  Síðan ertu með allt liðið úr starfs.ríkis & bæja, það er sennilega ekki létt að koma manneskjum eins og Baldri Guðlaugsyni ráðaneytisstjóra burt frá "kjötkötlunum".  Virkilega vona ég að þetta takist, en ég efast og efast mikið.

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, það þarf að byggja Ísland upp frá grunni. stjórnarskrá og tilbehör.

Rut Sumarliðadóttir, 8.1.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flokkarnir eru eina aðkoma almennings að stjórnmálum, við ættum síst af öllu að loka henni. Höldum í flokkakerfi valkostirnir ættu að vera að taka völd í einum eða fleiri flokkum eða stofna nýja.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2009 kl. 23:31

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf að eyða flokkræðinu því rætur spillingarinnar má rekja til flokkræðisins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:47

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stefán það fólkið í landinu þarf að fylkja sér um að fara með þetta inn á alþingi. Ég er sammála því að þetta kemst ekki í gegn á flokksþingi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2009 kl. 10:00

9 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Góð hugmynd.

Þetta verður að gerast ef ekki er hægt að fá þingmenn til að breyta kosningalögum.

Vilhjálmur Árnason, 10.1.2009 kl. 01:47

10 identicon

lýðræðislegt valdarán án ofbeldis. 

Mjög áhugaverðar skoðanir hafa komið fram hjá Nirði P. Njarðvík og Jakobínu Ólafsdóttir sem og öðru fólki.

Stofnuð yrði hreyfing sem hefði það eitt á stefnuskrá sinni að setja lög um stjórnarskrárbreytingar sem hefðu það eina markmið að efla hér lýðræði og setja upp varnir gegn spillingu og flokksræði. Í einu orði sagt koma á þeim umbótum sem mótmæli undanfarinna mánuði hafa beinst gegn. Þessi laga frumvörp væru tilbúinn fyrir kosningar þannig að þjóðin vissi að hverju hún gengi. Þegar þessi hreyfing hefði náð meirihluta myndi hún t.d. á einni viku setja þessi lög og rjúfa síðann þing þannig að kosið yrði um nýja stjórnarskrá. Ég hef ekki nokkra trú á að stjórnmálamenn í dag geti komið þessum umbótum á, því skora ég á háskólasamfélagið að styðja við fólkið sem æpir á þessar breytingar. Það er von mín að hugmynd þessi þroskist áfram og úr verði sú von um betra þjóðfélag sem við öll þráum. Það má sjá þetta sem lýðræðislegt valdarán fólksins án vopna og ofbeldis.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband