Óhuggandi sjálfsstæðismenn

Það var áberandi glottið á Steingrími J þegar dekurdrengir og stúlkur í sjálfstæðisflokki afhjúpuðu vesæla getu sína til þess að taka mótlæti í þingsal.

Þorgerður Katrín sem vanvirt hefur flest sem viðkemur þingmennsku og æðstu embætti í stjórnarráði skammaðist að vanda yfir virðingarleysi annarra.

Sigurði Kára finnst að ríkisstjórnarflokkarnir eigi að skila aftur völdum sínum til sjálfsstæðismanna.

Já það lágt risið á sjálfsstæðismönnum og ekki laust við að ég glotti með Steingrími.


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég líka

Rut Sumarliðadóttir, 4.2.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Offari

Hið æruverðuga alþingi finnst mér ekki lengur vera verðugt.

Offari, 4.2.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, orðið hálf hallærislegt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:15

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst Þorgerður Katrín vera magnaður stjórnmálamaður og skiptir þar engu hvað flokki hún tilheyrir. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir og lái þeim hver sem vill. Þeir voru í ríkisstjórn með traustum meirihluta og gátu haft frumkvæði í að bregðast við vandanum. En, þeir nýttu ekki þetta tækifæri og nú eru þeir í stjórnarandstöðu, þeir sem eiga svooo mikil ítök í öllu kerfinu, hvað klikkaði æ æ.

Samfylkingin missti þolinmæðina og "sprakk í tætlur" - hafði skoðanir og vildi aðgerðir, var óþæg. Hvaða sjálfstæðismaður með  pott þétt ítök út um allt getur þolað svona lagað. Samúð mín er ekki föl til þeirra við þessar aðstæður. Þeir eiga þetta skilið og hana nú. Ég óska Geir Haarde góðs bata.

Munið www.nyttlydveldi.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, sammála en það er samt full ástæða til að óttast reiða sjálfsstæðismenn - ég er búinn að hitta þá nokkra undanfarið - séð framan í þá og það er ófögur sjón. Reiður sjálfstæðismaður sem kann ekki að tapa er eins og reiður nashyrningur - sér ekkert, æðir áfram og slátrar öllu sem á vegi hans verður. En svo eru þarna líka ágætis menn  og konur sem vel er hægt að ræða við.

Arinbjörn Kúld, 4.2.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott er nú að sjálfsstæðismenn hafa losað aðeins um krumlutakið sem þeir hafa haft á þjóðinni. Þeir eru samt enn eins og óáran út um allt í kerfinu sem við þurfum að losa okkur við.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:47

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er nú heila málið, að grafa upp úr stjórnkerfinu meinin.

Þezzir 63 einstaklíngar á þingi eru nefnilega ekki vandinn.

Steingrímur Helgason, 4.2.2009 kl. 23:53

8 identicon

það liggur við að manni finnist hrunið vera þess virði að upplifa hegðun sjálfstæðismanna þessa dagana

árni aðals (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sandkassinn er allur á iði

Hólmdís Hjartardóttir, 5.2.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband