Minni á vald.org

Sem segir m.a.:

Næsta stofnun á Íslandi sem þarf að fara í uppstokkun er Landsvirkjun, en þetta bákn líkist óþægilega mikið leynifélagi eða sértrúarsöfnuði. Þarna bora misvitrir pólitíkusar sér í æðstu stöður, menn sem oft hafa enga sérþekkingu á orkumálum, og hreiðra vel um sig á kostnað skattborgaranna.

Landsvirkjun er sértrúarflokkur sem trúir á einn guð, álguðinn, og lokar augum fyrir öllu öðru sem hægt er að gera. Söfnuðurinn einblínir á það eitt að reisa sem flest musteri—rándýr eiturspúandi álver sem skapa hlutfallslega fá störf—út um allar trissur. Lokaáfangi þessara trúarbragða virðist hafa það markmið að orku landsins verði að mestu varið til verkefna sem þessa stundina eru að færast yfir á þriðja heiminn í vaxandi mæli. Sem sagt kapphlaup niður á botninn í samkeppni við fátækustu lönd heims sem verða vegna eymdar sinnar að hleypa inn vafasamri stóriðju og kyngja eitrinu sem henni fylgir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hann virðist vænisjúkur sá maður sem þar ritar, því miður.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eru allir vænissjúkir sem eru ósammála þér?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jóhannes er ekki vænissjúkur maður. Þvert á móti hefur hann bent á mörg önnur sjónarhorn en haldið hefur verið að fólki hér á landi. Hvað landsvirkjun varðar segir hann satt, hún einblínir um of á eina laust og eina atvinnugrein.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband