Hvað með spillinguna í Landsbankanum?

Landsbankinn hefur verið landsmönnum langdýrastur í spillingunni en honum tengjast Icesave reikningar sem eru einhvert mesta einstaka fjármálasvindl sögunnar.

Stjórnendur lugu að nefnd viðskiptaráðuneytisins til þess að ákvæði um takmarkaða ábyrgð Íslendinga á innistæðum fagfjárfesta yrðu ekki innleidd. Hvers vegna?

Hvers vegna er bara verið að rannsaka Kaupþing? Halda Björn Bjarnason sem er tengdafaðir náins samstarfsmanns Björgólfs Thors og aðrir sem tengjast Landsbanka og Glitni að almenningur taki ekki eftir því að aðeins er verið að afhjúpa einn banka.

Björn Bjarnason réði náinn samstarfsmann sinn til þess að stýra rannsóknarnefndinni sem enn sem komið er hefur ekki komið með neinar ábendingar um Landsbanka svo ég viti. Hvers vegna?

Hvers vegna er ekki fenginn óháður aðili til þess að rannsaka eins og lögin segja til fyrir um?

Hika sjálfstæðismenn ekki við að henda hundruð milljóna af fjármunum skattborgara til þess að þvo af sér skítinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varnarviðbrögð. Dýr varnarviðbrögð. Svarið liggur í niðurlagsorðum þínum.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 22:22

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er blóðugur upp að öxlum í Landsbankasukkinu!

TH (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hrædd um það

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband