Hannes Hólmsteinn: Opið fyrir komment

Hannes Hólmsteinn segir frá því á bloggi sínu að hann hafir haldið erindi á ráðstefnu undir heitinu:

"Hinn undarlegi dauði frjálsa Íslands"

Hannes Hólmsteinn, eins og margir bloggarar með vondan málstað, lokar fyrir komment

Mér hefði þótt við hæfi að hann héldi fyrirlestur undir fyrirsögninni

"Hið undarlega hréðjatak glæpaafla á Íslandi í ánauð"

Gef fólki færi á að kommentera á bloggfærslu Hannes Hólmsteins sem er hér:

Ég flutti laugardaginn 7. mars 2009 fyrirlestur undir heitinu „The Strange Death of Liberal Iceland“ á sérstakri aukaráðstefnu Mont Pelerin-samtakanna í Nýju Jórvík (New York) 5.-7. mars. Á meðal annarra fyrirlesara voru Nóbelsverðlaunahafarnir og hagfræðingarnir Gary Becker og Edmund Phelps, aðrir virtir hagfræðingar, til dæmis Harold Demsetz, hinn heimskunni sagnfræðingur Niall Ferguson, Martin Wolf, ritstjóri Financial Times, og Steve Forbes, útgefandi viðskiptatímaritsins Forbes. Hér eru glærur frá fyrirlestrinum. Ég leiddi þar rök að því, að bankahrunið íslenska hefði ekki síst orðið vegna kerfisgalla í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefði bætt gráu ofan á svart með því að setja íslenska banka og yfirvöld á lista um hryðjuverkasamtök, og eftir það hefði okkur ekki verið viðreisnar von. Stjórnendur íslensku bankanna hefðu sennilega ekki verið betri né verri en stjórnendur erlendra banka (sem vissulega reyndust vera misjafnir).

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

header1

Bera þessar myndir vott um fortíðarþrá? Drengir samankomnir til þess að véla með hvað sé gott fyrir samfélög. Mjög einsleitur hópur samfélagsins kemur saman og setur fram hugmyndir sem eru andstæðar velmegun meirihlutans í samfélgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Margir sjálfstæðismenn vilja skýra það ástand sem ríkir á íslandi sem einhvers konar skyndilegan dauða einhvers góðs. Þetta er mjög hæpin söguskoðun því þótt hrun bankanna hafi vissulega verið einstæður atburður var að því langur aðdragndi óstjórnar og gerræðis sjálfsstæðisflokks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Hvað segir maður við Hannes?  Dugar ekki bara "Já já, Hannes minn"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2009 kl. 11:24

3 identicon

AKA "The Curious Case Of Benjamin Button Eiríksson" 

SH (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Af heimasíðu Mont pelerin

Though not necessarily sharing a common interpretation, either of causes or consequences,

-they see danger in the expansion of government,

-they see danger in state welfare,

-they see danger in the power of trade unions and

-they see danger in business monopoly,

and in the continuing threat and reality of inflation.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2009 kl. 11:33

5 identicon

Ég verð að undirstrika þetta "Á meðal annarra fyrirlesara voru Nóbelsverðlaunahafarnir og hagfræðingarnir Gary Becker og Edmund Phelps, aðrir virtir hagfræðingar"

Lilja (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:57

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hverjir borga þessar ferðir undir HHG?

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 15:30

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við Ari auðvitað gerum við það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband