Hræðilegur tvískinnungur á borgarafundi

Ég var á borgarafundi og hlustaði á ræðu Bjarna Benediktssonar sem sagði að þeir (sjálfstæðisflokkurinn) þyrfi að endurvekja traust. Hver sá sem treystir sjálfstæðisflokki í dag er ekki með öllum mjalla.

Bjarni sagði síðar að það hefði ekki borgað sig að vera með hátekjuskatt vegna þess að það væri svo lítil innheimta, (svo fáir sem þyrftu að borga hann hefur hann væntalega meint).

10% landsmanna fengu 40% tekna landsmanna árið 2007. Eitthvað hafa útreikningar Bjarna verið undarlegir fyrst það borgaði sig ekki að skattleggja þessar 40% tekna sem lentu í vasa hátekjufólks. Er þetta frumraun hans að heiðarleika að villa um fyrir gestum borgarafundar?

....og sem sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt í örbyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Traust mitt á sjálfsstæðisflokknum verður aldrei aftur endurvakið.  Ef einhver bregst trausti mínu, á sá hinn sami ekki kost á því að ég fyrirgefi það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband