Eitthver mesta hneisa stjórnmálasögunnar. Karlpungasamfélagið

Stjórnmálamönnum virðist ekki vera í mun að starfa í anda jafnréttislaganna.

Vilja þeir að stjórnarskráin sé formuð af körlum?

Eru kvenlæg sjónarmið útlæg úr valdakerfinu?

Ísland er eitthvað mesta karlpungasamfélag í vestrænum heimi og komin tími til þess að menn fari að velta velta því fyrir sér hvernig komið er fyrir þjóðinni.

Ég tek undir orð Björgu Evu á smugunni. Karlpungarnir vilja gína yfir öllu í græðgi sinni og eru að fórna velferð barna sinna og barnabarna til þess að fá að halda áfram í fárálegum draumóraleik sínum.

 Grow up!


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara til þess að tefja málin! Það skiptir ekki máli hvort þingmenn eru karlkyns eða kvenkyns  heldur hvaða stjórnmálaflokki þau tilheyra og þar með hvernig pólitísk sjónarmið þau hafa! Einu fordómarnir í þessu eru eftirfarandi:

".Karlpungarnir vilja gína yfir öllu í græðgi sinni og eru að fórna velferð barna sinna og barnabarna til þess að fá að halda áfram í fárálegum draumóraleik sínum."

Karlpungarnir í þessari nefnd eru menntaðir menn rétt eins og konan sem á sæti í henni og ætti ekki að dæma einstaklinga út frá kyni heldur visku og hæfni.

Matthías Ólafsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: MacGyver

Ísland er reyndar á toppnum þegar kemur að jafnrétti kynja. [url]http://www.weforum.org/en/initiatives/gcp/Gender%20Gap/index.htm[/url]

MacGyver, 13.3.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já eins og spillingu o.s.frv.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.3.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: MacGyver

Ísland er meðal minnst spilltu löndin líka já,  http://en.wikipedia.org/wiki/Corruption_Perceptions_Index#CPI_Ranking_.282002.E2.80.932008.29

MacGyver, 13.3.2009 kl. 22:25

5 identicon

Með fullri virðingu

Ég hef alltaf verið hlynntur jafnrétti, mér finnst samt sem áður að pólitísk réttsýni nokkuð oft skyggja á jafnrétti sem slíkt.

Jafnrétti gengur út á að hæfasta manneskjan fái starfið, óháð kyni, trúarbrögð, kynhneigdð o.s.frv., jafnrétti gengur ekki út á að vera með jafnkynjahlutfall.

Fyrst að hver stjórnmálaflokkur út af fyrir sig valdi sinn eigin fulltrúa, getur staðreyndin hreinlega verið bara sú að flokkarnir völdu þær manneskjur sem þeim fannst vera hæfastar. Ef ekki, þá verður þú að koma með málefnalegri rök heldur en það bara eitt að þetta hljóti bara að hafa verið karlremba.

T.d., sú staðreynd að oft eru stjórnmálaflokkar tefla oft fram hnífjafnt kynjahlutfall af fólki til að stýra flokkinn. Er það jafnrétti í raun? Mér finnst það ólíklegt.

Ég trúi því af hreinni samvisku að úti í samfélagi er ekki að finna jafnhlutfall af fólki sem hefur almennt áhuga af stjórnmálum. Ég held að enn þann dag í dag sé meirihluti fólks sem hefur áhuga af stjórnmálum karlmenn (kannski ekki mikill meirihluti, og það ku vel vera að þetta sé vegna skekkts uppeldis, þ.e. foreldrar gefa strákunum sínum uppbyggjandi leikföng en fleygja bara Barbie dúkkur í dæturnar). Þar af leiðandi ef það eru hlutfallslega fleiri karlmenn sem hafa áhuga á stjórnmál, þá er líklegt að það verði fleiri karlmenn sem taka þátt í stjórnmálum og þar af leiðandi hlutfallslega fleiri karlmenn hljóti slíkar stöður.

Ég held að það sé mikilvægar fá fleira kvenfólk til að hafa áhuga á stjórnmál og jafna út foreldra orlof milli kynja, frekar en að þröngva jákvæðri mismunun upp á samfélagið í sífellu og alltaf, Mér finnst jákvæð mismunun mikilvæg upp að vissu leyti, en oft gengið of langt fram á henni og á endanum verður hún bara lítillækkandi fyrir konur.

Daníel Logi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 01:50

6 identicon

Ps. Svo spyr ég hverjir eru karlpungarnir?

Erum við allir karlmenn karlpungar og þá væntanlega karlrembur?

Mér þykir það sorglegt að heyra svona barnalega alhæfingu frá konu sem á að þykja hámenntuð.

Við þig vil ég bara segja

ÞROSKASTU!

Daníel Logi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 02:08

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ágæti Daníel Logi þú hefur ekkert vit á jafnrétti kynjanna. Jafnrétti gengur ekki út á að konur vilji vera karlar heldur að þær hafi rétt á eigin forsendum. Til þess að samfélagið sé vænlegt konum er eðlilegt að kvenleg gildi fái að móta stjórnaskrána til jafns við karlæg gildi.

Ég hef oft lent í því að karlmenn keyri yfir það sem ég segi og bæti svo við að hlutirnir verði að vera hinsegin, þ.e. karllægir. Karlpungarnir eru karlar eins og þú sem umgangast konur af óvirðingu og valta yfir þeirra gildi.

Það ber vott um hroka þinn að þú virðist líta svo á að konur komist ekki í nefndir vegna þess að þær séu óverðugar en það er týpískur karlpungahugsunarháttur.

Ég vil bara benda þér á að ríkjandi hugsunarháttur hefur keyrt þetta þjóðfélag í skítinn og full þörf er á viðsnúningi hvað varðar hugsunarhátt í stjórnmálum og viðskiptum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 02:43

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér er ávallt gaman að koma

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 10:50

9 identicon

Fyrirgefðu kæra Jakobína

Hvar og hvenær sagði ég að að konur komast ekki í nefndir af því að þær séu óverðugar.

Það er all dæmigert af fólki eins og þér að leggja manni orð í munn. Ég var einfaldlega að segja að konur eigi að komast í embætti út af eigin verðleika, en það gerist hreinlega ekki þegar konur komast í stöður vegna jákvæðrar mismunar. Ég er ekki að neita því að það ku hafa verið einhver karlrembu-viðhorf sem olli þessum ójöfnuði í þessari jafnréttisnefnd. Ég var einungis að segja að í blogg-greininni þinni komstu ekki með neina einustu röksemdarfærslu fyrir því að það var í raun ástæðan frekar en að flokkarnir völdu hæfustu manneskjurnar, og það vildir bara svo til að meiri hlutinn var karlmenn.

Og í öðru lagi, hvar og hvenær sagði ég að kvenfólk eigi að vera eins og karlar. Ég sagði það hvergi. Það eina sem ég var ýja að var að kvenfólk þurfi að hafa áhuga og vit á stjórnmál, til þess að geta orðið hæf stjórnmálamanneskja. Ef það leiðir til þess að kvenfólk verði líkari karlmönnum að því leyti til, þá verður svo að vera (að vísu kemur þessi síðasta fullyrðing illa út, þar sem ég sagði aldrei að það væru allir karlmenn/eða bara karlmenn sem hafa áhuga á stjórnmálum).

Það ku vel vera að ég sé hrokafullur, en það er algjör óþarfi að þú ályktir að ég sé karlremba. Þú þekkir mig ekki neitt. Það sem þú þarft skilja er að stjórnmálamanneskjur þurfa að hafa "mannleg gildi" en ekki "karlleg" eða "kvenleg" gildi. Karlleg og kvenleg gildi eru í raun ekkert annað en úrelt menningarleg arfleifð, sem spratt upp úr karlrembu samfélagi. Þó svo að karlar og konur eru eðlislega (þ.e. sálfræðilega og líffræðilega) ólík, er margt af því sem skapar karleg og kvenleg gildi skapað af því að búa í mörg árþúsund í kynjaskekktu samfélagi.

Ég hef alltaf verið hlynntur jafnrétti og mér myndi aldrei finnast það óþægilegt eða skrýtið ef konan mín þénaði hærri laun en ég ef hún ætti það skilið eða væri gáfaðri en ég(í raun er margt sem bendir til það síðara). Mér finnst það afskaplega leitt að ég skyldi hafa komið með móðgandi athugsemdir hérna áðan, en mér finnst það bara hreinlega skaðlegt fyrir jafnréttinda baráttuna þegar sumir feminístar eða jafnréttis-sinnar, geta ekki sett sinn persónulega biturð til hliðar, til að skrifa málefnalegri greinafærslur sem eru ekki mengaðar af sínum tilfinningalegum hami.

Ég vona að þú eigir ánægjuleg helgi fyrir hönd. Og ég biðst aftur afsökunar á því að hafa verið særandi áður í minni færslu.

Daníel Logi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:45

10 Smámynd: MacGyver

"Ég vil bara benda þér á að ríkjandi hugsunarháttur hefur keyrt þetta þjóðfélag í skítinn og full þörf er á viðsnúningi hvað varðar hugsunarhátt í stjórnmálum og viðskiptum."

Svo núna er efnahagshruninu karlmönnum að kenna?

MacGyver, 14.3.2009 kl. 11:59

11 identicon

Ps. Mér þykir þessi athugasemd um að ég beri ekki virðingu gagnvart kvenfólki og valti yfir "gildi" þeirra einka ómerkileg. Ég tel að kvenfólk hafi það í sér að vera hugafarslega "æðri" en karlmenn að mörgu leyti, og get ég vísað í margar vísindarannsóknir sem benda eimmitt til þess.

Þú færð jafnréttislegt þjóðfélag með því að breyta viðhorfum í samfélaginu, ekki hreinlega með jákvæðri mismunun. En þú mátt gjarnan kalla mig karlrembu ef það veitir þér einhverja friðþægingu. En ég ætti kannski að fara segja konunni minni frá því að ég sé karlremba, ekki myndi ég vilja hún lifi í þeirri villu að hún sé gift virðingsverðugum eða víðsýnum manni.

Daníel Logi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:03

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Daniel Logi málflutningur þinn ber vott um illa varin og vondan málstað. Þú telur að konur séu hugarfarslega "æðri" en samt telur þú þær óhæfar til þess að gegna ábyrgðarstörfum. Eða að konur þurfi að hafa áhuga og vit á stjórnmálum til þess að geta orðið stjórnmálamanneskjur.

Daníel Logi hvenær hafa karlmenn þurft að hafa áhuga og vit á stjórnmálum til þess að geta orðið stjórnmálamenneskjur? Það hefur nægt mörgum þeirra að þyggja mútur frá auðvaldi sem þeir hafa svo leppað fyrir.

Hver fjandinn er mannleg gildi? Eru til einhver gildi sem ekki eru mannleg? Eða erum við að tala um að skipa hunda í nefndir. Þú segir að ég þekki þig ekki neitt. Fyrirgefðu en ég get lesið úr málfultningi þínum og dreg ályktanir af honum.

Hvernig í fjandanum veist þú til dæmis að konur hafi ekki áhuga á stjórnmálum? Það getur vel verið að þú þekkir bara þægar konur sem hafa ekki áhuga og vit en þær konur sem ég þekki eru ekki svoleiðis.

Ég tel ekki að konur séu hugarfarslega æðri karlmönnum. Það er mjög merkilegt hverngi þú talar um jákvæða mismunun sem eitthvað sem lyfti konum umfram karmönnun. Það er nú einu sinni þannig í dag að karlmenn njóta jákvæðrar mismununar. Það sést best á því hvernig nautheimskir karmenn hafa komist áfram í stjórnmálum.

Þú dregur fram allskonar orðalag sem þú leggur mér í munn. Ég hef hvergi minst á jákvæða mismunun sem eitthvað eftirsóknarvert. Ég tel að meta eigi konur af verðleikum og að fordómar á borð við þína ráði ferðinni þegar konur komast ekki í nefndir.

Af málflutningi sjálfstæðismanna mætti ætla að það séu einstaklega heimskar og óverðugar konur í sjálfstæðisflokknum. Sbr að af fjórum sem þeir skipa í stjórnarskrárnefnd er engin kona. Ef allar þingkonur sjálfstæðsflokksins eru heimskari en sumir þeirra sem voru valdir í nefndina þá er illt í efni hjá sjálfstæðsifólki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 13:10

13 identicon

Kæra Jakobína

Ég sagði aldrei að konur voru í hugarfarslega æðri per se. Ég sagði að MÖRGU LEYTI. Í öðru lagi notaði ég orðið "æðri" innan gæslappa af því að í raun er ekkert æðra frekar en bara ólíkt. Ég var að reyna að vísa í þá staðreynd að það er líffræðilegur munur milli kynja til að mynda í heilaþroska sem og ýmsum hugrænum eiginleikum. Þetta er ekki nein vafasöm fullyrðing. En hugarfar kvenna og karla geta verið ólík að mörgu leyti og hvert hefur sína kosti í undir ólíkum aðstæðum.

Með mannlegum gildum, var ég að vísa í mannúðleg gildi. T.d. er ekkert mannúðlegt við það að leyfa bankastjórum að hafa miljónir á mánuði, á meðan að einstæð foreldri sem vinnur myrkranna á milli er að berjast við að halda sér uppi.

Margir karlmenn sem voru í núliðinni ríkistjórn voru eimmit slæmir í sinni vinnu, af því þeir höfðu ekki áhuga eða vit á því sem þeir voru að gera, en voru bara með framapot í huga (mér dettur einhverra hluta vegna Guðlaug Þór fyrst í hug).

Svo held ég að þú sért að lenda í smá hugtaka miskilningi. Jákvæð mismunun er til þess gerð að lyfta konum umfram karlmönnum. Þess vegna kallast þetta "jákvæð" mismunun. Hún á að vera jákvæð af því að hún á að ýta undir jafnrétti. Það að karlmenn eru gefni forgang hreinlega af því að þeir eru karlmenn er einungis "mismunun". Ég hélt að menntuð kona eins og þú myndir vita þetta, sjá skilgr.:

ffirmative action

noun

a policy designed to redress past discrimination against women and minority groups through measures to improve their economic and educational opportunities; "affirmative action has been extremely controversial and was challenged in 1978 in the Bakke decision"

Ég er enn ekki að sjá af hverju ég er fordómafullur. Þú mátt alveg halda því fram að ég hafi skekkta mynd af þjóðfélaginu, þó ég myndi ekki vera sammála þér. En það að vera fordómafullur þýðir að dæma hlutina fyrirfram, sem ég hef ekki verið að gera. Ég byggi mitt mat á af eigin reynslu (þ.e.eftir-á) ekki fyrirfram.

Daníel Logi (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband