Sukkað í Byr

 Jónas segir:

fyrra greiddu stjórnendur bankans Byrs eigendum bankans samtals þrettán milljarða króna í arð. Það eru 13.471.000.000 krónur, stjarnfræðileg tala. Í kjölfarið fór Byr að ramba og biður nú um tuttugu milljarða króna aðstoð frá ríkinu. Þetta er það frekasta, sem ég hef heyrt af græðgi banka. Viðbrögðin eiga að vera þessi:

1. Ríkið leggur ekki fram krónu.

2. Byr fer á hausinn.

3. Kröfuhafar sækja stjórnendur og eigendur til saka og endurgreiðslu arðs.

4. Stjórnendur, eigendur og Fjármálaeftirlitið dæmast til endurgreiðslu og fangavistar fyrir þjófnað. Taka verður á frekjudöllum af þessu tagi.

Grægisöflin hafa enga sjálfsvirðingu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Byr á bara skilið að fara á hausinn. Líklega eru lífeyrissjóðirnir í gíslingu. en þessu sukki verður að linna.

Gísli Ingvarsson, 16.3.2009 kl. 14:34

2 identicon

Þetta væri það eina rétta í stöðunni að sækja þessa menn til saka og fangelsa eins og þú kemur inná.

En hvað gerist!!! Trúlega ekki neitt því miður.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 14:59

3 identicon

Sammála þessu. Byr á að fara á hausinn.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:36

4 identicon

þið segið að Byr eigi að fara á hausinn,ég veit bar að ef ég þyrfti 20milljarða króna aðstoð frá ríkinu,HLITI ÉG AÐ VERA Á HAUSNUM.

zappa (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Langar til að tjá mig en það eina sem kemur upp er arrg Þvílíkir spillingar- og græðgissóðar! Hvar eru eðlileg viðbrögð við glæpsamlegum gjörðum þeirra?!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Því miður tel ég að Eggert hér fyrir ofan muni hafa rétt fyrir sér.

Arinbjörn Kúld, 17.3.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband