Fjármálahryðjuverk ESB gegn Íslandi...

....þegar sambandið þvingaði okkur til þess að skrifa undir víxil Björgólfs Thors 600 til 1000 milljarða.493185A

Þjóðinni bara ekki skylda til þess að taka á sig skuldir Björgólfs Thors heldur lét sjálfstæðisflokkurinn undan þvingunaraðgerðum ESB sem meðal annars fólust í því að stöðva gjaldeyrisstreymi til landsins og hafa áhrif á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Það var engin lagaleg ástæða fyrir Ísland að taka á sig ábyrgðir vegna skulda Björgólfs Thors heldur lyppuðust sjálfstæðismenn niður og skrifuðu undir skuldir hans og annarra Landsbankaeigenda í óþökk þjóðarinnar. Núverandi ríkisstjórn tók við þessum óhroða og þarf að berjast við að halda þjóðinni á floti.

Lítum nánar á hvað stendur um skuldbindingar og ábyrgð vegna innistæðna:

“would do everything that any responsible governmentwould do in such a situation” Sem verður svo sannarlega ekki túlkað að setja þjóðina á hausinn með því að ábyrgjast Icesave fyrir einkaaðila.

“including *assisting* the Fund in raising the necessary funds” Hér stendur að aðstoða sjóðinn við að afla fjárs en ekki að ábyrgjast að hann geri það.

“In such a case [a bank run on a solvent bank], the Central Bank of Iceland as a lender of last resort *may* provide liquidity assistance” Hér stendur að seðlabankinn megi (ekki eigi) að vera lánveitandi til þrautavara.

“If needed the Icelandic Government will *support* the Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund in raising the necessary funds” Hér stendur aðstoði en ekki ábyrgist.

None of those statements say that the government will accept responsibility for the guarantee. They do say that it will assist, support and generally do what is right, but would a “responsible government” take on massive state debt that it was not required to just as its economy exploded?

Hvað gekk sjálfstæðisflokknum eiginlega til að ganga að þessum skuldbindingum?


mbl.is Undirskriftirnar afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Mig minnir að bankamálaráðherra þegar Landsbankinn féll hafi verið frá Samfylkingunni?  En það að vita ekkert, gera ekkert og kunna ekkert er víst gild og góð afsökun á Íslandi, svo hann er stikk frí, ekki satt?  Og svo skilst mér að þessi sami maður hafi endurfæðst sem nýr og betri maður í prófkjöri fyrir austan heiði.  Já, það er ekki öll vitleysan eins á þessu litla landi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.3.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Að mínu mati er enginn í fyrri ríkisstjórn stikkfrí

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.3.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband