Peningamarkaðsbréfin og innistæðurnar

Fyrir hrun bankanna hljópu einhverjir aðilar af stað og tæmdu peningamarkaðsreikninganna sína. Hverjir voru þeir? Höfðu þeir innherjaupplýsingar?

Í DV spurði bankastarfsmaður: Hvernig stendur á því að stærstu hluthafar og æðstu stjórnendur létu millifæra af sjóðsreikningum í áhættu yfir á innbundin og óbundin innlán í bönkunum?

Eigendur peningamarkaðsbréfa töpuðu allt að 30% af innistæðum sínum. Í þessum hóp eru bæði börn og gamalmenni sem talið var trú um 100% öryggi.

Fjámagnseigendur sem eiga innistæður á verðtryggðum reikningum hafa hins vegar grætt. 

Og ég held að Bjórgúlfarnir hafi það bara ágætt.

Hrikalegt siðleysi hefur vaðið uppi í stjórnmálum og bönkum.

Þjóðin var sett á hausinn til þess að bjarga innistæðueigendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Auðvitað vissu æðstu stjórnendum og eigendur bankana hvað var í vændum. Skárra væri það nú, til þess voru þeir á ofurlaunum og eiga að vita svona hluti. Auðvitað láta þeir vini sína vita.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þeir sem fylgdust vel með markaðinum sáu að ekki var allt með felldu í íslenskum peningamarkaðsbréfum.  2. vikum fyrri fallið féllu peningamarkaðsbréf í USA niður fyrir 100% af inneign sem aldrei áður hafði skeð.  Á meðan hreyfðist ekki gengi peningamarkaðsbréfa á Íslandi.  Þetta vakti grunsemdir margra og svo þegar Sjóður 9 féll um 10% nokkra dag fyrir hrunið voru margir sem lokuðu sínum Peningamarkaðssjóðum hjá Landsbankanum og Kaupþingi.  Ekki veit ég hvort einhverjir höfðu innherjaupplýsingar en þetta átti að vera öllum ljóst sem fylgdust með Bloomberg eða Reuters.  Skrifa þarf hluta af þessu á íslenska blaðamenn sem ekki fylgdust með.  Af hverju var ekki skrifað um fall peningamarkaðssjóða erlendis 2 vikum fyrir fallið hér?  Þessu þarf líka að svara. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.3.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það má nú koma með þá tilgátu að Peningasjóðir Landsbankans hafi undir það síðasta verið mini-Madoff.  Það hlýtur að hafa verið stjórnendum sjóðanna og bankans ljóst að gengið á sjóðunum var orðið allt of hátt miðað við undirliggjandi eignir.  Þeir sem seldu í september fengu allt sitt út á "yfirverði" með fullum vöxtum alveg eins og hjá Madoff.  Gengið var skráð á hverjum degi!  Ef það var ekki reiknað út miðað við verðgildi eigna í sjóðunum, hvernig var það þá reiknaði út og hver stóð fyrir þessari reiknikúnst?  Ekki verður auðvelt að fá svar við þessum spurningum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.3.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: TARA

Ég held að það þurfi ekkert að spyrja að því hvort þeir vissu eitthvað og öllum ljóst að innherjaupplýsingar voru til staðar...auðvitað er þetta siðleysi..ekki nokkur spuning um það .

TARA, 21.3.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er líka lögbrot

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.3.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband