Þjóðnýðingar eða ævintýramenn? Enn eitt tabúið

Á ævintýramönnum segir hann, á kjölfestufjárfestum segja aðrir. Í mínum huga eru ævintýramenn menn sem taka áhættu fyrir eigin reikning. Klífa fjöll, leggja í ferðalög um óbyggðir og frumskóga, skoða óþekktar slóðir o.s.frv.

Þeir sem fengu bankanna fyrir lítið og rændu þá innan frá eru ekki ævintýramenn. Þeir eru heldur ekki kjölfestufjárfestar en má ekki bara kalla þá glæpamenn?

Hvers vegna talar enginn um sekt í Landsbanka. Hvers vegna talar enginn um þrálátar sögusagnir um peningaþvætti og mafíustarfsemi Landbankans? Tengsl hans við rússnesku mafíuna?

Eru menn skíthræddir?

Hvernig voru 600 milljarðar sem rænt var af Icesave innistæðueigendum færðir út úr Landsbankanum?

Hvar eru þessir 600 milljarðar núna?

Og á þjóðin að borga þessa skuld ræningjanna?

 

 


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við umfangið á þessum innlánsreikningum og sú staðreynd að það á að varpa þessu á almenning er það mjög sanngjörn og eðlileg krafa að þetta sé rannsakað ofan í kjölinn.

Nú eru ábyrgðarailar þessarar rannsóknar   - Vinstri menn og þeir verða að standa sig

Veit ekki hvernig nýja ríkisstjórnin fékk þá hugmynd að fá Svavar Gestsson að semja um þessa skuld. Vantar manninum verkefni ?  Málið snýst ekki um að semja um greiðslu, heldur einfaldlega að sækja þessa peninga til þeirra sem komu þeim undan og greiða upp þetta þýfi.

Ég stend fast við fyrri orð mín að þetta Icesave slys er ein mesta skömm íslandssögunnar (stolið  var fé af hálfri miljón evrópumanna, m.a. ellilífeyrisþegum og sjúkrastofnunum úti) og verði ekki gengið frá þessu á eðilegum nótum verður það endanlega skjalfest í heimssöguna og við útilokuð frá alþjóðasamfélaginu.

Hér má sjá líflega umræðu um þetta m.a. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband