Þrælslund eða baráttuandi

Það vilja margir erlendir sérfræðingar hjálpa okkur íslendingum og það er okkar að þiggja það. Hvers vegna vita Íslendingar svo lítið um skuldastöðuna. Erlendir sérfræðingar ráðleggja okkur að borga ekki þessar skuldir enda eru þetta ekki okkar skuldir.

Þetta eru skuldir hinna, hinna sem eru ekki við. Hinna sem þekka hið ljúfa líf og fljúga um á einkaþotum.

Það er sálfræðistríð í gangi. HINIR vilja að við greiðum skuldirnar og eru að reyna að telja okkur trú um að þeirra skuldir séu okkar skuldir. Við skulum ekki trúa þeim. Þeir eiga fjölmiðlanna. Þeir þiggja mútur og veita háum fjárhæðum til þess að telja þjóðinni trú um að hún sé sökudólgurinn. En þjóðin er saklaus.

Vinirnir eru voldugir, Bandaríkin, Bretland, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Þessir vinir vilja hengja verðmiða á börnin okkar. Þeir vilja taka veð í vinnuframlagi barna okkar um ókomna framtíð. Prófessor Michael Hudson sem kennir við Harvard, virtur hagfræðingur, segir að hann hafi aldrei séð neitt í líkingu við það sem hann sér á Íslandi. Þetta er maður sem er búin að rannsaka skuldugar þjóðir í 50 ár.

Bandaríkjamönnum og Bretum dytti aldrei í hug að leggja byrðar á eigin þegna á borð við þær sem þeir vilja leggja á Íslendinga. Þeir eru tilbúnir til þess að brjóta niður félagsleg kerfi lítilla þjóða, sundra litlum þjóðum. Spilltir valdhafar á Íslandi hafa líka í heimsku sinni eða spillingu verið tilbúnir til þess að fórna félagslegri velferð þjóðarinnar. Þeirra er skömmin mikil.

„Um leið og þessar þjóðir lækka skatta og auka á fjárlagahallann reyna þær að kúga peninga út úr smærri og veikburða þjóðum, líkt og þær stunduðu gagnvart Þriðjaheimsríkjum á 9. og 10. áratug síðustu aldar,“ segir Hudson. Og valdhafar á Íslandi guggna.

Hudson segir að Íslendingar verði að gera sér grein fyrir því fyrr en seinna að ekki er hægt að greiða þessar skuldir og um leið halda uppi sanngjörnu samfélagi. Óhjákvæmilegt sé að afskrifa skuldir á einhvern hátt, þótt alþjóðlegir lánadrottnar munu mótmæla þessari lausn harðlega.

„Íslendingar hafa verið prettaðir. Eiga þeir að líta á það sem skyldu sína að greiða þjóðum sem hafa ekki í hyggju að greiða nokkurn tíma sínar eigin skuldir? Svo lánardrottnar fái greitt þurfa þeir að sannfæra skuldunauta sína um að þeir geti í raun og veru borga, þ.e. borgað án þess að leggja samfélagið í rúst, selja auðlindir sínar eða koma á gríðarlegri stéttaskiptingu fjármagnseigenda og skuldara,“ segir Hudson sem varar við því að hér myndist ný stétt fjármagnseigenda sem stjórna muni landinu næstu öldina eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr, heyr, heyr, heyr! Þér fer sko ekki aftur í að orða veruleikann.

Skuldararnir borgi sínar eigin skuldir.

Skuldararnir fengu peninga að láni, ekki við hin.

Skuldararnir skrifuðu undir skuldabréfin, við hin vissum ekki einu sinni af
viðskiptunum.

Skuldararnir semji við sína eigin lánardrottna og láti okkur hin í friði.

Geti skuldararnir ekki staðið við skuldbindingar sínar þá fari þeir bara
rakleitt í gjaldþrot og síðan í skuldafangelsi, ef það er vilji
lánardrottna þeirra.

Við hin ætlum að halda áfram að vinna fyrir okkur, halda áfram að lifa
lifinu lifandi og halda áfram að eiga heima í fallega landinu okkar: Landinu
okkar sem ætlar að halda áfram að eiga auðlindir sínar.

Afþökkum að taka bankaglæpamenn á framfæri okkar. Þeir geta sagt sig til
sveitar á Tortola og Cayman.

Helga (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína og Helga.

Ofsalega. mikið, ofsalega mikið sammála ykkur.

Frábær samantekt.

kveðja að austan

Ómar Geirsson, 8.4.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband