Borgarafundur í Kraganum - Frjálslyndir segja NEI við borgum ekki skuldir Björgólfs

Frjálslyndi flokkurinn sagði:

Þjóðin á ekki að borga skuldir einkafyrirtækja

Aðspurðir um aðgerðir vegna "skulda" ríkisins vildu flokkarinir annað hvort hækka skatta eða skera niður í velferðakerfinu nema FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN sem sagði:

NEI VIÐ BORGUM EKKI ÞESSAR SKULDIR

Sálfræðistríð hefur geisað á Íslandi í marga mánuði. Stríðið felst meðal annars í því að á degi hverjum er talað um skuldir útrásarvillinganna sem skuldir allrar þjóðarinnar. Einnig þeirra sem enn eru í móðurkviði.

Ábyrgð hefur verið skrifuð á allan almenning, aldraða, öryrkja, börn og hvern vinnandi mann. Ábyrgð á gjálífi og glæpum útrásarvillingana. Ábyrgð á athöfnum þeirra sem þjóðin gat engin áhrif haft á.

Ábyrgð er í eðli sínu fyrirbæri sem tengist völdum, áhrifum eða að minnsta kosti aðgangi og upplýsingum. Grandvaralaus almenningur sem ekki gat haft nein áhrif á skuldasöfnun útrásarvillinganna og heimskulegar og spilltar aðgerðir stjórnmálamanna eiga þó, samkvæmt áróðrinum, að taka á sig skuldir sem hann hefur ekki stofnað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband