Kannski ekki svo skrítinn frambjóðandi

Mér hefur fundist ég vera dálítið skrítinn frambjóðandi. Ég skil ekki loforðaflóð fjórflokksins enda finnst mér ég ekkert hafa að gera á þing nema ég geti gert eitthvað af viti. Mér finnst við hjá Frjálslyndum auðvitað flottust enda eina framboðið með atvinnustefnu af viti. Hinir flokkarnir keppast um að bjóða þúsundir og aftur þúsundir starfa en virðast hafa lítið vit á atvinnulífi.

Við hjá frjálslyndum erum hinsvegar ekki að lofa tilteknum fjölda starfa enda er það arfavitlaus nálgun. Við teljum vænlegra til árangurs að bjóða upp á vitræna atvinnustefnu enda verða störfin til úti í samfélaginu en ekki í hönnunardeildum flokkana.

Það eru nokkur atriði sem skipta máli við atvinnusköpun við þær aðstæður sem nú ríkja og þau eru eftirfarandi:

Lagaumhverfi, skilvirkt eftirlit, afnám hafta og einokunar skapar frelsi til atvinnuuppbyggingar í byggðum landsins og afleidd störf á höfuðborgarsvæðinu.

Skapa þarf störf sem eru ódýr í uppbyggingu því það eru til litlir peningar í landinu

Leggja þarf áherslu á störf sem skapa raunveruleg verðmæti og byggja undir þá krónu sem nú er ónýt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband