Kosningasvindl?

Ég fékk eftirfarandi skilaboð í tölvupósti frá aðila sem er ekki sáttur við  vinnubrögð í kosninum og hefur efasemdir um réttmæti niðurstaðna.

Formaður kjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður var Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á lögmannsstofunni LEX.
Umboðsmaður lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður var Helgi Jóhannesson, lögmaður á lögmannsstofunni LEX.
Umboðsmaður lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður var Sigríður Andersen, lögmaður á lögmannsstofunni LEX frá 2007.
Í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi Norður var Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður á lögmannsstofunni LEX.
Í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi var Bjarni Benediktsson, SV kjördæmi, lögmaður á lögmannsstofunni LEX.
Þess má geta að Þórunn Guðmundsdóttir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, auk þess að hafa verið á framboðslista fyrir flokkinn.
Hér er að finna athugasemdir formanns Frjálslynda flokksins, Guðjóns Arnar Kristjánssonar, á Alþingi í kjölfar kosninga 2003, þar sem hann segir ma:... eftir að hafa skoðað málið í nokkra daga er ég sannfærður um að það er mjög margt í löggjöfinni og framkvæmdinni sem við þurfum að skoða og lagfæra.

Í mínum huga eru því enn áhöld um hvort Árni Magnússon, sem gerður var að ráðherra Framsóknarflokksins, titlaður erfðaprins og dæmdur fyrir brot á stjórnsýslulögum, hafi verið rétt kjörinn fulltrúi á Alþingi. Árni hætti í pólitík í mars 2006, fór að vinna hjá Glitni og Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður kom inn á þing í hans stað.

Þetta hefur áhyggjufullur kjósandi um kosningar á Íslandi að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einhver að tala um gegnsæi og spillinguna burt. SJálfgræðgisFLokkurinn lætur ekki að sér hæða!

Sveiattan

Kolla (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Offari

Spillingin er í það minnsta öll upp á borðinu hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir sjá ekki neina ástæðu til að fela sitt því þeim finnst þetta bara eðlilegt. Ég tel að aðrir flokkar reyni að fela sitt sem segjir manni að þeim finnist þetta ekki eðlilegt en samt er það gert.

Það er bara spurning hvort er betra að finnast þetta eðlilegt eða finnast þetta óeðlilegt en gera það samt?

Offari, 20.4.2009 kl. 13:54

3 identicon

er ekki eftirlitsnefnd frá ÖSE á leipinn til Simbabve norðursins....

zappa (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:35

4 identicon

Offari, SJálfstæðisFLokknum finnst og fannst ástæða til að fela. Ástæða þess að upp komst um þessa tvo styrki var að fyrirtækin eru til skoðunar vegna hrunsins. FLokkurinn var ekkert á leiðinni að gera þetta lýðum ljóst. Það eru ENGAR líkur á að öll spilling sé uppi á yfirborðinu hjá þeim, þeir hafa vaðið í peningum í gegnum tíðina. Ég er ekki að réttlæta aðra flokka sem ekki opinbera sín gögn. En þótt þetta hafi uppgötvast hjá FLokknum, er ekki þar með sagt að meiri fiskur liggi ekki undir steini hjá þeim....

Kolla (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir með Kollu það er rétt verið að gára yfirborðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.4.2009 kl. 17:16

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

LEX ... humm ég segi ekki meir!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband