Sjálftaka hjá forstjórnum fyrirtækja í eigu ríkis

Skattborgarar eiga nú orðið fjölda fyrirtækja en ekki er óeðlileg krafa að þessi fyrirtæki séu rekin með almannahag í huga meðan þau eru í eigu ríkisins.

Í dæmigerðum stíl græðgivæðingarinnar hefur forstjóri Steypustöðvarinnar skammtað sjálfum sér bifreið en sagt upp fjölda starfsmanna.

Um þetta segir á Vísi.is:

Hannes segist síðan hafa ákveðið að sú bifreið sem hann hafði hjá Helgafellsbyggingum þar sem hann vann áður yrði keypt fyrir hann. Gengið var frá þeim kaupsamningi 6. febrúar síðast liðinn. Hannes segist ekki muna í svipinn hvað bíllinn kostaði, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er viðmiðunarverð á slíkum bíl um 5 milljónir króna.

Í sama mánuði og gengið var frá kaupum Steypustöðvarinnar á bílnum var 16 manns sagt upp hjá Steypustöðinni í hagræðingarskyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband