Jöklabréfaeigendur--> vísbendingar

Hverjir eru jöklabréfaeigendur?

Forsætisráðherrann veit það ekki

Fjármálaráðherrann veit það ekki

Seðlabankinn veit það ekki....

....veit það þá engin.....

....Jú Landsvirkjun veit það....

....og það sem meira er Landsvirkjun veit að jöklabréfaeigendur vilja taka þátt í virkjunarframkvæmdum. Það kom fram hjá talsmanni Landsvirkjunar á RUV í hádeginu.

Hvers vegna veit Landsvirkjun það sem forsætisráðherra veit ekki, það sem fjármálaráðherra veit ekki og það sem seðlabankinn veit ekki?

Þetta vekur spurningar um það hvort erlend stóriðja sem borgar 1 krónu fyrir orku sem íslendingar þurfa borga 16 krónur fyrir haldi nú þjóðinni í heljargreipum og krónunni í gíslingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna eiga íslenskir aðilar að vita eitthvað um erlenda eigendur erlendra skuldabréfa, gefin út erlendis, í vörslu erlendis??

Veistu muninn á 'jöklabréfum' og 'krónubréfum'?

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Þorsteinn Hilmarsson

Forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann og Seðlabankinn hafa sömu ráð til að heyra ofan í krónu-/jöklabréfaeigendurna og  við hjá Landsvirkjun.  Fjármálastofnanir sem fara með umsýslu vegna bréfanna geta komið boðum á milli.

Ekki er þar með sagt að krónu-/jöklabréfaeigendurnir vilji  taka þátt í  að virkja þótt þeir vilji lána  Landsvirkjun fé.  Þeir hafa (ef af skuldabréfaútgáfunni verður) ekkert með  það að gera  til hvers peningarnir verða notaðir.  Það að Landsvirkjun taki lán þýðir ekki sjálfkrafa að  fyrirtækð  byggi virkjanir.

Mér er til efs að  erlend stóriðja  eigi þessi krónu/jöklabréf.  Varla safnast upp krónurnar hjá þeim við útflutninginn á álinu!

Þorsteinn Hilmarsson, 27.5.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björn Friðgeir mér er full kunnugt hvernig eignarhaldi jöklabréfa er háttað þótt ég viti ekki hverjir eiga þau. Þetta er tiltekið kerfi tengsla (Lán erl mynt --> útgefandi-->eigandi jöklabréfa/útgefnadi-->fjárfesting í íslenskum ríkisskuldabréfum-->gjaldeyrisvaraforði-->sem hvarf í Kaupþing í haust og þar af leiðandi vandamál ríkissjóðs) og það fer eftir því hvernig eigendurnir tengjast íslensku samfélagi hvort okkur komi við hverjir þeir eru.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.5.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Minnst 80% af innflutningi [þakkir frjálsu flæði] kemur frá ES. Evrópu Sameinaðri [í fjölbreytileika]. Ég álít þetta vera hlut af útvíkkunar kostnaði ES á sínum tíma.  Í ljósi upphæðanna og þar sem þetta jók innflutning frá ES [styrkja gengið Íslenska]. Sennilega er bréfin hluti  samstarfs verkefni Seðlabanka KerfisinsES undir forustu Seðlabanka Evrópu.

Júlíus Björnsson, 27.5.2009 kl. 22:26

5 identicon

Þorsteinn Hilmarsson, talsmaður Landsvirkjunar segir: "Mér er til efs að  erlend stóriðja  eigi þessi krónu/jöklabréf."

Viltu segja frá því hér, hvers vegna þér er það til efs?

Viltu líka upplýsa hér hvort jöklabréfa- og/eða krónubréfaeigendur ætli að "taka þátt í að virkja". Spurningin er byggð á þessum orðum þínum: "Ekki er þar með sagt að krónu-/jöklabréfaeigendurnir vilji  taka þátt í  að virkja þótt þeir vilji lána  Landsvirkjun fé. " Mér þykir þetta vera óskýrt orðalag hjá þér og bið þig um að kveða skýrt að orði.

Helga (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband