Hvert fóru Icesavepeningarnir?

Ekki lítur út fyrir að styrktaraðilar samfylkingar þurfi að borga Icesave. 

Sjöhundruð milljarðar gufa ekki upp. Reyndar er spurning hvort upphæðin sé ekki yfir 1000 milljarðar. Fréttaflutningur af málinu er óskýr og oft villandi. Helstu hönnuðir þessa óskapnaðar sem snek1Icesave og Kaupþing edge lifa þó í vellystingum.

Björgólfur Thor á fína snekkju eins og myndir bera með sér. snek7

 

 

 

 

 

 Margir þeir sem sagðir eru vera gjaldþrota lifa nú með glæsibrag í útlöndum. Kristinn Björnson á fínt hús í Flórída sem hann lét fyrirtæki sitt sem er á hausnum kaupa og selja sjálfum sér fyrir spottprís skv. DV.kiddiolia_jpg_550x400_q95

Það vefst ekki fyrir stjórnmálamönnum hver á að borga skuldir þessara manna.bilde

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1.  Hvar eru peningarnir sem Landsbankinn halaði inn á 400.000 grandavarlausum Evrópumönnum ?

2.  Hvar eru 500 milljarðarnir =  500.000.000.000 = Fimmhundruð-þúsund-milljónir) sem Seðlabankinn yfirfærði yfir Kaupþing stuttu fyrir hrun bankans í haust ?

Ætlar Steingrímur J Sigfússon ekki að ná í þessa fjármuni ? Nú er boltinn hjá honum (ég ætla ekki duglausum Samfylkingarflokknum að stíga það skref núna;  þeir hefðu þá gert það í haust).

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 20:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég vil ekki vera leiðinlegur en megnið af þessum peningum fóru í endurfjármögnun fyrri ævintýra  bankans.  Það er dálítið hættulegt eins og Þór Saari gerði í kvöld að tala þannig að þessir upphæð sé einhvers staðar í felum og bíði þess eins að hún sé sótt.  

Svo er ekki.  En Samfylkingin notar einmitt þessa blekkingu til að telja fólki í trú um að það sé alltí lagi að samþykkja landráðin því við látum bara auðmennina borga.  Það er með þetta eins og fuglana út í skógi.  Þeir þurfa að vera í hendi áður en potturinn gefur mat.  Það er ekki nóg að vita af þeim.

Hvað eigur þrotamanna varðar þá munu þær flestar lenda í hendurnar á skiptastjórum eins og hús Ólafs Laufdals á Spáni forðum daga.  Gjaldþrotalögin eru skýr hvað þetta varðar og ónýta alla málamyndagjörninga.  Og þrotabúin eru rétthærri en íslenska ríkið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.6.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband