Það brenna eldar ...

...á blogginu. Fólk er ævareitt yfir sviksemi stjórnvalda. Ekki síst þeir sem héldu að þeir væru að kjósa vinstristjórn.

Bretar hirtu Landsbankann. Með því að hirða landsbankann og tekjur hans hirtu þeir líka Icesave reikningana og ábyrgðina á þeim.

Íslendingum ber engin lagaleg skylda til þess að skrifa undir samning sem kostar þjóðina sem svara útgjöldum til alls menntakerfisins á framhalds- og háskólastigi.

Ég er búin að fá mig gjörsamlega fullsadda á svikulum og vanhæfum stjórnmálamönnum sem valta yfir þjóðina á skítugum skónum.

Stjórnmálamönnum sem af grátlegri hlýðni við fyrri valdhafa halda áfram á sömu braut.

Mér er andskotans sama þótt glæpamafía hafi átt Landsbankann og að Ríkisstjórnin sé skíthrædd við við fyrrverandi eigendur hans.

Ég segi við Ríkisstjórnina annað hvort standið þið með þjóðinni eða komið verkefninu í hendur annarra sem treysta sér til þess.


mbl.is 50 milljarðar á reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti trúað að stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins leyfi ekki að forsetinn skrifi undir þessi lög Þarf að lesa í kvöld stjórnarskrána.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:44

2 identicon

Brava, Jakobína!

,,Mér er andskotans sama þótt glæpamafía hafi átt Landsbankann og að Ríkisstjórnin sé skíthrædd við við fyrrverandi eigendur hans. Ég segi við Ríkisstjórnina annað hvort standið þið með þjóðinni eða komið verkefninu í hendur annarra sem treysta sér til þess."

Og það á nóinu!

Þórdís B (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:00

3 identicon

Hér kemur 16.grein úr stjórnarskrá Íslands 

,,Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.

Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.''

Það er ekki annað að sjá að það þurfi að boða til ríkisráðsfundar vegna Icesave-samkomulagsins og ef svo er þá verður spennandi að sjá hvað forseti Íslands hefur um þetta allt þetta að segja.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:20

4 identicon

Hér kemur 26.grein úr stjórnarskrá Íslands

 ,, Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.''

Það er ekki annað að sjá að síðasta hald þjóðarinar gæti verið að ef forseti Íslands hafni að skrifa undir lögin vegna Icesave-samkomulagsins ef Alþingi samþykkir ánauðina. Það þýddi þjóðaratkvæði um málið!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ


 

B.N. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:48

5 identicon

Ísland er búið að missa sjálfstæðið. Allur arður af auðlindum landsins mun fara úr landi á komandi árum.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þetta er hrikalegt og verst er að margir trúa því að stjórnvöld séu að gera góða hluti bara af því að það er vinstri stjórn. Eins og það sé nóg að kalla sig vinstri stjórn og þá er allt gott sem frá henni kemur. Þessi stjórn er ekki verja almenning. Þetta er eitt allsherjar klúður.

Helga Þórðardóttir, 7.6.2009 kl. 00:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Góður pistill hjá þér.  Það er til lítils annars en að halda áfram að lemja á þessum and......   Eins gott að það spái þoku hjá okkur fyrir austan næstu daga.

Við gefumst ekki upp baráttulaust.

En kveðja og takk fyrir í dag.

Ómar.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flottur og vel skrifaður pistill hjá þér Jakobína! Er sérstaklega hrifin af þessu: „Mér er andskotans sama þótt glæpamafía hafi átt Landsbankann og að Ríkisstjórnin sé skíthrædd við við fyrrverandi eigendur hans.

Ég segi við Ríkisstjórnina annað hvort standið þið með þjóðinni eða komið verkefninu í hendur annarra sem treysta sér til þess“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband