Valtýr illa að sér í lögum?

Ef við rifjum upp söguna þá átti til að byrja með að skipa Valtý sem sérstakan saksóknara sem rannsaka átti útrásarspillinguna. Björn Bjarnason taldi Valtý heppilegastan en þeir deila sameiginlegri reynslu því tengdasonur Björn Bjarnasonar er náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors.

Björgólfur Thor er þessi sem lifir í vellystingum í London og vill að við borgum skuldir hans.

Eva Joly þú átt heiður skilinn. Hvað er annars með íslenska sérfræðinga? Hvers vegna hafa þeir ekki rögg til þess að gera kröfur í nafni fagmennsku?

Eru þeir allir skíthræddir og við hvað eru þeir hræddir?

Hafa stjórnmálamenn á Íslandi beitt fagfólk slíkum fantabrögðurm að það þorir ekki að verja faglegan heiður sinn?

Ég giska á að svarið sé í mörgum tilvikum JÁ.


mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband