Er búið að eyða öllum gögnum um peningaþvætti?

...
mbl.is Lárus hættur hjá skilanefnd Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það var mjög sérstætt að eigandi endurskoðunarskrifstofu sem endurskoðaði einn af þessum gjaldþrota bönkum skuli hafa verið gerður að formanni skilanefndar í öðrum þeirra.

Gjaldþrot Kaupþings var það þriðja stærsta í heiminum. Gjaldþrort Glitnis það fimmta stærsta. Ljóst var frá upphafi að umfangsmikil rannsókn myndi fara fram á þessum gjaldþrotum. Allar líkur eru að að þær endurskoðunarskrifstofur sem samþykktu og skrifuðu upp á ársreikninga bankanna, reikninga sem sýndu allt vera í góðum gír, að þær endurskoðunarskrifstofur myndu lenda í ítarlegri rannsókn.

Allar líkur eru á því að þeir hluthafar sem keyptu hlutabréf í þessum bönkum vegna þess að þeir treystu því að bankarnir væru góð fjárfesting af því að þessar virtu endurskoðunarskrifstofur árituðu og samþykktu ársreikninga bankana, þessir hluthafar fara væntanlega í skaðabótamál við þessar endurskoðunarskrifstofur og kæra þær fyrir að hafa narrað sig til að kaupa í bönkunum með röngum upplýsingu, yfirhylmingu og hafa verið þátttakandi í því svindli sem var í gangi til að fela raunverulega stöðu bankana. Það að taka þátt í slíku bakar þessum endurskoðunarfyrirtækjum bótaskyldi gagnvart þeim sem keyptu hlutafé í bönkunum í góðri trú.

Mín spá er sú að þessar þrjár stóru endurskoðunarskrifstofur sem endurskoðuðu þessa þrjá stóru gjaldþrota banka, þessar stofur verða allar búnar að breyta um nafn áður en sauðburður hefst á ný á næsta vor því erlendu aðilarnir sem eiga þessi fínu nöfn sem skrifstofurnar bera, þær munu snúa baki við þessari starfsemi hér heima og neita að láta draga nöfn sín inn í það sem hér er að gerast. Í framhaldi fara þessi félög í gjaldþrot.

Já, ætli það sé ekki fullt starf hjá þessum eiganda þessarar endurskoðunarfyrirtækis að verja sig og félag sitt fyrir málaferlum og reyna að forða því frá gjaldþroti.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 14:34

2 identicon

Um hvaða endurskoðunarfyrirtæki ætli Friðrik sé að tala og hvaða banka skyldi það fyrirtæki hafa endurskoðað?

Grétar (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Athyglisvert Friðrik, afar athyglisvert.

Arinbjörn Kúld, 1.7.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband