ERLENDIR Áhættufjárfestar stálu frá íslenskum fjölskyldum

Það má ekki benda á sökudólga sagði Geir.

Hvaða sökudólga má ekki benda á? Það virðist helst mega benda á íslenska alþýðu. Skjaldborg lyga og blekkinga hefur verið reyst um stjórnmálamenn, embættismenn, glæpamenn og það sem er undalegast erlenda glæpamenn og valdablokkir.

Það er ekki talað um peningaþvætti. Það er ekki talað um skorttöku á íslensku krónunni. Það er ekki talað um rússnesku mafíuna og tengsl glæpamanna við hana. það er ekki talað um erlenda vogunarsjóði.

Nei það má bara tala um íslenskan almenning og reyna að troða því ofan í kok á honum að hann beri ábyrgð á ástandinu.

Fólk skilur ekki vel merkingu hugtaka eins og "vogunarsjóðir" og "veðja gegn krónunni".

Erlendir áhættufjárfestar höguðu sér glæpsamlega rétt eins og útrásarvíkingarnir. Það var ekkert ólöglegt eftir því sem ég best veit við stofnun Icesave og glannaskapsins með innlánin rétt eins og það er ekkert ólöglegt við hegðun vogunarsjóðanna.

Afleiðingarnar eru engu að síður ótvíræðar og glæpsamlegar. Þeir voru að ræna íslenskar fjölskyldur og íslensk fyrirtæki sem skulduðu verðtryggð lán.

Hegðun þeirra leiddi til verðbólgu og þeir græddu en íslenskir skuldarar töpuðu. Lífeyrissjóðirnir sem voru misnotaðir í þessum leik töpuðu líka.

Hef ekki heyrt neitt um að breskir skattgreiðendur eigi að bæta skuldurum verðtryggðra lána það.

Íslendingar eiga að þola skertan lífeyri, skuldaklafa og auk þess að borga skuldir annarra.

Er ekkert athugavert við þetta?

 


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband