Dómsdagsprédikun prófessorsins

Ég leit á fréttirnar á stöð 2 í kvöld og dauðbrá þegar ég hlutstaði á dómsdagsprédikun Þórólfs Mattíassonar. Maðurinn virðist vera haldinn einhverri ógnartaugaveiklun og sjá dauða og djöful í kjölfar þess að Icesave samningurinn verður felldur.

Ég hef séð Þórólf úttala sig í fjölmiðlum undir titlinum prófessor um málefni sem eru ekki á hans sérsviði, t.d. lögfræðileg málefni. Það dregur úr trúverðugleika hans sem prófessors þegar hann fer að tala um málefni sem hann, með fullri virðingu, hefur ekki sérfræðiþekkingu til þess að tjá sig um undir þeim titli.

Nú myndi ég ætla að Þórólfur hefði eitthvað vit á því hvað orðið ekonomísk renta þýðir. Ég myndi einnig ætla að hann skyldi hvað það þýðir þegar alþjóðafyrirtæki og kvótafurstar flytja stöðugt hagfræðilega rentu af verðmætasköpun í landinu til annarra þjóða.

Alþjóðafjármálakerfið og alþjóðafyrirtæki ná ítökum í þjóðfélögum með því að skuldsetja þau. Þetta ætti Þórólfur að vita. Þegar þjóðfélög eru orðin ofurskuldsett eru þau ekki lengur í stöðu til þess að rísa upp gegn erlendu valdi. Þetta ætti Þórólfur að vita.

Ef samningurinn um Icesave verður samþykktur er það upphafið á löngu niðurlægingarferli þjóðarinnar. Ef samningurinn verður ekki samþykktur þá er það upphafið af miklum erfiðleikum sem þjóðin mun rísa upp úr með reisn. Hún mun gera það á tiltölulega skömmum tíma.

Grunnur samfélagsins er sterkur ef menn bera sig rétt að við endurreisn þess. Viðskiptajöfnuður er nú þegar jákvæður. Þeir sem þurfa á þeim verðmætum að halda sem eru sköpuð á Íslandi munu kaupa þau.

Þeir sem munu fælast Ísland eru aðilar sem skila engum verðmætum í þjóðarbúið heldur þvert á móti arðræna það með því að flytja hagfræðilega rentu úr landi. Reynsla okkar af stóriðjunni sem skilar þjóðarbúinu tapi og er að setja Landsvirkjun á hausinn ætti að kenna okkur það.

Ef ég ætti að geta mér til myndi ég giska á að hræðsluáróður Þórólfs sé runnin undan rifjum samfylkingarinnar og offorsi þeirra við að notfæra sér ringulreiðina sem samfylkingin hefur átt þátt í að skapa til þess að troða þjóðinni með góðu eða illu inn í ESB.

Ég get þó allavega sagt í fullri hreinskilni að ég varð hneyksluð þegar ég hlustaði á málflutning Þórólfs. Svona kjaftæði og hræðsluáróður ætti ekki að koma úr ranni Háskóla Íslands.

Ég er mun hræddari við þá sviðsmynd sem samþykki Icesave samningsins birtir heldur en þá sem höfnun hans birtir.

Auðlindaræningjar hafa verið eitt helsta vandamál þjóðarinnar um langa hríð en vandamálið var falið í skjóli fjármálabólunnar. Auðlindaræningjum má skipta í þrjá hópa þótt margir einstaklingar skipa fleiri en einn þessara hópa. Þetta eru kvótabraskarar, fjármálabraskarar og erlend stóriðja. Þeir sem hafa gert þessum aðilum kleift að fara um ránshendi eru stjórnmálamenn, embættismenn, fjölmiðlamenn og prófessorar við Háskóla Íslands sem aðhyllast einhverra hluta vegna arðrán.

Hugtakið traust hefur verið mikið í umræðunni. Ríkisstjórnin beinir sífellt kastljósinu að trausti fjármálakerfisins á Íslensku þjóðarbúi. Ríkistjórnin virðist telja að það sé hlutverk íslensks almennings, skattgreiðenda að endurvinna það traust sem stjórnmálamenn, embættismenn og þeir sem mútuðu þeim, hafa rústað.

Þetta er algjör ranghugsun. Verði þessi leið farin munu þeir einir sem vilja arðræðna þjóðarbúið treysta ríkisstjórninni til þess að leifa þeim það. Heiðarleg fyrirtæki munu ekki leita til Íslands. Hvers vegna? Vegna þess að hér fara spillingaröflin enn með hið raunverulega vald.

Þetta er augljóst þegar skoðað er hverjir eru enn að störfum og við völd í bönkum, í ráðuneytum, í löggæslunni og í dómskerfinu. Sviksemi ríkisstjórnarinnar við almenning er algjör.

Það er algjör hneisa að reyna af öllu afli að troða Icesave samningnum, sem fjöldi virtra og sérfróðra einstaklinga hafa bent á að MJÖG vondir samningar, en gera síðan EKKERT til þess að hreinsa til í spilltri stjórnsýslu, skilanefndum, bönkum og stjórnmálum. Hver trúir því að slík ríkisstjórn hafi áhuga á raunverulegu trausti?

Eða hvað segir Finnur Sveinbjörnsson sem situr í boði núveraðndi ríkissjórnar: “að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings.”

Hvað á erindi til almennings?

Greiðsluseðlarnir?

Er það þess vegna sem við kjósum stjórnvöld?

Til þess að þau geti látið senda okkur greiðsluseðla fyrir skuldum útrásarvíkinganna?


mbl.is Samkomulag um greiðslu frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla hjá þér. Ég held að Þórólfur hafi nú ekki mikið vægi í umræðunni. Mér skilst að ekki hafi verið kvartað eins mikið yfir neinum kennara hjá HÍ vegna slælegrar kennslu og honum. Það er líka nauðsynlegt að hafa í huga að nýju trúarbrögð heimsins heita HAGFRÆÐI og guð þeirra heitir MARKAÐUR og prestarnir kallast HAGFRÆÐINGAR. Síðan er það bara spurningin hvort við kjósum að aðhyllast þessum trúarbrögðum eða ekki...það er nefninlega önnur og betri lausn þarna úti.

Egill Lárusson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Jón Lárusson

Vandamálið með ríkisbúskapinn í dag er að verið er að fylgja hugmyndafræði sem getur ekki annað en aukið skuldsetningu almennings og ríkja. Þórólfur er boðberi þessa kerfis og það er vandamálið. Við þurfum að höggva á rót vandans, en ekki sífellt vera að hagræða afleiðingunum. Við verðum að taka upp alveg nýtt kerfi, en ég hef verið að fjalla um það á blogginu mínu.

Dómsdagsspár munu fyrst koma fram samþykkjum við Icesave. Vandamálið er að ráðamenn og flestir trúa því að það séu engar lausnir nema gefa eftir. Lausnin er hins vegar til og hún er mjög einföld.

Jón Lárusson, 1.8.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband