Farin í frí...

Verð ekki á blogginu í nokkra daga...eiginlega vondur tími til að taka sér frí af blogginu.

Það eru válegir tímar eða eins og einn af þingmönnum okkar sagði við mig í dag:

Ég lít svo á að við séum í alvarlegri sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu.

Það er gríðarlegt velferðarmál fyrir alla Íslendinga að standa upp og segja NEI.

Nei við því að börnin okkar verði dæmd í fjötra fátæktar vegna glæpastarfsemi ekki eingöngu glæpastarsemi 30 til 40 íslendinga heldur einnig alþjóðlegrar glæpastarfsemi sem nýtti sér heimsku Íslendinganna sem ráku bankanna.

Ég hlustaði á Jónas Kristjánsson á RUV í kvöld og tek undir með honum að margir illa greindir (dómgreindir) eru við störf sem þeir ráða ekkert við. Þeir eru bæði of heimskir og of siðspilltir.  Hann var að tala bæði um Finn bankastjóra og Hrannarbjörn ráðgjafa forsætisráðherrans. Ég náði ekki alveg hver var hvað nema þá að báðir séu hvortveggja.

Icesave er það sem er hættulegast fyrir okkur núna. Næstu vikur munu skera úr um niðurstöðu þeirrar baráttu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og hvet aðra til þess að gera hið sama.


mbl.is Icesave-reiknir á Mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða skemmtun í fríinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.8.2009 kl. 02:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Jóna Kolbrún

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.8.2009 kl. 03:05

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vaktaskipti eru stundum þörf, en frí bráðnauðsynleg.  Njóttu í hvívetna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.8.2009 kl. 07:13

4 identicon

Færslurnar þínar um icesave ættu að vera skyldulesning öllum þeim sem ennþá telja að almenningur eigi að borga reikninginn fyrir auðjöfranna.

Hafðu það sem allra best í fríinu.

Baráttukveðja, Toni

Toni (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 08:07

5 Smámynd:

Njóttu frísins.  Hlakka til enn skorinyrtari skrifa þegar þú ert búin að hvíla þig.

, 5.8.2009 kl. 09:42

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvíldu þig Jakobína. Þú átt það skilið en við munum sakna þín á meðan. Þú ert einn harðasti baráttumaður/kona okkar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 11:23

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við munum sakna þín en njóttu daganna!

Lifi byltingin!

Árni Gunnarsson, 5.8.2009 kl. 12:57

8 identicon

Bestu fréttir sem ég hef fengið í dag - vertu sem lengst í fríi !

Heiða Björg (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:36

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Heiða Björg. Bendi þér á að þú getur hæglega sniðgengið bloggið mitt ef það fer í taugarnar á þér. Þakka ykkur hinum vinsamleg ummæli/viðmæli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.8.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband