Hvar er félagshyggjan?

Ég ætla að stela kommenti frá Héðni Björnsyni sem hann setur við pistil á Smugunni.

Annars væri ég tilbúinn að skoða þessa samninga ef að fyrir lægi skýr áætlun frá stjórnvöldum um hvernig ætti að finna fjármunina til greiðslu þessara lána með upptöku á eignum og fjármunum útrásarvíkinganna og annars stóreignafólks áður en farið er að rukka almenning. Skylda mín til að verja ríkisstjórnina væri ríkari ef fyrir lægi að það ætti:

-að taka eigur Björgúlfanna, S-hópsins og Baugsfeðga fjárnámi,

-setja á súrálstolla,

-setja á stóreignaskatt,

-skattleggja gróðan af stöðutöku gegn krónunni afturvirkt,

-gera upptækar arðgreiðslur úr gjaldþrota fyrirtækjum,

-þjóðnýta kvótan til endurleigu og

-marka klára stefnu í burtu frá ponzistefnu fyrri hagkerfis þar sem lausnin átti alltaf að vera að taka lán til að greiða vexti og afborganir af eldri lánum.

Meðan að efnahagsstefna vinstristjórnarinnar er sú sama og efnahagsstefna hægristjórnarinnar sem við felldum á Austuvelli í janúar munu raunverulegir vinstrimenn þvælast fyrir henni.

Getur einhver nefnt eina vinstrisinnaða ákvörðun sem tekin hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar sem ætti að verðskulda að vinstrimenn verðu hana gegnum Icesavesamningana?


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flott athugasemd hjá Héðni!! og gullvæg lokaorð hjá þér!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 15:42

2 identicon

Sammála sammála og aftur sammála!!

Toni (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband