Sennilega skiptir menntun máli

Það þykir kannski menntahroki að benda á það að heppilegra væri að forsætisráðherrann sem þarf að takast á við þann glundroða og þá óreiðu sem ríkir í ríkisfjármálum hafi fastari grunn að standa á hvað menntun varðar. Ég hef ekki kvartað mikið yfir menntunarskorti forsætisráðherrans heldur frekar yfir dómgreindarleysi hans sem kannski mætti þó bæta eitthvað úr með menntun.

Persónulega hefur mér fundist bera heldur mikið á lágkúru í forsætisráðuneytinu. Sem dæmi má nefna tilvik þar sem aðstoðarmaður forsætisráðherra gerði óviðeigandi athugasemdir við grein Evu Joly í erlendum fjölmiðlum en forsætisráðherrann lét þessa framgöngu aðstoðarmannsins óátalda sem túlka má sem samþykki hans við þessari smekkleysu.

Ég var að lesa grein forsætisráðherrans á Financial times og fór að velta því fyrir mér hvort að enginn starfsmaður í forsætisráðuneytinu væri almennilega menntaður eða alla vega nægilega vel menntaður til þess að aðstoða forsætisráðherrann við að koma frá sér skammlausum texta.

Fyrsta setningin ber það með sér að kastað er til höndum við textasmíðina.

En hún er svona:

Few governments of developed market economies are grappling with as many simultaneous challenges as Iceland.

og á íslensku

Fáar ríkisstjórnir þróaðra markaðshagkerfa eru að takast samhliða á við eins margar áskoranir og Ísland.

Við getum einfaldað setninguna og þá segir: fáar ríkisstjórnir eru að gera eins og Ísland.

Er ekki líklegra að: fáar ríkisstjórnir séu að gera eins og ríkisstjórn Íslands?

Nú finnst kannski einhverjum að þetta sé smámunasemi en ég vil þá benda á að þetta er fyrsta setningin í grein í FINANCIAL TIMES og en greininni lýkur með orðunum The writer is prime minister of Iceland.

Viðvaningsháttur í textagerð kemur fram á fleiri stöðum í greininni og það er með ólíkindum að forsætisráðherrann skuli eingöngu hafa viðvaninga sér til aðstoðar við slíka smíð. Sennilega má rekja þetta til áratuga spillingar og klíkuráðninga sem leiðir síðan til getuleysis í stjórnarráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangið þér heil til skógar? 

Þetta er mesti tittlíngaskítur sem ég hef séð.  Þú byrjar á því að dylgja um menntun forsætisráðherra og tengir svo beint yfir í að aðstoðarmenn hennar séu lélegir í ensku.  Hver er lélegur?  Jóhanna eða starfsfólk ráðuneytisins?  Ég er ágætur í ensku og sé ekkert að þessari setningu. 

-Er bara ekki eitthvað annað að pirra þig?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 06:44

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki að tala um enskuna heldur ófaglegan texta. Ísland er ekki gerandi heldur ríkisstjórn Íslands.

Má ekki draga þá ályktun af þessum pistli að Jóhanna velji sér óhæft starfsfólk? Er ekkert óviðeignadi við það að aðstoðarmaður forsætisráðherrans gagnrýni aðra konu fyrir ágæta grein en síðan kemur þetta frá forsætisráðuneytinu?

Sjálfsagt ert þú ágætur í ensku en það er ágæt regla að halda sig annað hvort við þérun eða þúun.

Það pirrar mig Teitur að þurfa að skammast mín fyrir forystu þessarar þjóðar þegar ég opna erlend blöð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 07:07

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Greinin er hvorki vel samin né vel skrifuð og því illa farið með gott tækifæri. Ég er sammála því að hún hefði átt að fá meiri aðstoð.

Eitthvert þjónustufyrirtæki hér heima auglýsti með orðunum "Bad English means bad business".

Ég er sammála því að niðurlagið sé einkennandi fyrir greinina. Td. mátti alveg standa: "The author is the prime minister of Iceland"

Haukur Nikulásson, 14.8.2009 kl. 07:48

4 identicon

Teitur er efalaust "ágætur í ensku" og trúlega er forsætisráðherrann og starfsfólk hennar það líka, en ég held að flestir sem þekkja hin ýmsu afbrigði ensks ritmáls myndu hafa ráðlagt að greinin yrði endurskrifuð fyrir birtingu í FT til þess að innihald hennar væri lesendum aðgengilegra.

Agla (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 08:09

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er líka vert að benda að þegar Jóhanna sendir greinina frá sér þá heldur hún sennilega að hún geti vart verið betur skrifuð.

Bendir til þess að hún komi ekki auga á viðvaningsháttinn.

Það er full ástæða að spyrja hvort þetta eigi ekki við ýmislegt annað t.d. Icesave

Lesendur FT hugsa sennilega núna "ekki furða þótt allt sé farið til fjandans á þessari eyju ef forsætis ráðherran gerir ekki greinarmun á miðjumoði og fagmennsku".

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband