Hætta þingmenn líka að þvælast til útlanda við hvert tækifæri á kostnað skattborgara?

Sennilega neyðast þeir til þess þegar ríkissjóður fer að tæmast.
mbl.is Laun opinberra lækki um 3-10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vandlifað í henni veröld. Í einu orði heimta menn að erlendir fyrirmenn séu heimsóttir til að kynna þeim málstað Íslands en í hinu eru þingmenn vinsamlegast beðnir um að hætta þessu flandri. Ég þykist nú nokkuð viss um að flestir þingmanna tækju því fegins hendi að draga úr utanlandsferðum -- a.m.k. verða makarnir fegnir! En því miður fylgja því skyldur að vera fullvalda ríki og ætlast er til að þessi þingmannagrey okkar heimsæki kollega sína við allskyns tækifæri til að standa fyrir málstað Íslands. En þessi útlendingar eru víst tóm fól svo það er best að hætta bara að tala við þá.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Gunnar það er ekkert að því að þingmenn ferðist ef það er eitthvað gagn í því en ég er hrædd um að flest ferðalaga þeirra skili þjóðarbúinu litlu. Það myndi skila þjóðarbúinu meiru ef sérfræðingar (ekki hinir hefðbundnu klíkuvinir) myndu sjá um viss tengsl og verkefni á vegum þjóðarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jakobína:

Þingmenn eru eins og aðrir í miklum samskiptum við þingmenn á Norðurlöndunum og í Evrópu.

Draumur VG er auðvitað að rætast, en hann felst m.a. í því að við minnkum öll samskipti og viðskipti við útlönd og lifum mestmegnis á lambakjöti, skyrmeti, skreið, saltfiski og kartöflum, þ.e.a.s. þegar ekki botnfrýs í landinu eins og um daginn. Líklega verða allar íslenskar kartöflur uppurnar í nóvember og því verðum við kartöflulaus fram á næsta sumar. Ég ætla að fara með dætur mínar um helgina og týna söl, svo við verðum ekki skyrbjúg að bráð þegar líður á veturinn 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.8.2009 kl. 18:35

4 identicon

Hvað með aðstoðarmenn þingmanna? Má ekki alveg sleppa svoleiðis pjatti?

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:59

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þingmenn hafa á síðastliðnum áratug mulið undír sjáfa sig. Finna sér skálkaskjól á sama hátt og úrrásarliðið finnur sér skattaskjól

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband