Eru kvótakóngar að selja auðlindirnar?

Ross Besty segir frá því í kastljósi að samstarfsaðili hans við að komast yfir auðlindir á Íslandi séu Glacier Partners. Glasier partners sér um dreifingu sjávarafurða í Bandaríkjunum.

Hann kynnir sjálfan sig sem góðmenni sem vilji íslenskum almenningi vel bara ef hann fær að kaupa auðlindirnar fyrir lítinn pening, helst skuldabréfi með veði í sjálfu sér.

seafood_1trans

Naomi Klein hefur ritað um það sem hún kallar "disaster capitalism" en það felur í sér að fjármálaöfl nýta sér hörmungar og hamfarir til þess að koma að breytingum sem ekki hefði tekist að berja í gegn við aðrar aðstæður.

Naomi Klein segir frá því hvernig allt var einkavætt í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Argentínu og þegar það var búið var farið leita logandi ljósum að meiru til að einkavæða. Engu var vært.

Hún eignar Friedman hugmyndina um að þrýsta inn óvinsælum breytingum í þágu alþjóðafyrirtækja í óreiðu sem skapast í kjölfar áfalls t.d.eins og bankahrunið hér á landi.

Hugmyndin um að gera Íslenska skattgreiðendur að gullnámu Breta og Hollendinga geta auðveldlega fallið þarna undir.

Sala á réttindum til þess að nýta auðlindir er aðgerð að þessu tagi.

Mér finnst ég vera að horfa upp á að verið sé að gera íslendinga að leiguliðum í sínu eigin landi.

Er lénsherraskipulag kvótakónganna að bera sigur í samfélaginu?

Viljum við búa sem leiguliðar í lénsskipulagi

Að þessu þurfa Íslendingar að fara að spyrja sig

Beina andófinu gegn stjórnvöldum sem verja lénsskipulagið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi kanadamaður er stórhættulegur.  Þarf að hafa um það fleiri orð ?

Það á að bera hann út í næstu vél til BNA og þaðan fer hann til Toronto.

Kveðja 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband