Forsetinn segi af sér STRAX

Maðurinn hefur lítið skynbragð á umheiminn ef hann telur að þjóðir sem eru að berja Íslenska þjóð í duftið séu henni vinveittar.

Hann telur einnig að aðrar þjóðir geti lært af Íslendingum hvernig þeir hafi tekist á við hrunið.

Atburðarrásin frá hruni bankanna einkennist af endalausu klúðri og vanhæfni á nánast öllum sviðum.

Miðað við hæfni forsetans við að túlka umheiminn tel ég að hann ætti að finna sér annað starf.

Sjá viðtal við forsetann á RUV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Því er ég svo sannarlega sammála.

, 24.9.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hann er orðinn svo veruleikafirrtur karluglan að hann gerir sér ekki grein fyrir því ómælda tjóni sem hann veldur okkur í hvert skipti sem hann opnar kjaftinn á erlendum vettvangi.

Þráinn Jökull Elísson, 24.9.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hann sver sig fylkinguna þjáist af algjöru fjár ólæsi. Þegar Ólafur talar í eigin nafni þá ber honum að gera það á eigin kostnað og þá er það ekki Forsetta embættið sem er að tala. Forsettaembættið talar í nafni utanríkisráðuneytisins sem undirbýr og fer yfir ræðurnar á erlendum vetfangi að þess frumkvæði?

[Við] ráðamennirnir hafa fært eignir frá almenningi til fjármálastofnana með því að nota neysluvísitölu í stað fasteignavísitölu. Höfuðstólar sem hækka um 1.000.000.000.000. kr. Reiknast eign lánageirans og skuld almennings. Síðan hefur kaup máttur lækkað um 50% minnst og meiri kemur af sköttum og um þetta hefur verið gerður stöðuleika sáttamáli til þess að við getum tekið áhættu á Icesave. Þetta vita greindir útlendingar. 

Júlíus Björnsson, 24.9.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Offari

Forsetinn brást okkur þegar við þurftum á honum að halda.

Offari, 24.9.2009 kl. 22:05

5 identicon

Nú á Óli ekki skans

enginn saknar hans

farið er til andskotans

embætti forsetans

gg (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef hann segir ekki af sér ætti að reka hann, ef það er hægt.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 00:42

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

HFF!

kv ari

Arinbjörn Kúld, 25.9.2009 kl. 11:19

8 identicon

Vísan góð að efni til og ég bið afsökunar á að skipta mér að kveðskap annara.

Nú dansar ekki Óli skans.

Engin kona saknar hans.

Farin er til andskotans

ónáttúra forsetans.

Og hann vonandi með.

 Góð grein um mútur, því þar þrífst viðbjóðurinn.  Í öllum löndum í kringum okkur hafa menn  verið dæmdir í 5 - 10 ára fangelsi fyrir það.  En hér komast menn upp með að taka mútur í skjóli stjórnmálaflokka og brosa og halda að það sé brjóstsykur.  Kv.

Birgir Þorvaldsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband