Geta hluthafar á Íslandi ekki líka farið í mál?

Það hefur verið einhvers konar goðsögn á Íslandi að einvörðungu Íslenskir bankamenn séu glæpamenn. Það er hins vegar ljóst að þegar bankastarfsemi er skoðuð um heim allan að siðblindir einstaklingar hafa sóst í stjórnunarstöður í bönkum rétt eins og stjórnmálum.

Sérstaða Íslands felst fyrst og fremst í því að sérleg áhersla er lögð á íslenskir skattborgarar taki á sig gríðarlegar skuldir án þess að fyrir því liggi góð rök.

Krafa um 1.000 milljarða gjaldeyrisvaraforða og afnám gjaldeyrishafta er sérlega varhugaverð.

Fyrir og eftir bankahrun þustu kaupsýslumenn með milljarða úr landi og svipað verður endurtekið ef ofangreind markmið verða að veruleika.

Sennilegast tel ég að útgefendur jöklabréfa verði fljótastir að taka til fótanna. Þá munu ýmsir auðmenn sem skattgreiðendur hafa séð um að fjármagna með björgun innlánsreikninga líklega koma peningum sínum í öruggara skjól. Hvers vegna? Jú vegna þess að þeir treysta ekki krónunni?

Það kostar 1.200 milljarða að fjármagna við bankana.

Traust á krónunni verður ekki keypt og það verður alls ekki til á auga bragði.


mbl.is Hluthafar í mál við stjórnendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei ekki á íslandi það er bannað, við gerum ekki svoleiðis,

Erum ekki vond eins og þeir í bandaríkjunum hentu aumingja mönnum í skeinin á einum eða tveimur mánuðum,

Við erum siðmentað og kristið fólk sem réttum fram hinn vanga og fyrirefum allt, enda gætum við ekkert annað, það mætti enginn á kjörstað ef við gerðum það ekki og hér ríkti stjórnleysi ekki satt,

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband