Versta bullið á kreppuárinu

Það er þrír bankar í landinu auk sparisjóða og fjárfestingabanka. Þó er alveg nauðsynlegt að bjarga þessum banka sem kenndur hefur verið við peningaþvætti og spillingu af ýmsu tagi.

...í Speglinum...og neyðarlögin gengu einmitt út á það að reyna að bjarga innlánum...(um málsókn)....og að það leyddi til skerðingar á innlendum innlánum sem væri það allra versta sem gæti gerst...þá gæti það numið svona 30 til 40 til 50 milljörðum ...sem að innlend innlán gætu skerst um ef að dómstólaleiðin yrði farin....

Eru menn að tapa sér segi ég. Það er ljóst að ríkissjóður og innlendir skuldarar eiga að fjármagna "eignasafn" Landsbankans í gegnum nýja Landsbankann til þess að greiða Icesave skuld. Víxillinn er 750 milljarðar og vextir af honum yfir 300 milljarðar.

Ég ætla að fara á morgun og segja upp öllum viðskiptum mínum við Landsbankann og vona að flestir geri hið sama sem skipta við þetta glæpafyrirtæki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr ef ég væri með viðskipti við LÍ væri ég löngu hætt því, ég passa mig á því að eiga enga peninga í bankanum mínum, ég tek allt út jafnóðum.  Og geymi ég það litla sem ég á í bankahólfi í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Einu sinni var Landsbankinn sá eini sem sinnti atvinnulífinu.  Í dag á atvinnulífið að borga ICEsave, en ef Steingrímur samþykkir eitthvað sem brýtur gegn samþykki Alþingis, þá er hann lögbrjótur.

Að hafa valdið er engin trygging gegn réttlætinu.  Flugmaðurinn sem var handtekinn á Spáni , vegna þess að hann var fantur herforingjastjórnarinnar í Argentínu, hann framdi sína glæpi í skjóli valds.  En það vald var gegn lögum.

Ef Steingrímur brýtur geng lögum í skjóli þess að Hæstiréttur trúir ekki á aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds, þá fær hann aðeins stundargrið.  Lögin gilda fyrir það.  Næst þegar kallinn tapar kosningum, þá gilda lögin.

Það gerðist í Chile, og það gerðist í Argentínu.

Málið er ekki Ólafur eða Björgúlfur, Jón eða Sigurður.  Málið er aumkunarverði stjórnmálamenn sem brutu gegn stjórnarskránni með blekkingum, og héldu að það kæmi ekki að skuldadögum.  

En það kemur alltaf af skuldadögum.  Sá samningur sem ICEsave stjórnin ætlar að láta Alþingi samþykkja, brýtur gegn stjórnarskrá Íslands.  Og fyrir þau brot mun vera refsað.  

Steingrímur er framtíðar tukthúslimur.

Sá stærsti sem íslensk réttarsaga hefur átt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.10.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband