Sala hlutabréfa í bönkunum rétt fyrir hrun

Menn hafa komist upp með ótrúlegustu rök í dómskerfinu á Íslandi enda eru Íslenskir dómarar skipaðir út frá klíkutengslum en ekki hæfni.

Nú kemur í ljós hvort Baldur kemst upp með það að halda því fram að það hafi legið fyrir meiri upplýsingar í fjölmiðlum eftir fund hans með viðskiptaráðherra og Darling fjármálaráðherra Bretlands en hann fékk á sjálfum fundinum með aðilum úr innstu véum íslensks og bresks viðskiptalífs.

Sala á hlutabréfum af innvígðum rétt fyrir hrun hefur verið lítið í kastljósinu en er örugglega eitt af því sem þarf að rannsaka.


mbl.is Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Geir Gunga gaf honum syndaaflausn þannig að varla getur maðurinn verið sekur um eitthvað misjafnt? Baldur og Gungan þekkjast að vísu frá barnsaldri en það má ekki láta Baldur gjalda þess.

Það er nú illa gert að ráðast að hornsteini Sjálftökuflokksins sem samtryggingar spillingin er :-)

Guðmundur Pétursson, 17.10.2009 kl. 21:54

2 identicon

Kjarni málsins: "Íslenskir dómarar skipaðir út frá klíkutengslum en ekki hæfni".

Þetta er aumkunarverð staðreynd:  Fortíð gjörsamlegrar vanhæfrar og gerspilltrar forystu Landsins á annan áratug.  

Eitthvað sem erlendir rannsóknaraðilar sjá nú kristaltært í því mati sem við Íslendingar undirgöngumst núna í tengslum við þá firrtu óreiðu sem hefur verið.

Þessi hugleiðing þín er frábær viðbót við hugleiðingu Jóhanns Haukssonar sem ég las í morgun á vef dv.i.s 

Hákon jóhannesson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Til rannsóknar er umdeild sala Baldurs á hlut sínum í Landsbankanum eftir að hafa setið fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, Björgvini G. Sigurðssyni þá verandi viðskiptaráðherra og embættismönnum um Icesave- og Landsbankamál 2. september 2008, korteri fyrir hrun. Hvað er verið að blanda Samfylkingar manninum Björgvini sem er í ríkisstjórn við þetta, samfylkingin hún vissi ekki neitt allir saklausir svo trúa sumir, ekki ég.

Rauða Ljónið, 17.10.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Baldur las það í íslenskum dagblöðum að bankinn væri að hrynja, hann var ekki innherji að eigin sögn?  Er það ekki málið?   Það getur ekki verið slæmt að þurfa að treysta á íslenska dómstóla fyrir þetta fyrirfólk?  Innherji, flokksfélagi, vinur.  Þjóðfélagið er svo sjúkt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Það er til skammar fyrir stjórnvöl að svona menn fái að vera áfram í ábyrgðarstöðum. Ég segi bara burt með spillingarliðið og það strax.

Helga Þórðardóttir, 18.10.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband