Drepur Kreppan? Eykur AGS dánartíðni?

Þessari spurningu var velt upp í Kastljósi kvöldsins.

Í inngangi að grein eftir David Stucler of fleiri segir m.a.:

A new study reveals a surprising cost of rising unemployment: during a recession, murder and suicide rates increase. The solution? Support groups. Here to tell us more is study co-author David Stuckler, a sociologist fellow at Oxford University. Stuckler is joined by American Chet Kaminski, currently an accountant who this past spring was compelled to join a social unemployment network after eight months without a job.

Og í inngangi að annari grein segir:

According to leading economic theorists, creating capitalism out of communism requires rapid privatization. In this article we empirically test the welfare implications of privatization policies in Post-Soviet countries by using cross-national panel mortality data as an indicator of social costs. We find that rapid privatization - whether measured by a novel measure of mass privatization program implementation or Enterprise Bank for Reconstruction and Development privatization outcome scores - is a critical determinant of life expectancy losses, and that when privatization policies are reversed, life expectancy improves. Using selection models, we show that endogeneity understates the social costs of rapid privatization.

Rannsóknin sýnir fram á að einkavæðing eykur dánartíðni meðal borgaranna.

Rannsóknir Stuckler sýnir einnig fram á að af löndum sem lenda í miklum vandræðum eykst dánartíðni í löndum sem þyggja hjálp AGS umfram það sem hún gerir í löndum sem þyggja ekki hjálp sjóðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það má ekki setja alla einkavæðingu undir einn hatt. Skipaútgerð ríkisins var barn síns tíma, sem og Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Einkavæðing þessara félaga hefur ekki orðið neinum að aldurtila.

Hins vegar má deila um réttmæti þess að einkavæða grunnþjónustu af ýmsu tagi, heilsugæslu, póst- og símaþjónustu, að ógleymdum bönkunum.

Í greininni er ekki talað um venjulega einkavæðingu, heldur hraða einkavæðingu í kjölfar hruns Sovétsins, þar sem skipt var úr kommúnisma yfir í kapítalisma á stuttum tíma. Enda er talað um "social costs rapid privatization". Við leggjum það ekki að jöfnu við að selja bæjarútgerð eða síldarbræðslu.

Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Haraldur. Það er lítið hægt að einkavæða á Íslandi annað er grunnþjónustu sem mun hafa áhrif á grundvallar lífsgæði og lífslíkur.

Annað er búið að einkavæða. Það sem Ísland á sameiginlegt með Rússlandi er oligarki, þar sem einkavinum er úthlutað gæðum.

Hrikalega stöðu þjóðarbúsins á Íslandi má rekja til einkavæðingar. Fjármálakerfi sem á að vera þjónusta við atvinnulíf og íbúa verður að tækjum í höndum glæpamanna.

Það er líka merkilegt með tillti til þess sem sagt var í Kastljósinu að fréttir hafa mjög svo aukist af líkfundum og glæpum. Það er kannski tilviljun en þó kannski ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.10.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband