Rannsóknarnefnd Alþingis

Í desember síðastliðinn skrifaði ég grein um lög um rannsóknarnefnd Alþingis sem birt var í Morgunblaðinu. Vegna mikillar umræðu um frestun á birtingu rannsóknarskýrslunnar rifja ég þessi skrif upp hér.

Sturla Böðvarsson forseti alþingis sagði nýlega að rannsóknarnefnd yrði skipuð fyrir jól samkvæmt lögum „um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.“ Lögunum er ætlað að byggja upp traust rétt eins og strategíur ráðgjafa Bjarna Ármannssonar miðuðu að því að endurvekja traust á ríkisstjórn sem hefur stýrt þjóðarbúinu í þrot. Ætla má að kostnaður af þessum aðgerðum hlaupi á hundruðum milljóna en tölur um það hafa ekki verið birtar. Gjarnan hefur verið talað um að tilgangurinn með því að setja á fót þessa nefnd sé að fá sannleikann upp á borðið. Skömmu fyrir setningu laganna barst mér gagnrýni á væntanlegt fyrirkomulag rannsóknarinnar sem ég sendi þinginu. Ég fékk svar frá Sturlu Böðvarssyni og þar segir hann m.a.:

„Þessi yfirlýsing sem þú sendir mér er byggð á misskilningi og rangtúlkun... Ég hvet þig til þess að kynna þér efni frumvarpsins betur.“

Ég tók Sturlu á orðinu, las lögin og skrifaði síðan eftirfarandi hugleiðingar. Hlutverk dómskerfisins er ekki að leita sannleikans. Sérfræðiþekking lögfræðinga felst í því að máta atriði, atburði og athafnir inn í lagaramman en leitin að „sannleik” eða samhengi hlutanna hefur öðru fremur verið viðfangsefni fræðasamfélags á sviði félags- og mannvísinda. Rannsóknin þarf standast skoðun vísindanna ellegar mun hún verða skoðuð sem enn eitt áróðursbragð ríkisstjórnarinnar. Rannsóknarefndin á samkvæmt lögunum að skipast þannig:            

Hæstaréttardómari sem skal vera formaður nefndarinnar.           

Umboðsmaður Alþingis.           

Hagfræðingur, löggiltur endurskoðandi eða háskólamenntaður sérfræðingur, skipaður af forsætisnefnd Alþingis (sem Sturla Böðvarsson leiðir).

Í greinagerð með lögunum segir að „þeir sem eru fengnir til að stjórna rannsókninni eigi að vera sjálfstæðir og óháðir og búa yfir reynslu og þekkingu til að stýra þessari viðamiklu rannsókn“.

Þetta vekur spurningar um það hvort að þeir sem semja lögin trúi því að svona texti sé lesinn gagnrýnislaust. Hví eru ekki fengnir óháðir aðilar úr fræðasamfélaginu til þess að stýra rannsókninni? Í greinargerð með lögunum segir: Eins og aðrar mannlegar athafnir var starfsemi bankanna [ekki minnst á ríkisstjórn og embætti] reist á ákveðnum gildum eða siðferði sem hægt er að greina með kenningum og aðferðum hug- og mannvísinda...og miðað er við að framkvæmd þessarar rannsóknar verði í höndum sérstaks vinnuhóps hugvísindamanna,... Hópurinn gæti þá m.a. skoðað hvort íslenskt fjármálalíf hafi einhverja sérstöðu í þessu tilliti í samanburði við nágrannalöndin, svo sem varðandi hugmyndir um siðareglur og önnur siðferðileg viðmið í viðskiptum og samfélagslega ábyrgð.

Þrátt fyrir að ofangreindur texti taki fyrir grundvallaratriði rannsóknarinnar hugnast Alþingi ekki að setja sérfræðinga á þessu sviði yfir rannsóknina heldur velur til þess aðila sem hafa litla innsýn í hugtök eins og siðferði og ríkjandi gildi. Um þennan þátt rannsóknarinnar er heldur ekki kveðið skýrt á um í lögunum. Um störf sérfræðinga segir: „Ráðgert er að þessi hópur hafi aðgang að þeim upplýsingum sem nefndin aflar og þýðingu hafa fyrir þennan þátt rannsóknarinnar, ... og fulltrúi hans geti í samráði við formann nefndarinnar tekið þátt í skýrslutökum, ...“ Samkvæmt þessu á nefndin (skósveinar ríkisvaldsins) að hafa alvald en sérfræðingar að skoða það sem þeim er skammtað af nefndinni. 

Nefndinni er í lögunum veitt undanþága frá lögum sem kveða á um að störf skulu auglýst opinberlega. Nefndin getur því handvalið einstaklinga henni þóknanlega til starfanna. Sérstaklega er tiltekið að rannsókninni ljúki við setningu neyðarlaganna. Hvað með neyðarlögin og þátt þeirra í þeirri hyldýpislægð sem þjóðin er lent í? Hvað með umdeildar ákvarðanir eftir setningu neyðarlaganna og tengda atburði? Hvað með meint innherjaviðskipti og önnur misferli valdhafa? Nær rannsóknin yfir brask ráðamanna með hlutabréf og annað og háar skuldsetningar í tengslum við þess háttar viðskipti?Tengsl valdhafanna við fjármálaöflin hafa verið brennidepli umræðunnar og gert þessa aðila tortryggilega. Lögin beina ekki athygli rannsakenda sérstaklega að þessari samfléttun hagsmuna sem leitt hefur til ótrúlegrar spillingar.

Alþingi hefur forræði yfir rannsókninni en það er alkunn staðreynd að meirihluti þingmanna eru strengjabrúður valdhafanna vegna flokkshagsmuna. Ríkisvaldið og fjármálaöflin liggja nú undir ámæli þjóðarinnar um spillingu. Viðbrögð ríkisvaldsins er að setja af stað rannsókn sem er byggð upp með þeim hætti að draga má í efa að það sé gert af heilindum. Niðurstöðurnar verða ótrúverðugar og grunsamlegar en munu kosta almenna skattborgara drjúgan skilding.

Hvers vegna þorir ríkisstjórnin ekki að kveða til óháða og samfélagsgagnrýna aðila innan þekkingarsamfélagsins til þess að stýra þessari rannsókn? Þessi rannsókn mun ekki endurreisa traust þjóðarinnar. Ríkisstjórnin vanmetur þjóðina. Þjóðin er ekki tilbúin að kyngja meiri áróðri og vafasömum málatilbúnaði.


mbl.is Brunaútsala á fyrirvörum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráskinnaleikur stjórnmálanna

það virðist vinsælt að fresta skýrslum og svíkja kosningaloforð þessa daganna. Ég fékk þetta bréf sent í tölvupósti:

Miðað við hvað ég er að heyra um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er það hneyksli að henni sé frestað fram í febrúar.

Skýrslan er víst mjög svört og bakland hrunsins er mun verra en menn hafað þorað að ímynda sér.

Stjórnmálamenn koma þar töluvert við sögu og þar á meðal margir sem eru núverandi þingmenn.

Það sem er hneyksli er að ríkisstjórnin hefur fengið einhverskonar forskoðun eða útdrátt úr skýrslunni nú þegar.

Hvar stendur sjálfstæði og trúverðugleiki þessarar rannsóknarnefndar þegar svo er? Það er nú strax búið að grafa undan trúverðugleika skýrslunnar með þessari frestun.

Ástæðan sem verður væntanlega gefin fyrir frestun birtingu er að leyfa fólki að eiga friðsæla hátíð. Raunverulega ástæðan er að koma á höggi á pólitíska andstæðinga svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningarar að viðkomandi flokkar eiga sér ekki viðreisnarvon. Enn og aftur er verið að nota harmleik hrunsins í pólitíska refskák. VG og Samfylkingin verða fyrir ævarandi skömm ef þau láta sér þetta eftir.

Þið sem eruð með tengsl inn í VG og xS komið þeim skilaboðum á framfæri að þetta sé algjörlega óþolandi íhlutun í upplýsingu mála.

Við eigum að fá skýrsluna strax upp á borðið og
útkljá innihald hennar í samfélaginu án truflana frá valdasjúkum stjórnmálamönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn þykist hafa tekið til hjá sér en það var kattarþvottur í besta falli. Afneitun kjarna stuðningsmanna flokksins er algjör.

Því fyrr sem sannleikurinn er leiddur í ljós því betra.

Seta spilltra þingmanna hefur hugsanlega nú þegar valdið ómældum skaða fyrir þjóðina.

Með því að fresta skýrslunni eru núverandi stjórnvöld að skemma fyrir trúverðugleika hennar. Hvað fleira hefur verið haft áhrif á? Hefur eitthvað af núverandi valdagengi verið fjarlægt úr skýrslunni? Eða á að gefa sér tíma til þess?

Svona spurningar koma upp um leið og stjórnvöld ílutast í framkvæmdina.

Menn bara meiga ekki leyfa sér þetta.

Ég segi, skýrsluna upp á borðið eins og til var boðað í upphafi.
Enginn stjórnmálamaður á að fá að skoða hana fyrirfram.

Þetta er gert fyrir þjóðina en ekki valdhafa hafið það í huga.

Öll íhlutun stjórnmálamanna í störf nefndarinnar er alvond, þeir grafa ekki bara undan skýrslunni, þeir grafa undan eigin trausti."

Það er kominn tími á alvöru mótmæli - ný skilti og nýjar kröfur ein krafan gæti verið að skýrslan verði birt þó ekki nema drög í nóvember


mbl.is Birtingu skýrslu um Ísland frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ekki verið talað um að setja af óhæfa stjórnendur?

Merkilegt að verið sé að saxa niður velferðarkerfið til þess að styrkja Bónusfjölskylduna. Kaupþing er fjármagnað með fjármunum skuldara og skattgreiðenda eins og aðrir bankar.

Til þess að geta fjármagnað bankanna þarf ríkissjóður að skuldsetja sig og draga úr þjónustu við almenning til þess að borga skuldir Jóns Ásgeirs og Jóhannesar í Bónus.

Furðulegur veruleiki þetta.


mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust er skrítið hugtak

Hugtakið traust hefur tröllriðið umræðunni frá bankahruni. Hugtakið er auðvitað mjög loðið og oftar en ekki lítið gefið upp um hvaða eiginleikar einstaklinga eða stofnana hafa áunnið þeim traust. Hverjir treysta viðkomandi og á hvaða forsendum er einnig gjarnan látið liggja á milli hluta.

Orðspor er nátengt orðinu traust og gefur því almennari skírskotun. Fyrirtækið sem um er rætt í fréttinni hefur á sér það orðspor að það stefni að einokun á matvælamarkaði og beiti bolabrögðum til þess að halda í skefjum samkeppni og hindra að neytendur hafi eðlilega valkosti.

Fyrirtæki af þessum toga hafa haldið uppi blekkingarleik til þess að ávinna sér jákvæða ímynd á sama tíma og þeir ástunda glórulausa stefnu í tilburðum til einokunar.

Fyrirtæki hika ekki við að misnota sér bágindi í samfélaginu og til þess að halda uppi auglýsingamennsku. Gott dæmi um þetta eru tækjagjafir einokunarfyrirtækja til barnadeilda á sjúkrahúsum sem þeir láta merkja kirfilega að sé gjöf frá viðkomandi fyrirtæki. Við nánari íhugun ætti þó hverjum manni að vera ljóst að ekki er um gjöf að ræða heldur billega auglýsingu eins og merkingarnar bera vott um.


mbl.is 1998: Eigendur njóta trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviksemi og blekkingar sjálfstæðisflokks

Forkólfar sjálfstæðisflokksins leiddu þá atburðarrás sem færði okkur Icesave-deiluna. Þeir afhentu Björgólfi Thor Landsbankann. Þeir sendu ættingja og vini inn í Landsbankann í stjórnunarstörf þar sem þeir hönnuðu þetta fyrirbæri sem kallað hefur verið Icesave.

Forkólfar sjálfstæðisflokksins hafa gerst sekir um innherjaviðskipti, kúlulánaviðskipti, kennitöluflakk og fleira sem varla verður skilgreint sem annað en stórfelldan þjófnað úr þjóðarbúinu.

Frá hruni hefur sjálfstæðisflokkurinn sýnt eindæma heigulshátt í framferði gagnvart Icesave sem þeir hann er þó höfundur af.

Í þessari hegðun speglast virðingarleysi gagnvart fulltrúalýðræðinu, virðingarleysi gagnvart vitsmunum þjóðarinnar (það eru jú tæp 70% þjóðarinnar sem ekki láta blekkjast) og virðingarleysi gagnvart sannleikanum.

Sjálfstæðismenn hafa nú sett á svið blekkingarleik þar sem þeir reyna að koma þeirri hugmynd á framfæri að þeir séu á móti Icesave. Í haust voru það fulltrúar sjálfstæðisflokksins sem settu tóninn og voru tilbúnir að ganga að öllum afarkostum sem Bretar og Hollendingar settu fram.

Það er mjög áberandi að þeir sem voru þátttakendur í aðdraganda hrunsins og rökuðu að sér fjármunum og völdum standa gegn því að Icesave-málið fari fyrir dómstóla. Íslenskir valdamenn eru ekki hrifnir af því hvað kynni að vera dregið upp úr hattinum við slíka meðferð enda upp fyrir haus í sóðaskapnum sem kom landinu í þessa klemmu.

Þeir eru tilbúnir til þess að dæma þjóðin í nauðung og örbyrgð til þess að koma sér undan frekar afhjúpun spillingarmála á Íslandi.


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband