Hráskinnaleikur stjórnmálanna

það virðist vinsælt að fresta skýrslum og svíkja kosningaloforð þessa daganna. Ég fékk þetta bréf sent í tölvupósti:

Miðað við hvað ég er að heyra um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er það hneyksli að henni sé frestað fram í febrúar.

Skýrslan er víst mjög svört og bakland hrunsins er mun verra en menn hafað þorað að ímynda sér.

Stjórnmálamenn koma þar töluvert við sögu og þar á meðal margir sem eru núverandi þingmenn.

Það sem er hneyksli er að ríkisstjórnin hefur fengið einhverskonar forskoðun eða útdrátt úr skýrslunni nú þegar.

Hvar stendur sjálfstæði og trúverðugleiki þessarar rannsóknarnefndar þegar svo er? Það er nú strax búið að grafa undan trúverðugleika skýrslunnar með þessari frestun.

Ástæðan sem verður væntanlega gefin fyrir frestun birtingu er að leyfa fólki að eiga friðsæla hátíð. Raunverulega ástæðan er að koma á höggi á pólitíska andstæðinga svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningarar að viðkomandi flokkar eiga sér ekki viðreisnarvon. Enn og aftur er verið að nota harmleik hrunsins í pólitíska refskák. VG og Samfylkingin verða fyrir ævarandi skömm ef þau láta sér þetta eftir.

Þið sem eruð með tengsl inn í VG og xS komið þeim skilaboðum á framfæri að þetta sé algjörlega óþolandi íhlutun í upplýsingu mála.

Við eigum að fá skýrsluna strax upp á borðið og
útkljá innihald hennar í samfélaginu án truflana frá valdasjúkum stjórnmálamönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn þykist hafa tekið til hjá sér en það var kattarþvottur í besta falli. Afneitun kjarna stuðningsmanna flokksins er algjör.

Því fyrr sem sannleikurinn er leiddur í ljós því betra.

Seta spilltra þingmanna hefur hugsanlega nú þegar valdið ómældum skaða fyrir þjóðina.

Með því að fresta skýrslunni eru núverandi stjórnvöld að skemma fyrir trúverðugleika hennar. Hvað fleira hefur verið haft áhrif á? Hefur eitthvað af núverandi valdagengi verið fjarlægt úr skýrslunni? Eða á að gefa sér tíma til þess?

Svona spurningar koma upp um leið og stjórnvöld ílutast í framkvæmdina.

Menn bara meiga ekki leyfa sér þetta.

Ég segi, skýrsluna upp á borðið eins og til var boðað í upphafi.
Enginn stjórnmálamaður á að fá að skoða hana fyrirfram.

Þetta er gert fyrir þjóðina en ekki valdhafa hafið það í huga.

Öll íhlutun stjórnmálamanna í störf nefndarinnar er alvond, þeir grafa ekki bara undan skýrslunni, þeir grafa undan eigin trausti."

Það er kominn tími á alvöru mótmæli - ný skilti og nýjar kröfur ein krafan gæti verið að skýrslan verði birt þó ekki nema drög í nóvember


mbl.is Birtingu skýrslu um Ísland frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við búum við svo rotið kerfi þar sem valdaöflin vilja ekki láta af hendi völd. Við erum alla daga að fá upplýsingar þar sem brotin hafa verið landslög en það er látið gott heita. S.b.r. málefni barna sem fengu lán hjá Glitni. Hver stjórnar prógramminu þar? jú einmitt Kúlulána Birna. Svona er hægt að telja upp mörg önnur mál sem hafa komið fram fyrir sjónir okkar landsmanna, samt ekkert gert í málunum.

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú hefur greinilega ekki verið að hlusta.. skýrslunni var frestað hér heima af því enn eru að berast upplýsingar sem þarf til að klára þetta svo fullnægjandi sé..

Við viljum sjá fullunna skýrslu þar sem allar upplýsingar liggja fyrir en ekki handahófskennda málamyndaskýrslu unna í fljótræði af því einhverjir ákváðu dagssetningu fyrir löngu síðan.. og síðan hefur margt komið í ljós.

Hvað varðar skýrslu AGS hafa stjórnvöld á Íslandi ekkert af því að segja hvenær þeir birta sín gögn og rannsóknir.

Maður er að verða svolítið leiður á svona sleggjudómum og órökstuddum taugaveiklunarupphrópunum... svona mál þar að vinna vel og af yfirvegun.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Mikið er ég glaður yfir því ef rétt reynist hjá þér að skýrslunni hafi verið frestað vegna þess að hún muni koma slíku höggi á stjórnarandstöðuna að hún eigi sér vart viðreisnar von.

Halelúla !

Níels A. Ársælsson., 2.11.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Jón Ingi. Þeir sem vilja fullunna skýrslu er í lófa lagt að bíða með að lesa hana þar til hún er "fullunnin" hvað sem það nú þýðir.

Rannsóknarnefndinni er var ekkert til fyrirstöðu að birta áfangaskýrslu 1. nóv. og það er tortryggilegt að hún skuli ekki hafa gert það og vekur upp spurningar um hrossakaup.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2009 kl. 14:20

5 identicon

Það væri gott ef við fengjum að þjóðin fengi að sjá skýrsluna áður en sérstakt úrtak úr þýðinu er búið að ritskoða hana.

Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Kalikles

Það kemur sjálfsagt í ljós að samf. og sjálfstf. eru með sama húsbónda.

Afhverju að stjórna bara öðrumegin við borðið þegar peningar geta keypt báðar hliðar? 

Nú þetta varpar auðvitað öðru ljósi á "icesave" samningana, eða hvað?

Kalikles. 

Kalikles, 2.11.2009 kl. 14:54

7 Smámynd: Kalikles

PS. munið að óvinurinn er ekki alltaf utanaðkomandi, og stundu verður maður að skoða þá sem standa manni næst!

Kalikles.

Kalikles, 2.11.2009 kl. 14:57

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hér er linkur á lögin:

http://tinyurl.com/yfvgo76

ætla má að forsetar þingsins og formenn þingflokka hafi nú þegar fengið vitneskju um flest sem komið er fram. Þess vegna stenst ekki samsæriskenningin um að koma höggi á stjórnmálamenn vegna sveitastjórnakosninga.Og samkvæmt lögunum á nefndin að vísa grunsemdum um refsiverða háttsemi til Ríkissaksóknara. En jafnframt er tryggt í lögunum að vitneskja sem nefndin aflar má ekki nota sem sönnunargagn í afleiddum málsóknu. Þeir kunna sko að passa sína þessir sem sömdu þessi lög

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 14:59

9 identicon

Ef ég man rétt þá gerðu útrásarvíkingarnir örvæntingafullar tilraunir til að komast yfir bankana í Lúxemburg - þaðan sem mikið af gögnum bárust seint og síðar sem frestaði útkomu skýrslunar. En ef til vill hefði áfangaskýrsla átt rétt á sér því það er ekki víst að maður höndli allt sem mun koma í ljós.

Grímur (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:00

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það algertóráð og komprómerar raunar hlutleysi skýrslunnar að birta hana alþingismönnum.  Ef fresta á birtingu hennar, þá skal það vera algilt. Hér er hugsanlega verið að spilla þessari rannsókn.  Er frestunin fyrirsláttur, svo að ríkistjórnin geti keypt sér tíma til að klára þá nauðgun sem er í gangi? Snertir skýrslan Stjórnarmeðlimi?  

Annars varðandi kattarþvott sjálfstæðismanna, þá er það algert hneyksli ef þeir sleppa með þessa 30 milljónir frá FL fyrir það eitt að lofa að borga til baka. Hafi einhver þegið mútur, eins og er meira en líklegt í þessu máli, þá losnar hann ekki undan sök við það eitt að endurgreiða múturnar. Greiðslan var út úr öllu korti og nam meiru heldur en allair aðris styrkir til flokksins.  Hærri upphæð en Samfylkingin safnaði eftir vafasömum leiðum frá Baugsveldinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 16:08

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo rosalegt ef þetta er rétt sem Jóhannes segir hér að ofan að gögn skýrslunnar megi ekki nota til málsóknar. Það getur hreinlega ekki verið leyfilegt að setja slíka fyrirvara. Hverjir samþykktu þetta?  Var þetta sett fyrir þingið?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 16:11

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lögin um rannsóknarnefndina fóru fyrir Alþingi á sínum tíma og mig minnir að hún hafi verið samþykkt af öllum flokkum. Sturla Böðvarson átti þessa hugarsmíð en Björn Bjarnason stóð við bak hans.

Ég skrifaði grein í Moggan um þessa rannsóknarnefnd á sínum tíma og ætla að setja hana inn aftur núna til upprifjunar á bloggið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2009 kl. 16:58

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Steinar smelltu á linkinn sem ég póstaðu.

14. gr. Vakni grunur við rannsókn nefndarinnar um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað tilkynnir hún ríkissaksóknara um það og tekur hann ákvörðun um hvort rannsaka beri málið í samræmi við lög um meðferð sakamála.
Ef nefndin telur að ætla megi að opinber starfsmaður hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 eða eftir ákvæðum annarra laga sem gilda um störf hans skal hún tilkynna viðkomandi forstöðumanni þar um og hlutaðeigandi ráðuneyti.
Nefndinni er ekki skylt að gefa viðkomandi kost á að tjá sig sérstaklega um þá ákvörðun hennar að senda mál til ríkissaksóknara, forstöðumanns eða ráðuneytis skv. 1. og 2. mgr.
Um ábyrgð ráðherra fer samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.
Upplýsingar um þau mál sem greinir í 1. og 2. mgr. skulu birtar í skýrslu nefndarinnar.
Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum.
 

V. kafli. Upplýsingagjöf meðan nefndin starfar.
16. gr. Nefndin ákveður sjálf hvaða upplýsingar eða tilkynningar hún birtir opinberlega um störf sín þar til nefndin hefur skilað Alþingi skýrslu skv. 15. gr. Sama gildir um aðgang að gögnum sem nefndin aflar.
Nefndin skal reglulega veita forseta Alþingis og formönnum þingflokkanna upplýsingar um framgang rannsóknarinnar. Forseti Alþingis getur í tilefni af slíkri upplýsingagjöf gert Alþingi grein fyrir fram komnum upplýsingum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband