Það segir frá því á Eyjunni hvernig sjálfstæðisflokkur og framsókn stóðu fyrir einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja:
Á fundi einkavæðingarnefnd 20. desember 2006 fólu þeir Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nefndinni að annast sölu á öllum hlutabréfum ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja. Á þessum fundi hafði verið tekið fyrir bréf Glitnis banka þar sem lýst var áhuga á að kaupa þessum ríkisins í HS.
Níu dögum eftir fundinn styrkti FL Group, sem þá var kjölfestufjárfestir í Glitni, Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.
Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins. Í frétt RÚV segir að það komi fram í fundargerð einkavæðingarnefndar frá þessum tíma að hún ætli ekki að svara áhugasömum um hlutinn fyrr en ákveðið hafi verið hvernig að sölunni skuli staðið. Eftir því sem fréttastofa RÚV kemst næst var þetta fyrsti fundur einkavæðingarnefndar þar sem salan á hlut ríkisins var rædd.
Þá segir í frétt RÚV: Bæði Glitnir og FL Group höfðu mikinn áhuga á að hasla sér völl á orkumarkaði. Viku eftir að styrkurinn var greiddur, 5. janúar 2007, stofna fjármálafyrirtækin Geysi Green Energy, alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, verður stjórnarformaður félagsins, enda FL Group stærsti hluthafinn. Á vormánuðum kaupir Geysir Green Energy hlut ríkisins í Hitaveitunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-04-09
Platar Valhöll aldrei?
Enginn bar brigður á það að rétt hefði verið staðið að þegar að hluti í Hitaveitu Suðurnesja var seldur segir Illugi Gunnarsson
Keflavíkingar sögðu: Það er skítalykt af málinu
Þeir byggðu upp hitaveituna af mikilli elju en Geysir Green Energy með fulltingi sjálfstæðisflokks vill að Keflavíkingar greiði Geysir Green Energy skatt fyrir afnot af hitaveitunni
Lyktar þetta af Finni?
2009-04-09
Væri ekki nær að fólk fengi vinnu
en ölmusugjafir og hreppaflutninga í boði sjálfstæðisflokks og samfylkingar.
Frjálslyndi flokkurinn vill rífa niður einokun, samráð, höft, gjafakvóta og ofríki sem drepur niður sjálfstætt framtak einstaklinga, frelsi til atvinnusköpunar í byggðalögum landsins og nýliðun í atvinnugreinum
Fjölbreytt atvinnulíf eykur valkosti fólks og áhugaverð atvinnutækifæri.
Verðmætasköpun í stað skuldasöfnunar getur bjargað framtíð barna okkar og skapað velsæld á ný á Íslandi
![]() |
Styrkir stórfyrirtækja til nauðstaddra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-04-09
Þrír flokkar komu þjóðinni í skítinn
Það var tvennt í tíð fyrri ríkisstjórna sem keyrði efnahag þjóðarinnar í skítinn:
- Spilling og náin tengsl við fjárfesta
- Arfavitlaus hugmyndafræði sem boðar að meiri skuldir séu betri efnahagur
Í fyrra tillitinu eru flokkarnir þrír sekir. Sjálfstæðisflokkur, samfylking og framsókn.
Í seinna tilvikinu virðast allir stóru flokkarnir vera ruglaðir. Enn er stefnt að aukinni skuldasöfnum. Þeir vilja bara að skattgreiðendur taki á sig meiri og meiri skuldir og gildi verðmætasköpunar virðist falla í skuggan.
Fyrir þá sem vilja kjósa flokk sem þorir að taka afstöðu gegn skuldasöfnun og með verðmætasköpun mæli ég með FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM
![]() |
Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-04-09
Ætla sjálfstæðismenn að klára dæmið?
Það er eiginlega aumkunarvert að hlusta á sjálfstæðismenn sem hafa verið með hendurnar á kafi í vösum almennings tala eins og þeir hafi hugsjónir.
Ágætt væri ef hin hvítþvegna Þorgerður myndi gera kjósendum grein fyrir því hverjir eigi að borga, ef ég man rétt, 500 millj lán sem hún og maður hennar tóku að láni í Kaupþingi.
Það trúir því engin að Bjarna og Þorgerði hafi ekki verið fullljóst um sóðaskapinn í fjármögnun sjálfstæðisflokks.
![]() |
Hvítþvegin bleyjubörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur verið að sjálfstæðismenn séu að vanmeta dómgreind þjóðarinnar þegar þeir þykjast lítið hafa vitað um þessa styrki?
Guðlaugur Þór Þórðarson sat í stjórn Orkuveitunnar
Geyser Green Energy var jú í eigu FL group sem hefur haft að markmiði að komast yfir jarðvarma.
Við skulum gera ráð fyrir að nokkuð margir stjórnmálamenn hafi verið flæktir í þetta dæmi. Ágætt væri ef samfylkingin gerði grein fyrir þætti sínum í því.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-04-09
Opið í Glæsibæ
PS. Óspillti flokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Glæsibæ
Frjálslyndi flokkurinn vill
Frjálsar handfæraveiðar
Ódýra orku til ilræktar og atvinnuuppbyggingar
Kornrækt
Vinnslu úr hráefnum
Fullvinnslu matvæla fyrir innanlandsmarkað og útflutnings
Og við borgum ekki skuldir Björgólfs Thors
þá vinsamlega leggið fram innborgun hér
Ef þið viljið kaupa á sanngjörnu verði ríkisstofnanir, t.d. leikskóla, grunnskóla eða sjúkrahús þá vinsamlegast leggið inn hér
En munið að margur verður af aurum api
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-04-09
Bjöggarnir í skuld við ríkið - Nýja Kaupþing
Eruð þið ekki að verða hálfdösuð....
....og Bjögga finnst fréttir villandi og undarlegar...
....Ég tek undir það fréttir af ábyrgð Bjögganna hafa verið villandi og undarlegar.....
en kannski þó ekki á þann veg sem Börgólfur gefur í skyn
![]() |
Feðgunum ekki verið stefnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-04-09