Gleymdu að skapa verðmæti

Stjórmálamenn voru svo uppteknir af því að láta stjórnast af gjafmildi útrásarvíkinganna að þeir gleymdu að þarf að skapa verðmæti í samfélaginu til þess að byggja undir verðgildi gjaldmiðilsins, krónunnar. Þess vegna sitjum við núna upp með platpeninga. Krónu sem hefur ekkert verðgildi nema henni sé haldið uppi með axlaböndum og belti (okurvöxtum og gjaldeyrishöftum)

Mig lagar að benda á afritun af þætti í danska útvarpinu með íslenska hagfræðingnum Gunnari Tómassyni sem er okkur af góðu kunnur

It is a fundamental mistake to view money as an undifferentiated unity. Money comprises credit used for both productive and non-productive purposes. That is, credit extended by the credit system to finance production, on the one hand, and the vast majority of credit extended in recent years for financial speculation, on the other hand.

Ég hef áður bloggað um kenningar Gunnars um peninga sem mér finnst mjög athyglisverðar. Ég þýddi yfir á íslensku kenningar hans um gildi peninga en hann kom inn í kommentakerfið hjá mér og staðfesti að skilningur minn á kenningum hans væri réttur:

Ég skil þessar kenningar þannig að peningar eigi sér tvennskonar rætur. Þeir eru annars vegar framleiðslupeningar og hins vegar snýkjupeningar. Framleiðslupeningar verða til við verðmætasköpum þar sem auðlindum er umbreytt í verðmæti. Snýkjupeningar verða til í fjármálakerfinu og valda verðbólgu vegna þess að það eru engin verðmæti á bak við þá.

Mér hefur oft dottið í hug að eina vitið væri að hafna þessum mælingum sem eru að mæla þjóðina til fjandans. Hafna útreikningum fjármálakerfisins á skuldum okkar. Enda eru þetta að mestu platskuldir.


Klúður Íslandssögunnar

Sjálfstæðisflokkur og samfylking sýndu vanhæfni sína svo ekki verður um villst með því að láta erlendar þjóðir svínbeigja sig.

Forysta samfylkingarinnar vildi halda andlitinu gagnvart ESB og forysta sjálfstæðisflokks vildu halda andlitinu gagnvart imperialistunum í Bretlandi.

Ríkisstjórnin ofurseldi velferð þjóðarinnar um áratugi fyrir þessi kappsmál.


mbl.is Ræða trúnaðargögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varist fölsk kosningaloforð

Sturla Jónsson sýndi á borgarafundi í beinni útsendingu hvernig gengið hefur verið fram hjá öldruðum í stjórnartíð samfylkingar.

Frjálslyndi flokkurinn er flokkurinn sem vill að aldraðir njóti ævistarfsins.

Skilaboð til lífeyrissjóðanna: Hættið að stela frá öldruðum!


mbl.is Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósið bara Frjálslynda flokkinn

Sjávarútvegsstefna hans er á hreinu!
mbl.is Hótanir ráðherra ekki við hæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndur sumardagur

Frjálslyndur sumardagur

Mynd_0561311Sjáumst í vöfflukaffi í Glæsibæ


Stjórnmálamenn verða að hætta að bulla

og fara að skýra almenningi frá ástandinu

Á vísi segir í frétt:

Efnahagskreppa heimsins mun dýpka enn meira og batinn verða hægur. Þetta segir í hálfsársskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem kynnt var í gær. Þar segir að fátt bendi til að stöðugleika megi vænta í allra næstu framtíð.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun halda áfram að reyna að kreista öll verðmæti af fjölskyldum og fyrirtækjum til þess að reyna að bjarga ónýtu fjármálakerfi.

Hvað ætla Flokkarnir að gera í því?


Frjálslyndir fá tvo á heiðurslistann

Framskn_vinir_JPG_550x400_q95

Frjálslyndir á lista framsóknamanna yfir valda óvini.

En Frjálslydi flokkurinn er með engan á lista yfir vildavini útrásarvíkinganna.

styrkveitingar_baugur_3


Umkomuleysi stjórnmálamanna

Yfir tíu þúsund fyrirtæki eru að verða gjaldþrota og stjórnmálamenn þora ekki að segja núna rétt fyrir kosninar að menn verði að fara að bretta upp ermarnar.

Þeir ganga fram og segja að þeir séu að fara að skapa fullt af störfum. Fólkið í landinu verður að skapa störfin og það þarf að breyta lagaumhverfi og efla eftirlitsstofnanir til þess. Sú hugmynd hefur verið sett á teikniborðið hjá Frjálslynda flokknum að gefa einstaklingum undanþágu frá sköttum í 3 til 6 mánuði eftir stofnun fyrirtækis. Auðvitað þarf að vera regluverk og eftirlit í kring um svona framkvæmd en það verður að fara að huga að aðferðum til þess að lyfta upp sköpun nýrra atvinnutækifæra í landinu.

Frjálslyndi flokkurinn er með bestu atvinnumálastefnuna.

Frjálslyndi flokkurinn býður í vöfflukaffi kl. 14.00 í Glæsibæ.


mbl.is Fjórfalt fleiri í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla flottur í kvöld...

...enda liggur hann ekki á sínu þegar kemur að því að beita almennri skynskemi.

Við þurfum fólk með góða dómgreind á þing.

xF


Meðbyr í baráttu við spillingu og vanhæfni

Fékk þetta frá góðum vini

Blessuð Jakobína.
Því miður er ég í borginni, án tölvu. Annars hefði ég glaður tekið þátt í Snatahreinsun. Hef gaman að henni.

En mundu það þó keyptur áróður og froðusnakk hindri nauðsynlegt uppgjör, þá er ekki hægt að afbaka raunveruleikann, og hann er skelfilegur vegna þess að ástandið er stjórnlaust. Froðusnakk, gylliboð og lygar eru orð á blaði eða bull úr munni en atvinnuleysi, fátækt og skuldakreppa er sá kaldi raunveruleiki sem við blasir.

Og þá mun fólk hlusta. Þess vegna er þetta ekki til einskis hjá þér.

Sá annars fundinn í kvöld og félagi þinn var traustur, en það hefði þú verið líka.
Gangi ykkur allt í haginn. Ykkar tími mun koma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband