2009-04-30
Evran ekki lausn
Til þess að endurlífga krónunna þarf að styrkja efnahagskerfið og efla hagvöxt. Forsenda fyrir þessu er að leggja af verðtrygginguna sem hamlar vexti og drepur niður vaxtasprota í hagkerfinu.
Michael Hudson segir að hvergi í heiminum þekkist að frjámálastofnanir fái gjafir (free lunch) á borð við þær sem verðtryggingin á íslandi er þeim.
Ég endurtek
Hvergi í heiminum þekkist svona verðtrygging
Verðtryggingin er viðvarandi eignaupptaka frá almenningi sem hefur þurft að fjármagna lúxuslíferni bankamanna og forstjóra lífeyrissjóðanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-04-30
Árás á Ísland
...segir hagfræðingurinn Michael Hudson. Hann heldur því fram að lagt sé að íslenskum stjórnvöldum að selja ríkiseignir og auðlindir til þess að borga það sem hann kallar spilavítisskuldir hinnar spilltu íslensku bankastéttar.
Starfsemi bankanna á Íslandi var fjárglæfrastarfsemi.
Lánadrottnar íslensku bankanna og innistæðueigendur voru samsekir í fjárglæfrastarfseminni og virkir þáttakendur.
Þeir tóku gróða í geisiháum vöxtum sem var greiðsla til þeirra fyrir þá áhættu sem þeir tóku. Það er því með öllu óeðlilegt í viðskiptalegu tilliti að nokkur annar beri þessa áhættu en þeir sem tóku hana á sig og fengu greitt fyrir.
Sú hugmynd að leggja eigi þetta tap á herðar íslenskra skattgreiðenda er fáránlegur viðsnúningur á reglum viðskiptafræðinnar, hefðarinnar og öllu því sem eðlilegt getur talist.
Í marga mánuði hefur heimskuáróður dunið yfir Íslendinga og reynt er að telja þeim trú um að þeir hafi verið aðilar að þessum viðskiptum sem þeir voru alls ekki.
Baugsmiðlarnir hafa ekki látið sitt eftir liggja í heilaþvottinum og Jóhannes í Bónus vill meina að bankamennirnir séu miklir velgjörðarmenn og að Eva Joly fari yfir strikið þegar hún lætur sér detta í hug að hér geti verið glæpastarfsemi.
Viðtal við Michael Hudson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2009-04-30
Vonbrigði smáríkja í Evrópu: ESB
Innganga í ESB hefur reynst ríkjum í Evrópu vonbrigð að mati hagfræðingsins Michael Hudsons. Lönd í Mið- og Austurevrópu gengu í ESB í þeirri von að gangast undir verndarvæng Vesturevrópu og fá aðstoð við að innleiða markaðsbúskap og auka lífsgæði.
ESB hafði hins vegar annað í huga fyrir þessi ríki. Sterk ríki innan ESB sáu þessi ríki í Mið- og Austurevrópu einfaldlega sem markað fyrir landbúnaðar og iðnvörur sínar auk þess sem tækifæri fyrir banka sína til þess að stórgræða á því að fara í samstarf með kleptókrötum (sjálfsskömmtunar..) fyrrum Sovjet lýðveldisins sem ríktu yfir hagkerfum þessara landa.
ESB lét það óátalið að glæpamenn tóku völdin og studdi þá jafnvel þegar þeir seldu ránsfeng sinn á evrópskum mörkuðum. Einkavæðing og sala opinberra eigna varð hið viðtekna og evrópskir fjárfestar nutu góðs af en skildu landsmenn eftir í neyð.
Lán í erlendum gjaldmiðli til Mið- og Austurevrópu hefur skapað fasteignaloftbólu sem á sér vart sinn líka. Hrunið sem fylgir í kjölfarið er að tæta Evrópu í sundur.
Þegar hið opinbera tekur lán til þess að greiða skuldir einkafyrirtækja hefur það í för með sér skattpíningu fyrir heimamenn og eyðileggur markaði í heimalandinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótun stefnu sem miðar að því að styrkja íslensku krónunnar er stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar.
Erfitt er um vik að móta vitræna stefnu með þessu markmiði meðan stjórnarráðið er í böndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en hugmyndir hans um björgun eru í raun að slátra krónunni.
Innganga í ESB væri í raun náðarhögg fyrir íslenskt efnahagslíf eins og sakir standa.
Málflutningur Evrópusinna um vaxtalækkanir og afnám verðtryggingar í kjölfar inngöngu er villandi í tveimur skilningi.
Ekkert samhengi er á milli vaxta og verðtryggingar og inngöngu í ESB
Verðtrygging og vaxtastig er ákvarðað af ríkisvaldinu á hverjum tíma. Með því að taka upp alvöru efnahagsstjórn er hægt að afnema verðtryggingu og finna vaxtastiginu eðlilegan farveg.
Samfélaginu hefur verið stjórnað í áratugi út frá viðmiðum í "business" en ekki þjóðhagslegri hagkvæmni.
Velmegun samfélagsins var fórnað til þess að business-menn gætu haft það gott.
Í stjórnmálum þarf að fara að sýna ábyrgð, hætta klíkuráðningum og huga að alvöru að því að Ísland er land fólksins en ekki business-mannana.
![]() |
Engin viðskipti á millibankamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-04-30
Jafnréttisparadís hæfileikasnauðra kvenna
Þegar ferill kærumála til kærunefndar er skoðaður kemur í ljós að konur eru alltaf að ímynda sér að það sé verið brjóta á þeim jafnréttislög.
Þegar skýrsla hagstofunnar er skoðuð kemur berlega í ljós að konur eru kolómögulegir stjórnendur enda bara 20% stjórnenda konur á Íslandi. Þetta sýnir að íslenskar konur eru afbrigðilegar samanborið við konur af öðrum þjóðernum enda sýna erlendar rannsóknir að konur eru almennt betri stjórnendur en karlar.
Á Íslandi er einungis fjórðungi stofnana veitt forstaða af konum en kærur vegna slíkra stöðuveitinga tapast nánast undantekningarlaust. Í bönkunum voru 100% stjórnenda karlar og eru þeir ágætt dæmi um afbragðskarlstjórnendur.
Konur eru nánast hættar að kæra stöðuveitingar enda líta valdhafar á slíkar kærur sem beina móðgun við sig og kvendum sem viðhafa slíka tilburði gjarnan útrýmt af markaði.
Af hálfu Securitas hf. er því hafnað að uppsögnin hafi farið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Uppsögnin hafi upphaflega eingöngu verið sögð rakin til skipulagsbreytinga í fyrirtækinu, en fyrir kærunefnd jafnréttismála vísaði Securitas hf. jafnframt til þess að ágreiningur kæranda við yfirmann og samstarfsörðugleikar á vinnustað hefðu verið ástæða uppsagnar kæranda.
Ég þekki karlmenn sem hafa hangið í starfi alla ævi þrátt fyrir ágreining við yfirmenn og þrátt fyrir að hafa ekki verið hvers manns hugljúfi á vinnustað. Það hefur þá verið litið á það sem eðlilegan rétt karlmannsins að halda starfi sínu og viðurværi þrátt fyrir að vera geðvondur á köflum.
![]() |
Ekki brot á jafnrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Opec ríkin hafa rænu á því að hald aftur af framboði á olíu til þess að hald uppi verðlagi.
Á Íslandi gefa stjórnmálamenn vatnið og drepa þannig niður verðlagið á því.
Verð á vatnslítra er hærri í Litlu Asíu en á olíulítra á Íslandi.
Spilltir eða/og heimskir stjórnmálamenn hafa hleyp útlendingum í auðlindir okkar gegn nánast engu endurgjaldi til skattborgaranna. Hvað þeir sjálfir hafa grætt á dílum skal ósagt látið.
Eru íslenskir stjórnmálamenn ekki bara heimóttarlegir sveitamenn sem láta plata sig?
![]() |
Hlýnunin felur í sér tækifæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-04-30
Enn skal það vera stærst og best
![]() |
Glæsilegur Þór sjósettur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkert!
Hvers vegna gerir Friðrik Sóphusson þessa fáránlegu samlíkingu?
Hverjir eru keppinautar Landsvirkjunar og hvað gera þeir ef þeir fatta hvað stendur í samningunum?
Segja þeir álverunum að henda öllum fjárfestingum sínum hér á landi og koma svo til sín og kaupa orku á smánarverði?
Eða byggja þeir aðra og stærri Landsvirkjun og bjóða álverunum enn smánarlegra verð?
![]() |
Arðsemin skiptir mestu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kröfur um niðurskurð og hallalaus fjárlög eykur atvinnuleysi og minnkar skatttekjur þannig að enn erfiðara verður að ná fjárlögum hallalausum þegar skatttekjur minnka og enn eykst atvinnuleysið.....
Kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um okurstýrivexti kæfir atvinnulífið, atvinnuleysi eykst og enn minnka skatttekjurnar og enn verður erfiðara að ná markmiðum um hallalaus fjárlög....
Framleiðsla og markaðsetning eykur útflutningstekjur, minnkar innflutningskostnað og bætir gjaldeyrisstöðuna sem styrkir krónuna. Þetta drepur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn niður með okurstýrivöxtum.
Háir stýrivextir auka þrýsting á krónuna vegna jökla- og krónubréfa og gera stöðu bankanna erfiðari.
Kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að gera út af við efnahag Íslands.
Lettland er einnig í kröggum vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sjá hér og ekki telur the Gardian að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé betri en orðspor hans.
Ísland nær sér ekki út úr kreppunni með afarkostum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða innrás frá ESB.
Eina leiðin til þess að skipta krónunni fyrir annan gjaldmiðil er að styrkja hana fyrst. Til þess að styrkja krónuna þarf að leysa vanda vegna jökla- og krónubréfanna t.d. með því að lækka stýrivexti og efla framleiðslu raunverðmæta, þ.e.a.s. umbreyta auðlindum okkar í verðmæti en það byggir undir styrk krónunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-04-29
ESB umræðunni þröngvað upp á þjóðina
Þegar fjölskylda verður fyrir áfalli og tilvera hennar, eins og hún hefur þekkt hana, hrinur vill hún síst af öllu fá dónalega gesti.
ESB umræðan hefur verið dónalegur gestur í samfélagi sem horfist í augu við miklar breytingar og erfiðan viðsnúning í gildismati og hugarfari.
Þessi dónalegi gestur hefur sífellt villt á sér heimildir og kynnt sig sem prest, heimilislækni, rafvirkja eða ráðgjafa. En tilgangur gestsins er ekki að hjálpa fjölskyldunni heldur að nýta sér neyð hennar þegar hún máttlaus vegna hamfara og á erfitt með að verja sig.
Í haust þegar bankarnir hrundu beitti ESB sér fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði ekki Íslendingum nema að Íslendingar tækju á sig skuldir sem útrásarvíkingarnir stofnuðu til. Þjóðin var ekki aðili af þessum viðskiptum og fáir vissu af þeim. Það er bæði rökleysa og lögleysa að ætla þjóðinni þessar ábyrgðir.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom síðan til Íslands og er mikill vágestur. Í aðdraganda þess að landshöfðingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tók sér hér bólfestu knébeygði ESB ríkisstjórnina með því að stöðva allt gjaldeyrisflæði til og frá landinu þannig að við lá neyð vegna matar- og lyfjaskorts.
ESB hef sýnt að það hefur ítök í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og getur beitt honum fyrir sig, s.b.r. þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn synjaði aðstoð nema Íslendingar tækju á sig skuldbindingar Björgólfs Thors vegna Icesave. Nauðungarsamningar er það víst kallað.
Nú hefur tiltekinn fjöldi Íslendinga tekið sér stöðu með svikurunum og vill að þjóðin skríði á hnjánum inn í ESB við afarskilmála.
Stækkunarstjóri ESB hugsar sér gott til glóðarinnar og segir að Íslendingar fái enga sérsamninga en áður hefur hann minnst á að Íslendingar eigi svo fínar auðlindir.
Gagnvart ESB er íslenska þjóðin bara eins lítið úthverfi í London. Velferð íslensku þjóðarinnar og virðing fyrir íslensku samfélagi eða samfélagsgerð hefur fyrir þá litla þýðingu.
Áróðursstríð hefur geisað um allan heim gegn íslensku þjóðinni og nú stendur yfir áróður innan úr samfélaginu en fyrir því standa málaliðar úr herbúðum ESB.
Ágætt að fá staðfestingu frá Times online en á Eyjunni segir:
Íslendingar eru nú í veikri stöðu til að semja um aðild að Evrópusambandinu. Mikill þrýstingur verður á eftirgjöf íslenskra stjórnvalda í fiskveiðimálum.
Þetta segir einn helsti fréttaskýrandi Lundúnablaðsins Times, Bronwen Maddox, í grein um Ísland og Evrópusambandið í blaðinu í dag.
Ummæli Maddox ríma við orð sem höfð voru eftir Ola Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í gær. Hann sagði að Íslendingar væru velkomnir í sambandið, en þeir gætu ekki vænst neinna frávika frá aðildarskilyrðum svo sem í fiskveiðimálum.
Maddox er þeirrar skoðunar að rétt sé af nýrri ríkisstjórn að huga að aðild en hún eigi að fara sér hægt og kanna aðra möguleika samhliða.
Maddox bendir á að tímasetningin fyrir aðildarviðræður Íslands og ESB sé ekki heppileg þar sem sambandið sé í raun búið að loka dyrum sínum tímabundið. Jafnvel þótt Íslendingar komist inn fyrir þröskuldinn geri ríkisstjórnir einstakra Evrópulanda sér grein fyrir því að hve illa staddir Íslendingar séu. Þrýstingur á að Íslendingar gefi eftir varðandi fiskveiðar verða meiri en ella af þessum sökum. Þá spili það inn í að Spánverjar, sem eru mikil fiskveiðiþjóð, taka við forsæti Evrópusambandsins í byrjun næsta árs.
Í greininni ræðir Maddox aðra möguleika í stöðunni sem íslensk stjórnvöld hljóti að íhuga til að styrkja samningsstöðu sína gagnvart ESB. Kanna mætti hvort aðild að fríverslunarsamningi Norður Ameríku (NAFTA)komi til greina og í framhaldi af því yrði dollarinn tekinn upp hér á landi í stað krónunnar.
Þetta hefur svo Viðar Þorsteinsson um Evrópu að segja
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)