Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur þjóðarbúum í vítahring

Kröfur um niðurskurð og hallalaus fjárlög eykur atvinnuleysi og minnkar skatttekjur þannig að enn erfiðara verður að ná fjárlögum hallalausum þegar skatttekjur minnka og enn eykst atvinnuleysið.....

Kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um okurstýrivexti kæfir atvinnulífið, atvinnuleysi eykst og enn minnka skatttekjurnar og enn verður erfiðara að ná markmiðum um hallalaus fjárlög....

Framleiðsla og markaðsetning eykur útflutningstekjur, minnkar innflutningskostnað og bætir gjaldeyrisstöðuna sem styrkir krónuna. Þetta drepur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn niður með okurstýrivöxtum.

Háir stýrivextir auka þrýsting á krónuna vegna jökla- og krónubréfa og gera stöðu bankanna erfiðari.

Kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að gera út af við efnahag Íslands.

Lettland er einnig í kröggum vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sjá hér og ekki telur the Gardian að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé betri en orðspor hans.

Ísland nær sér ekki út úr kreppunni með afarkostum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða innrás frá ESB.

Eina leiðin til þess að skipta krónunni fyrir annan gjaldmiðil er að styrkja hana fyrst. Til þess að styrkja krónuna þarf að leysa vanda vegna jökla- og krónubréfanna t.d. með því að lækka stýrivexti og efla framleiðslu raunverðmæta, þ.e.a.s. umbreyta auðlindum okkar í verðmæti en það byggir undir styrk krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það er ekki mjög flókið að sjá þetta samhengi en  ósköp eru þeir fáir á þingi sem skilja þessi einföldu tengsl.

Hvað þá að þeir kunni að orða hlutina á jafn einfaldan hátt og þú.  

Þess vegna endurtek ég það og stend við það.  Alþingi er mun fátækari stofnun fyrst þú komst ekki á þing.  Og þar með undanskil ég ekki okkar góða fólk í Borgarahreyfingunni.

En það kemur nýtt þing fljótlega og á það verður kosið fólk sem allavega skilur 101 hagfræði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband