2009-05-07
Traust, hvað er það?
Traust er grundvöllur öryggistilfinningar í samskiptum einstaklinga, hópa eða þjóða. Tilvist þess byggir á reynslu, afspurn eða orðspori. Ímynd eða tákn mynda sterk tengsl við tilfinningar. Tilvists traust felur í sér fyrirsjáanleika.
Fyrirsjáanleikinn þarf ekki þýða að sá sem nýtur traustsins standi sig vel frá sjónarmiði hans sjálfs heldur getur það allt eins þýtt að hann gagnist vel þeim sem treystir og þá jafnvel á eigin kostnað.
Mikið hefur verið talað um að traust á Íslandi hafi fokið í kjölfar bankahrunsins, þ.e. að orðspor Íslands hafi beðið hnekki. Þetta er nokkuð mikil einföldun því traust á Íslandi hefur verið að dvína í nokkur ár.
Stjórnarfar og menning þjóðar er grundvöllur táknmyndar af þjóð. Traust annarra þjóða á Íslandi byggir að miklu leiti á því hverju þeir trúa um stjórnarfar og menningu á Íslandi.
Þessar vangaveltur eru verðugar þegar hlustað er á áróður samfylkingar um að innganga í ESB muni endurvekja traust á íslensku þjóðinni. Með því að ganga í ESB göngumst við undir stjórnarfar valdhafanna í Brussel. Ekki er líklegt að velferð íslendinga sé í fyrirrúmi við ákvarðannatöku í Brussel heldur er líklegt að fjármálakerfi Evrópu, alþjóðafyrirtæki og viðskiptahagsmunir þeirra valdamestu ráði för. Í þessu felst ákveðinn fyrirsjáanleiki um að hagsmunir valdhafanna í Brussel verði í fyrirrúmi.
Fyrirsjáanleiki í stjórnmálum á Íslandi hefur verið mikill. Klíkustjórnmál hafa verið viðvarandi og ekki er að sjá að snúið hafi verið af þeirri braut með nýjum valdhöfum.
Ísland hefur notið trausts erlendra fjárfesta enda hafa þeir getað treyst því að hagfræðileg renta (gróði) af auðlindunum hefur verið höfð af þjóðinni og færð á hendur alþjóðlegra auðhringa.
Stjórnvöld á Íslandi hafa ávallt svikið almenning um eðlilega hlutdeild í ávinnigi af tækifærum. Þessu hefur verið náð með einokun, fákeppni, höftum og kvótaframsali. Skattheimtutækifæri hafa verið færð af ríkissjóði og á hendur einstaklinga, lénsherranna á Íslandi. Dæmi um þetta eru kvótaframsal í landbúnaði, einokun Íslenskara aðalverktaka á verkefnum Varnarliðsins, Kvótaframsal í sjávarútvegi, sala á aflestrarmælum Orkuveitunnar og framsali verðtryggingargróða til einstaklinga.
Undanlátssemi við yfirgang lénsherranna er hluti af menningu þjóðarinnar ásamt trúgirni hennar á boðskap valdhafanna. Íslenska þjóðin hefur í áranna rás lagt traust sitt á valdhafanna en sviksemi þeirra afhjúpaðist við bankahrunið. Traustið á valdhöfunum er þjóðinni mikilvægt og trúgirni hennar á velvilja valdhafanna er enn til staðar.
Hvað þýðir það í raun þegar samfylkingin heldur því fram að traust annarra þjóða aukist við inngöngu í ESB?
Stýrivextir á Íslandi eru þrátt fyrir vaxtalækkun með þeim hæstu í Evrópu.
Fyrir þá sem vilja losna undan oki misvitra stjórnvalda sem þjóna sérhagsmunum bendi ég á þátttöku hér.
![]() |
Umtalsverð vaxtalækkun í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-06
Svona var þjóðabúinu rústað
Davíð Oddson henti 520 milljörðum í Kaupþing fyrir hrun og þessir peningar eru tapaði en ríkissjóður hefur tekið þetta á sig
Ríkissjóður setti 200 milljarða í peningamarkaðsbréf til þess að bjaga fjármagnseigendum eftir bankahrunið.
Ríkissjóður ætlar að bæta fjármagnseigendum tap sitt vegna bankahrunsins 700 milljarðar þar takk.
Ríkisstjórnin ætlar að taka á sig skuldbindar Landsbankans vegna Icasave 700 milljarðar þar.
Skuldbindingar ríkissjóðs vegna jöklabréfanna sem notuð voru til þess að fjármagna ævintýri stórskuldara eru sennilega um 500 milljarðar
Þá er verið að rústa atvinnulífinu með okurvöxtum
Heimilum í landinu með verðtryggingar ólögum og okurvöxtum
![]() |
Fríverslun lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-06
Öfugmæli
Fólk kemur oft ekki auga á samhengi hlutanna
Drápsklyfjarnar, okurvextirnir, eru til þess að koma bankakerfinu í gang og bjarga fjármagnseigendum á kosnað atvinnulífsins og fjölskyldna.
Til þess að losna undan þessum ósóma þarf að setja bankanna á hausinn og byrja upp á nýtt án þess að hygla að tilteknum þjóðfélagshópi og erlendum fjárfestum.
![]() |
Létta verður drápsklyfjar vaxtanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-05-06
Það þarf að reka landshöfðingjann
Landshöfðingi (the govenor) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er óþarfur á Íslandi.
Þessi varðhundur alþjóðafjármagnsins heldur samfélaginu í heljargreipum með okurvöxtum og slátrun velferðakerfisins.
Samfylkingin sem vill bjóða hingað alþjóðlegum fyrirtækjum til þess að hirða hagfræðilega rentu af auðlindum okkar, skattpína þjóðina og hlekkja skuldara í ánauð er ekki starfi sínu vaxin.
Margir stjórnmálamenn innan samfylkingar hafa notið gjafmildi þeirra sem komu landinu á hausinn. Nú hefur samfylkingin sýnt að klíkustjórnmál eru henni að skapi enda byrjuð að raða ESB sinnum í embætti.
Fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í mótun í nýs lýðveldis bendi ég á þessa síðu. Hið nýja lýðveldi er fyrir borgara sem hafa áhuga á réttlæti og bræðralagi gegn kúgandi valdkerfi.
![]() |
Þumalskrúfur og vinarklær AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið kynslóðabil er í skiptingu gæða á Íslandi.
Innherjalénsveldið hefur ávallt arðrænt almenning. Hver kynslóðin á fætur annarri hefur verið arðrænd en aldrei eins alvarlega eins og sú sem nú er að ala upp börnin sín.
Þær kynslóðir sem nú eru komnar til ára hafa þurft að hafa fyrir hlutunum en tækifærin voru til staðar. Börnin þeirra þurftu ekki að ganga svöng. þær eignuðst húsnæði sitt á endanum og það sem mikilvægast er þær þurftu ekki að lifa á ölmusu.
Kynslóð fólks á aldrinum 25 til 45 ára stendur nú frammi fyrir því að eignast aldrei húsnæði sitt sama hversu miklu það hendir í hítina og þeir verst settu sjá ekki til morgundagsins með að skaffa börnum sínum mat og þurfa að fara bónferðir til hjálparstofnana.
Í stað þess að leiðrétta það ranglæti sem ríkir í samfélaginu hefur ríkisstjórnin tekið við kefli fyrirrennara sinna og hyggst viðhalda kúgun og óréttlátri dreifingu byrðanna.
Samfylkingin notfærir sér ástandið og málar upp lausn sem ekkert mun leysa til þess að ná fram langþráðum draumi sínum um að koma nokkrum einstaklingum að nægtaborðinu í Brussel og auðvelda útrásarvíkingum að komast yfir auðlindir.
Borgarahreyfingin hefur í fyrstu skrefum sínum svikið almenning og sýnt í verki að forystan er ekkert annað en útsendari ESB-sinna.
Almenningur verður að mynda breiðfylkingu gegn þessum andskota. Ég hef stofnað nýtt Lýðveldi (sjá link) Íslands sem hefur þann tilgang að móta hugmyndir að Nýju Lýðveldi Íslands (stjórnarskrá og stjórnfari) sem felur í sér réttlæti, bræðralag og velferð allra. Samfélag þar sem börn þurfa ekki að ganga svöng.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-05-06
Bræðralag gegn kúgun
Fjármálakerfið er mælingakerfi sem mælir stöðu fólks í samfélaginu með tilliti til peningaeigna/skulda.
Bankakerfið er tæki sem mælir sumum eignir og öðrum skuldir og í mörgum tilvikum fólki eignir og skuldir.
Þegar banki verður gjaldþrota eru það þeir sem eiga peninga í bankanum sem tapa. Þannig er það og þannig er það alls staðar í heiminum nema á Íslandi. Vegna þess að á Íslandi láta valdhafarnir skattgreiðendur og skuldara bjarga hinum sem eiga mikla peninga.
Ríkisstjórnin bjargaðiverkfæri (fjármálakerfinu) sem mælir peningaeignir til baka til þeirra sem töpuðu í bankahruninu þeim á kostnað skuldara og skattgreiðenda.
Ríkisstjórnin notar tvö tæki til þess að bæta þeim sem áttu mikla peninga tap sitt:
Hún hefur skuldbundið ríkissjóð um 1.420.000.000.000.000 sem er ólöglegt og leggur það til taparanna á kostnað skattgreiðenda. Síðan á að slátra velferðakerfinu og hækka skatta. Þetta hefur svokölluð vinstri stjórn samþykkt.
Í öðru lagi er hið alræmda verðtryggingarapparat og okurvextir notað til þess að gera tap fjármagnseigenda að tapi skuldaranna.
Hver vill búa í heimi sem boðar slíkt óréttlæti, ójöfnuð og mismunun?
Ekki ég. Ég hef því ákveðið að stofna nýtt lýðveldi Íslands. Fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í mótun í hins nýja lýðveldi bendi ég á þessa síðu. Hið nýja lýðveldi er fyrir borgara sem hafa áhuga á réttlæti og bræðralagi gegn kúgandi valdkerfi.
![]() |
Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar bankarnir hrundu var tapið innistæðueigendanna. Þannig er það þegar að bankar hrynja. Tapið lendir á þeim sem eiga inni peninga. Þeir eru tryggðir upp að 3 milljónum en að öðru leitið lendir tapið á þeim sjálfum.
Hvað gerði ríkisstjórnin. Jú, hún mátti ekki sjá að hinir meira megandi sem eiga mikla peninga í banka tapi þeim.
Því braut ríkisstjórnin lög sem meina henni að skuldbinda ríkissjóð og tók skuldbindingar upp á 1.420.000.000.000 fyrir bankanna.
Til þess að bæta um betur er stuðst við vitlausa útreikninga til þess að kremja fé út úr skuldurum til þess að fjármagna bankanna.
Það búa tvær þjóðir í þessu landi. Sú sem á að bera tapið og sú sem engu má tapa.
Það er vel þekkt að í stórum dráttum á minni hluti þjóðarinnar miklar peningaeignir sem var verið að bjarga með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Á hinn bóginn er fjölskyldufólk sem er að reyna að koma yfir sig húsnæði og skuldar mikið og á engar peningaeignir. Þetta fólk er miklum órétti beitt þegar það er knúið til þess að fjármagna tap hinna.
Fyrri hópurinn vill auðvitað ekki að sá síðari komi auga á þetta mynstur
Hvað með ríkisstjórnina sem kallar sig vinstri er hún ekki að hylma yfir þetta og býður svo fólki ölmusu. Þessi svo kallaða vinstri stjórn starfar í anda ný-frjálshyggjunnar, leggur ekki til altækar aðgerðir heldur skilgreinir fólk sem fátækt og ölmusuþega.
Raddir fórnarlamba eru nú loks farnar að heyrast í fjölmiðlum en þær hefðu mátt heyrast fyrr.
![]() |
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvar er ákveðið hvort að íslendingar gangi í ESB?
Er samfylkingin þegar ´búin að ráða sérfræðinga til starfa til þess að hanna hræðsluáróður til þess að hræða þjóðina inn í ESB?
![]() |
Atvinnuleysi verði undir 8% fyrir lok árs 2010 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin verður rétt eins og aðrir borgarar að haga sér í samræmi við lög og stjórnarskrá
Án heimilda og í trássi við það sem stjórnaskrá segir um það að ekki megi skuldbinda ríkið hefur ríkisstjórnin sólundað eftirfarandi af framtíðartekum ríkissjóðs og tekjum almennings:
Seðlabankinn fyrir hrun sem ríkisjóður tók síðan á sig 520 milljarðar
Sett í peningamarkaðssjóði eftir bankahrunið 200 milljarðar
Innistæður Íslendinga í Íslenskum bönkum 600 til 800 milljarðar
Þetta á almenningur skuldarar og skattpínt lág- og meðaltekjufólk að taka á sig að greiða til þess að bjarga fjármagnseigendum.
Gleymum því ekki að fjármagnseigendur sem greiða 10% í skatt og skulda ekkert þurfa ekki nema að litlu leyti að standa undir þessari byrði. Þeir eru hinir raunverulegu ölmusuþegar í samfélaginu.
Nýja Lýðveldið Ísland hafnar að standa undir þessum skuldbindingum sjá hér
![]() |
Þjóðarsátt í þröngum hópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-05-05
Höfða til þrælslundar íslendinga
Íslensk lög um verðtryggingu eiga sér enga samsvörun í lögum annarra landa. Lögin um verðtryggingu eru dæmigerð birtingarmynd sviksemi valdhafanna við þjóðina. Meðan bankarnir voru í eigu ríkisins voru þeir skattheimtutæki.
Eftir að ríkissjónin seldi vinum sínum bankanna voru þessi tæki við skattheimtu af skuldurum færð í hendur einstaklinga.
Eftir hrun bankanna hefur þetta tæki, verðtyggingin, auk okurvaxta verið notuð til þess að fjármagna bankanna.
Skuldarar eru ekki hrifnir og íhuga aðgerðir. Málaliðar ríkisvaldsins mæta hratt og vel með þrælasvipuna og höfða til þrælslundar Íslendinga. Hvað segja þeir jú bankarnir fara aftur á hausinn. Þetta þýðir í raun að það hefur ekki tekist að fjármagna bankanna því það getur aldrei verið á ábyrgð almennings að gera það.
Ég bendi þeim sem vilja innlimast í Nýtt Lýðveldi Ísland á linkinn hér en í þessu lýðveldi er bannað s.b.r. 2. gr. laga nr. 1/2009 að vera þrælslundaður.
![]() |
Gæti þurft umboðsmann skuldara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |