2009-05-21
Furðulegar fiskifréttir
Á Eyjunni er haft eftir Joe Borg yfirmanni sjávarútvegsmála Evrópusambandsins að eftirspurn eftir fiski sé meiri en framboð og í dag flytji ESB inn tvo þriðju hluta þess sem neytt er af sjávarafurðum.
Á MBL segir hins vegar: Minnkandi eftirspurn í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur valdið því að verð á flestum dýrum afurðum hefur lækkað verulega undanfarna mánuði. Ódýrari afurðir hafa einnig
lækkað í verði, en ekki jafn hratt. Þannig var verðlag sjávarafurða 9,1% lægra á fyrsta fjórðungi ársins 2009 en á síðasta ársfjórðungi 2008.
Hvað er eiginlega að fisksölum þessa lands?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-05-20
Baugsmenn og Björgólfsmenn fá völdin
Sigrún Davíðsdóttir segir frá eftirfarandi í Speglinum.
Helgi S. Gunnarsson verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu Landsbankans. Helgi hefur langa reynslu í fasteigna- og byggingageiranum, nú síðast sem framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Portus sem Landsbankinn átti helminginn í. Stjórnarformaður Portusar var Björgólfur Guðmundsson, annar aðaleigandi Landsbankans.
Steinþór Baldursson er fyrrum yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans og kom áður að undirbúningi Icesave. Hann var ráðinn í eignaumsýslu hlutafjáreigna.
Jónas Þór Þorvaldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu Kaupþings. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri Stoða - fasteignafyrirtækisins í eigu Baugsveldisins. Stoðir hafa komið við sögu í ýmsum af ógagnsærri hreyfingum Baugsveldisins undanfarin ár
Sigrún segir:
Ríkisbankarnir þrír eiga eftir að véla með óhemju verðmæti sem verða seld með tímanum. Enginn efi er á að bankarnir halda á lofti að það verði gert á gagnsæjan hátt. Þetta er ekki spurning um andlit og ábyrgð heldur um að eyða tortryggni, ýta undir nýjan þankagang og skapa þá tilfinningu að verið sé að ná í aðra menn en þá sem eru tengdir rekstri og eigendum gömlu bankanna.
Svo stal ég þessari fínu mynd hjá Agli:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-20
Þeir sem voru plataðir til að kaupa...
...eiga bara að fá endurgreitt.
Þetta mál er glæpamál frá upphafi. Þótt að glæpamafía hafi komist til valda á Íslandi á það ekki að þýða að þeir hinir sömu eigi að komast upp með halda ránsfeng sínum.
Samfylkingin hefur ekki látið sér muna um að setja lög af geðþótta til þess að verja auðvaldið. Hvernig væri að hún beitti nú pennanum til þess að semja lög sem gagnast alþýðunni?
![]() |
Veruleikafirrtur grátkór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-20
Minnisvarði um fávisku stjórnmálamanna
Ef stjórnmálamenn hafa ekki þekkingu til þess að taka upplýstar ákvarðanir eiga þeir að leita til sérfræðinga. Ákvörðun um að halda áfram byggingu tónlistarhallar er dæmi um illa ígrundaða ákvörðun byggða á rökum sem standast ekki faglega skoðun.
Hugtakið "sunk cost" er eitt af grundvallarhugtökum hagfræðinnar og ber að styðjast við þá hugmyndafræði sem liggur að baki þessu hugtaki þegar ákvörðun er tekin um fjárfestingar. Hugtakið felur í sér að kosnaður sem þegar hefur verið sökkt í framtakið skal ekki taka með við hagkvæmnisútreikninga sem lagðir eru til grundvallar um ákvörðun um framhald verkefnis.
Þegar því er haldið fram að þetta verkefni sé atvinnuskapandi er vísvitandi verið að blekkja skattgreiðendur, þ.e. þá sem eiga að fjármagna þennan draum Björgólf Guðmundssonar.
Fyrir viðlíka fjárhæð og ætluð er til byggingarinnar mætti skapa margfalt fleiri störf í öðru framtaki.
Steinunn Valdís sýnir í málflutningi sínum hverra erinda hún gengur. Ég spyr á þessi þjóð ekki betra skilið.
![]() |
Deilt um tónlistarhús á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-20
Tregir?
Hvers vegna tók það sjö mánuði fyrir skilanefndina að fatta þetta?
Hafa þeir ekki 25 þúsund á tímanna?
Mætti ætla að það sé hægt að krefjast smá skilvirkni fyrir þau laun.
Ó já, það segir: hámarka endurheimt verðmæta í þágu kröfuhafa bankans...kannski gera þeir meiri kröfur en kjósendur....Hvernig er þetta með kjósendur ætla þeir að borga skuldir Björgólfs Thors þegjandi og hljóðalaust?
![]() |
Rannsaka óeðlilegar millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fékk eftirfarandi í tölvupósti:
Myndbandið er hér
Þetta eru staðreyndir sem að tala sínu máli !
Argentina's Economic Collapse - Part 1 of 12
Í þessari hemildarmynd er að finna óhugnalegar staðreyndir um forsögu og vinnu brögð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Argentínu.
Undirbúningstíminn eða tímalengdin er sú sama og hér á landi.
Millistéttin í heilu samfélagi var þurrkuð út.
Kröfueigendurnir eða bankarnir eru þeir sömu og þeir bankar sem eiga kröfur á hendur íslenska ríkinu.
Auðlindir teknar upp í skuldir!
Hvað þarf til að íslenska þjóðin vakni til vitundar um alvarleika stöðu Íslands?
Þetta eru enn og aftur staðreyndir - staðreyndir sem að tala sínu máli !
Tíminn er að renna út og það verður aldrei tekið aftur!
Argentina's Economic Collapse - Part 1 of 12
http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0
Íslenska þjóð !
- GUÐS BÆNUM ...........VAKNIÐ !
2009-05-18
Hvers eiga Íslendingar að gjalda?
Mér barst þetta bréf og kem því hér á framfæri:
Hvers eiga Íslendingar að gjalda?
Olíuleitin hefur komist á nýtt stig... algerlega nýtt stig fyrir okkur með þessu útboði og... því við opnum núna nýjar dyr að algerlega nýjum iðnaði fyrir okkur Íslendinga" (speki iðnaðarráðherra þegar tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu voru opnuð).
Hvers eiga Íslendingar að gjalda að í svo mikilvægu starfi sem starf iðnaðarráðherra er skuli ekki vera skipaður hæfur einstaklingur? Ef einhver skilur ekki við hvað er átt þá getur sá hinn sami / sú hin sama hlustað á viðtal Egils Helgasonar við Jóhannes Björn í Silfri Egils í gær, 17. maí.
Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að olíuborpallar á Drekasvæðinu verða settir upp í fyrsta lagi árið 2012 eða 2013, en iðnaðarráðherra talar um iðnað" eins og hópur atvinnulausra Íslendinga hefji þar störf á morgun og að þar verði yfir höfuð störf.
Iðnaðarráðherra! Hér er um leit að ræða en ekki iðnað. Alls er óvíst að þarna skapist nokkurn tíma störf. Atvinnulausir Íslendingar brauðfæða sig á ekki tekjum sem koma hugsanlega eftir 3 ár, hugsanlega eftir 4 ár og hugsanlega aldrei!
Er til of mikils mælst að þessi vesalings þjóð hafi ráðherra sem kunna að vera ráðherrar. Á þessu bloggi er spurt: Ræður hún við þetta stelpan? Mitt svar er: Nei, það gerir hún ekki og það á hún sjálf að vita.
Persónulegur metnaður stjórnmálamanna verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðar.
Helga Garðarsdóttir
...og keyra síðan ESB áróður um að allt lagist með ESB?
Yfirvöld eru ekki að gera neitt til þess að auka verðmætasköpun í landinu. Þjóðin er gerð háð innflutningi gegnt allri skynsemi.
Í dag finna skuldarar fyrir afleitri stefnu yfirvalda. Fólk finnur einnig fyrir hækkuðu matvælaverði en síðan bætist niðurskurður í velferðarkefi og loks fer fólk að finna fyrir skattahækkunum. í
Þegar að valdhafa hafa náð öllum þessum markmiðum mun fara lítið fyrir velmegun á Íslandi.
Stefna ríkisstjórnarinnar í hnotskurn:
Atvinna ---gera þjóðina háða alþjóðafyrirtækjum
Skattar----hækka skatta sem þegar hafa hækkað mikið
Fjármálakerfi ----halda verðtryggingu og okurvöxtum
Velferð ----leggja niður velferðarkerfið í þeirri mynd sem við þekkjum það.
![]() |
Matarverð hefur hækkað um 25% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
...Það er verið að hrekja fólk úr híbýlum sínum
Það er verið að rústa atvinnulífinu eftir uppskrift AGS
Það er verið að rústa velferðinni eftir uppskrift AGS
Kvótafurstum voru gefnir 3.2 milljarðar í meðgjöf með mogganum
Skilanefndirnar eru enn þær sömu og spillingarmálin leka út
Hverjir eiga jöklabréfin?
Málaliðar auðvaldsins eru í fullu starfi í valdastöðum sínum.
Það er verið að fórna velmegun þjóðar til þess að bjarga fjármálakerfinu.
Valdhafarnir hafa samþykkt að gera íslenskt samfélag að tilraunastöð AGS
Tilraunadýrin eru fjölskyldurnar í landinu!
Líður fólki betur með nýja böðla?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-18
Rottugangur í Landsvirkjun
Menn vilja nú einkavæða Landsvirkjun.
Orkusala til álvera er 80% af allri framleiðslu.
Landsvirkjun er á hausnum.
Hvers vegna?
Vegna þess að embættismönnum var mútað til þess að gefa álverum orkuna.
Leynisamningar við álver tala sínu máli.
Lausn föðurlandssvikara og landráðamanna:
selja Landsvirkjun
Eðlileg lausn sem þjónar þjóðinni:
að ná til baka ránsfeng stóriðjunnar með því að leggja á hana auðlindaskatt.
Eg minni enn á útlenska orðið:
Criminal
Þetta er erlendum sérfræðingum tamt orð þegar þeir ræða um atburði á Íslandi
Þeir sem koma við sögu eru:
Stjórnmálamenn
Embættismenn
Stjórnendur banka
Menn í viðskiptalífi
Kvótafurstar
Sofnum ekki á verðinum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)