Þeir sem voru plataðir til að kaupa...

...eiga bara að fá endurgreitt.

Þetta mál er glæpamál frá upphafi. Þótt að glæpamafía hafi komist til valda á Íslandi á það ekki að þýða að þeir hinir sömu eigi að komast upp með halda ránsfeng sínum.

Samfylkingin hefur ekki látið sér muna um að setja lög af geðþótta til þess að verja auðvaldið. Hvernig væri að hún beitti nú pennanum til þess að semja lög sem gagnast alþýðunni?


mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur greinilega aldrey migið í saltan sjó, búin að vera á sjó í 13 ár og byrjaði 87, svo 101 liðið úr rvk, eiga að halda kjafti yfir því sem þeir hafa ekki vit á, fyrningar leið er dauði okkar landsbyggðarfólks takk fyrir.

Óskar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óskar ég er alin upp í sjávarþorpi og hef migið í saltan sjó. Oft. Ég held að þú sért að láta lénsherrana plata þig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.5.2009 kl. 21:55

3 identicon

Hvaða helvítis ránsfeng ertu að tala um?

Er ekki rétt að þið hættið að tala í þessum frösum og farið að skilgreina það sem þið eruð að tala um?

Grétar (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég skilgreini gjafakvóta sem ránsfeng.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.5.2009 kl. 11:40

5 identicon

Hvaða gjafakvóti?

Grétar (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 12:12

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kvóti sem menn gáfu sjálfum sér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.5.2009 kl. 14:00

7 identicon

Veistu hvernig kvótakerfið er tilkomið?

Það gaf enginn engum neitt! 

Þeir sem höfðu staðið í útgerð í áratugi og höfðu til þessa getað sótt sjóinn þegar gaf, máttu það ekki lengur.  Það voru settar takmarkanir á veitt magn (kvóti) og veiðiréttindin tóku mark af því hvað þessir sem höfðu sótt sjóinn höfðu landað undangengin ár.  Sem sagt þeim sem höfðu lagt allt sitt undir í þessari atvinnugrein voru settar skorður í tekjuöflun (aflabrögðum). 

Iðngreinin varð óhagkvæm þegar tekjumöguleikarnir höfðu verið takmarkaðir.  Þess vegna varð ljóst að óhjákvæmilega þurfti að grisja greinina.  Stjórnvöld leyfðu þess vegna framsal veiðiréttinda í og með til að gera þeim kleift sem staðið höfðu í þessu basli ættu leið út.  Þetta finnst mér fullkomlega eðlilegt og ágætis aðferð við að auka hagkvæmni í greininni.  Fá ekki bændur úreldingargreiðslur þegar þeir hætta?  Hér eru það þeir sem eftir standa sem sjá um að greiða úreldinguna. 

Í útgerðinni hefur þó verið beitt takmörkunum á hringamyndun.  Það er sennilega eina atvinnugreinin sem býr við það og það væri betur ef slíkt hefði verið gert í matvöruverslun í landinu t.a.m.

Nú er það svo að útgerðarmönnum og fyrirtækjum hefur fækkað stórlega á síðustu tveimur áratugum.  Kvótinn hefur færst á færri hendur enda er þetta fjárfrek iðngrein (dýrar fjárfestingar) og til að vera sjálfbær þarf að vera töluverð velta hjá fyrirtækjunum.  Samþjöppunin er ekki síst tilkominn vegna skerðingar á kvóta (sama kvóta og gengið hefur kaupum og sölum)  Það væri gaman að sjá tölur um það hve hátt hlutfall varanlegra veiðiheimilda hefur gengið kaupum og sölum, án þess að vita það myndi ég giska á 3/4 hluta.

Og eftir þennan inngang þá ætla ég að spyrja þig. 

Hvar er gjafakvótinn? Hjá þeim sem seldu? Hjá þeim sem keyptu?

Hver á að borga?  Ríkið? Þeir sem seldu?

Grétar (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir sem voru með kvóta þegar hann var gerður framseljanlegur fengu hann gefins. Það þarf engan geimvísindamann til þess að sjá það. Síðan hafa þeir skuldsett sjávarútveginn og nánast sett hann á hausinn með græðgi sinni.

Það má spyrja hvort að gjafakvótinn hafi skipt um eigendur eða hvort hann hafi ekki í flestum tilfellum eingöngu skipt um kennitölu.

Gjafakvótaþegar hafa leikið sér með framtíð heilu byggðarlaganna og þetta þarf að stöðva. Það þarf að stöðva þetta áður en fiskimiðin renna endanlega úr höndum þjóðarinnar og inn í ESB hítina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.5.2009 kl. 14:59

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Og svo finnst mér ótrúlegt þetta kjaftæði að "Iðngreinin varð óhagkvæm þegar tekjumöguleikarnir höfðu verið takmarkaðir.  Þess vegna varð ljóst að óhjákvæmilega þurfti að grisja greinina."

Óhagkvæm fyrir hverja? Hvaða skilning leggur þú eiginlega í orðið óhagkvæmt?

Mér finnst þú vera að nota allt of mikið af orðum sem þú virðist ekki skilja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.5.2009 kl. 15:02

10 identicon

Óhagkvæmur=óarðbær þ.e.a.s minni tekjur sami kostnaður hinni hagnaður.  Þess vegna er tilhneiging til að stækka rekstrareiningarnar.  Þú hlýtur að kannast við þetta.

Ég veit ekki hvaða hugtak er notað yfir þetta í lýðheilsu og félagshagfræði í Gautaborg en þetta er almennt notað svona í viðskiptalífinu á Íslandi.

Eru einhver fleiri orð sem ég virðist ekki skilja?

Grétar (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:02

11 identicon

Aha - nú skil ég hvað þú ert að fara - "gjafakvótaþegar hafa leikið sér með framtíð heilu byggðarlaganna og þetta þarf að stöðva".

Það á sem sagt að þjóðnýta greinina, halda uppi óarðbærum einingum í þágu fólksins í landinu!!  Ef þessir 275 sem vilja búa á Breiðdalsvík vilja búa það þá eru það algjör mannréttindi að þeir hafi nægan kvóta og stórt og gott frystihús og stóra og góða höfn og allt hitt svo þeir geti lifað hvern dag í dýrðlegum fögnuði.  Þá kannski koma fleiri líka til að búa þar?   Þetta er satt ég sé það núna.

Við skulum rífa allan kvótann af þessum mönnum, jú ef þeir hafa borgað þá endurgreiðum við það bara úr ríkissjóði með láninu frá Alþjóða.  Svo fáum við Jón Bjarnason til að stofna leigumiðlun Jóns Bjarnasonar ohf. og látum hvern þann sem vill veiða fá kvóta að láni.  Þó með þeim formerkjum að landinu verðum við að halda í byggð.  Þess vegna verða þeir sem búa á Breiðdalsvík að fá sinn skerf af kvótanum líka.  En þá geta líka allir 275 íbúarnir boðið í þau þorskígildi. 

Voila - Draumalandið!

Grétar (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:24

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óttalegur áróður er þetta.

Það stendur ekki til að þjóðnýta greinina. Þvert á móti á auka frelsi til athafna innan greinarinnar. Að fólk á landsbyggðinni hafa frelsi til þess að stunda þennan atvinnuveg án þess að greiða ofurskatt til lénsherranna.

Getur þú rökstutt hvers vegna almenningur á að greiða gjafakvótaeigendum skatt vegna afnota af auðlindum sem eru skilgreindar sem þjóðareign?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:20

13 identicon

Almenningur greiðir ekki skatt til neinna gjafakvótaeigenda.  ég veit ekki hvað þú ert að tala um og ég held það sé eins komið fyrir okkur þar. 

Kvótinn er í þjóðareign enda er hann breytilegur frá ári til árs.  Það er nýtingarrétturinn sem hefur gengið kaupum og sölum og með því hefur nást fram sú hagræðing sem nauðsynleg var í þessari iðngrein.  Eftir þessu var kallað m.a. af Morgunblaðinu í upphafi 10 áratugarins og því til stuðnings bent á að það væri algjörlega ónauðsynlegt að t.d. 4 fiskvinnslustöðvar væru í Vestmannaeyjum.  Framsalið hefur t.d. orðið til þess að menn geta sérhæft sig betur í tegundum og náð fram hagræði í vinnslu og sölumálum þessara afurða.

 Trúðu mér, þetta fyrningarbrölt og opinbera leigumiðlunarbull er mikið feigðarflan.  Eiginlega algert feigðarflan og endar með hörmungum sem fólk eins og þú og fleiri þurfið ekki að gera annað en horfa uppá.

Grétar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 17:19

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er líka á móti fyrningu. Tela að það eigi bara að taka kvótann af kvótabröskurum og leysa mál annarra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.5.2009 kl. 20:09

15 identicon

Sæl Jakobína, þú segir að þú viljir taka bara kvótann af fólki og leysa mál annarra.  Nú þekki ég til fólks sem byrjaði í útgerð fyrir nokkrum árum síðan og keypti sér nýtingarrétt á kvóta og tók væntanlega lán fyrir honum.  Þín skoðun er semsagt að taka réttinn af þessu fólki og láta það sitja í súpunni með skuldahala á bakinu.  Þetta er svona eins og að taka landið undan húsunum hjá fólkinu í landinu, banna þeim að búa í þeim, nema gegn leigu en samt þarf fólkið að halda áfram að borga lánin af húsunum líka.

Davíð J. (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband