Á Eyjunni segir:
Observer segir, að þessi málaferli sýni hvernig komið er í samskiptum Kaupþings og Tchenguiz. Á síðasta ári var Tchenguiz stærsti viðskiptavinur bankans og samsvöruðu lán til hans 46% innlána bankans.
Það er ótrúlegt að að bankinn skuli hafa lagt 46% innlána til eins aðila. Eins og menn muna þá tók Davíð Oddson sig til og lagði 520 milljarða af fjármunum skattgreiðenda inn í þetta spilavíti.
Blaðið segir, að í kröfu Kaupþings, sem lögð var fyrir dómstól í Lundúnum, sé lýst flóknum vef lána, hlutabréfa, samninga um skiptingu hagnaðar og veða milli fyrirtækja skráðra á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Alls veitti Kaupþing lán, til fyrirtækja sem talin voru undir stjórn TDT, að upphæð 900 milljóna punda, jafnvirði 174 milljarða króna.
Kaupþing höfðaði í febrúar mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Oscatello Investments, félags sem er skrá á Bresku Jómfrúreyjum en er í eigu TDT. Málið var innheimtumál vegna 645 milljóna punda skuldar. Hluturinn í Somerfield var fluttur úr Oscatello áður en það félag var sett í greiðslustöðvun á Bresku Jómfrúreyjum að kröfu Kaupþings.
Hvers vegna er ekki höfðað mál að sama skapi gegn íslenskum skuldurum bankanna?
![]() |
Liðkað fyrir greiðslum af Edge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-16
Eurovision
Flott hjá stelpunni...
Íslendingar, Norðmenn og Aserar í efstu sætunum en ESB úti.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2009 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-16
Forsetinn á puttanum
Vísir í janúar 2008:
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt í gær í heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Katar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fer fyrir opinberri 25 manna viðskiptasendinefnd sem verður með í för.
Hópurinn sækir ráðstefnu um orkugjafa framtíðarinnar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og munu forseti og ráðherra flytja þar ræður. Kaupsýslumennirnir munu sækja fundi og heimsækja fyrirtæki í leit að fjárfestingartækifærum. Ferðin stendur í tæpa viku.- bþs
Hverjir voru í þessari 25 manna viðskiptasendinefnd?
Árni Snævarr sagði fyrir nokkru á bloggi sínu:
Össur og forsetinn eiga það sameiginlegt fyrir utan að þykjast vera að vinna fyrir alþýðuna- að hafa verið háværar klappstýrur útrásarinnar. Og þeir eiga það sameiginlegt að fyrirlíta íslenskt alþýðufólk. Það gildir nefnilega það sama um þá og ágætur Eyjarskeggi sagði um stöllu þeirra, Ingibjörgu Sólrúnu Mikið rosalega förum við í taugarnar á henni sem þjóð.
Það hefur varla farið fram hjá mörgum að forsetinn kom í veg fyrir að bönd yrðu sett á BaugsFJÖLmiðla á sínum tíma. Það fór heldur ekki fram hjá mér að forsetinn varaði við því að breyta stjórnarskránni fyrir tveim dögum síðan. Manninum virðist vera í nöp við eðlilega fjölmiðlun og við lýðræðið í þessu ágæta landi.
Ólafur Ragnar var gagnrýndur harðlega af ýmsum fyrir þjónkun við auðmenn í útrásinni, ferðalög í einkaþotum þeirra og hvernig hann smurði þá lofi við hvert tækifæri fullkomlega gagnrýnislaust. Ekki var forsetinn þó einn um þetta dálæti á útrásarbarónunum og þar ættu ráðherrar, þingmenn, ýmsir embættismenn og fleiri að líta í eigin barm.
Ólafur Ragnar ræddi ástandið í þjóðfélaginu og þessa þátttöku sína í blekkingarvef útrásarinnar í Kastljósi 13. október sl. Segja má að þetta hafi verið einhvers konar vísir að uppgjöri við þetta tímabil og eðlilega reynir forsetinn að fegra sinn þátt, það er svosem bara mannlegt þegar mistök eru viðurkennd
Og svo í DV um "fræði" ferð þeirra félaga Össurar og Ólafs:
Fyrittækin sem Össur ætlar að kynna eru Nýorka, Icelandic Hydrogen, Marorka, Carbon Recycling International og Fjölblendir. Þess utan verður sérstaklega kynnt þróunarstarf sem fram fer í Bláa lóninu um þessar mundir. Kynningin er einnig haldin í Bláa lóninu,
Auðvitað leynist Bjarni Ármannsson í þessari súpu. Hverjir eru eigendur Carbon Recycling International?
Sendinefndin er hér á landi í framhaldi af opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Katar í janúar. Þar hitti forsetinn Emírinn í Katar að máli. Össur var þar með í för ásamt sérlegri viðskiptasendinefnd.
Og á Eyjunni:
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fullyrti í viðtali í Morgunblaðinu í ágúst í fyrra að ferðir hans með einkaþotum auðmanna væru teljandi á fingrum annarrar handar, þ.e. fimm eða færri. Samkvæmt upplýsingum sem forsetaskrifstofan hefur nú birt að ósk Fréttablaðsins og Eyjan sagði frá í morgun voru ferðirnar í þotum auðmanna talsvert fleiri eða níu samtals.
Einkaferðir forsetafrúarinnar með vélum auðmanna eru ekki taldar með í tölum forsetaskrifstofunnar, en kunnugt er um a.m.k. eitt skipti þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson flaug með hana heim frá útlöndum í einkaþotu sinni.
Flugferðir Ólafs Ragnars voru með vélum í eigu eða leigu Glitnis, Novators, FL Group, KB-banka, síðar Kaupþings banka, Actavis og Eimskipafélags Íslands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-16
Lýðræðiskrafa Íslendinga vekur heimsathygli
Ann Pettifor fjallar um heimsókn sína til Íslands.
Ann Pettifor hefur gagnrýnt glæpsamlega ráðgjöf hagfræðinga við ríkisstjórnina.
Verðtryggingin á Íslandi er ekki lögmál heldur hreðjatak sem valdhafar hafa komið sér upp á alþýðu landsins og neita enn að sleppa.
Ann vekur athygli á þessu þegar hún segir:
The one fact that angered me most is that Icelanders that took out loans with domestic banks have had those loans indexed to inflation - by law it appears.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-05-16
Ríkisstjórnin AGS þóknanleg
Enda hefur hún ekki vikið af vegi ný-frjálshyggjunnar.
Þróun í stjórnmálum innanlands, þ.e. fall ríkisstjórnarinnar, myndun minnihlutastjórnar og kosningar hafi tafið þá endurskoðun. Það hefur þó ekki skapað vandamál fyrir okkur." segir landshöfðinginn sem vill ekki að stýrivextir séu lækkaðir.
Ný ríkisstjórn hefur ekki vilja til þess að taka stöðu með þjóðinni en starfar hér sem handbendi fjármagnsins.
![]() |
Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-15
Umræða í Silfri Egils
Gunnar Tómasson segir: Fjármálaeftirlitið virðist hafa gengið erinda kröfuhafa við skilgreiningu á viðeigandi aðferðafræði (sem hefur áhrif á stöðu kröfuhafa og skuldara)
Setti þetta komment inn á Silfri Egils
Erla Ósk varaþingmaður kvartar undan því að Borgarahreyfingin geri samning við ríkisstjórnarflokkana um kjör í nefndum. Þannig nær hreyfingin fleiri mönnum í nefndir en ella
Það er ekkert að því að auka völd sín með setu í fleiri nefndum. Spurningin er hins vegar hvað var selt?
Hvar er andófið?
Gangnsæi borgarahreyfingarinnar hefur birst í því að þau ræða klósettferðir, þras framsóknar og klæðaburð á þinginu. Hvernig þjónar þetta almenningi og lýðræðinu?
Borgarahreyfingin hoppaði beint í vasa samfylkingar og hefur fengið fleiri pósta úr á það.
Ríkisstjórn Íslands er í þeim hjólförum sem mörkuð voru í haust eftir bankahrunið af samfylkingu og sjálfstæðisflokki.
Fjármálakerfið er endurfjármagnað af skuldurum, þ.e.a.s. ungu fjölskyldufólki.
ASG ræður hér ríkjum vegna þess að sjóðurinn lánar gjaldeyri sem þarf ekki að nota. Rökin það þarf að efla traust erlendra fjárfesti.
Í dag er gjaldeyrisvaraforðinn 413 milljarðar og þar af um fjórðungur vegna láns frá ASG. Nettóstaða 300 milljarðar en það fatta þá erlendir fjárfestar væntanlega ekki og halda að ríkið eigi 413 milljarða og treysta því þess vegna fjórðungi betur en ella. (endemis þvæla ný-frjálshyggjuhagfræðinnar sem ég er farin að kalla pönnukökuhagfræði, sbr. aðferðafr. ISG til þess að vekja traust á Íslandi)
Og hvernig er svo lýðræðið? Stærsta ákvörðun íslandssögunnar sem er ákvörðun um að sækja um aðild að ESB hefur verið tekin í bakherbergjum. Hvers vegna? Jú vegna þess að almenningur hefur ekki VIT til þess að taka afstöðu til málsins nema eftir leiðbeiningum samfylkingarinnar en yfir helmingur ráðherra hennar tók þátt í því að setja samfélagið á hausinn.
Og hvað gerir Borgarahreyfingin? Jú hún mærir efnahagsstjórn sem er að færa almenning í skuldaánauð, tekur af þeim sjálfsögð lýðréttindi og samþykkir veru handrukkara auðvaldsins á Íslandi.
Er þetta framlag borgarahreyfingarinnar til umbóta á Íslandi. Sjá hér og hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2009 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2009-05-15
Gunnar Tómasson um hagsmuni heimilanna
Mat á eignum Gömlu bankanna samkvæmt þeirri aðferðafræði sem Fjármálaeftirlitið fyrirskipaði myndi ofmeta eignir þeirra til hagsbóta fyrir erlenda og innlenda kröfuhafa um e.t.v. hundruð milljarða miðað við eignamat samkvæmt fair value" aðferðafræðinni. Leiðrétting á mistökum Fjármálaeftirlitsins og endurmat eigna Gömlu bankanna í samræmi við viljayfirlýsingu stjórnvalda til AGS myndi skapa samsvarandi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði heimila landsins af skuldum við bankakerfið að greiðslugetu þeirra.
Kröfur ofmetnar á kostnað heimilanna!
Samkvæmt aðferðafræði sem fyrirskipuð er af fjármálaeftirliti!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-05-15
Verslar Borgarahreyfingin með hesta?
Borgarahreyfingin hefur tryggt sér fleiri sæti í nefndum á kostnað annarra stjórnarandstöðuflokka. Þýlyndi borgarahreyfingar við samfylkingu virðist því vera að skila góðu.
Borgarahreyfingin ætlar ekki að vera á móti á hefðbundinn hátt!
Borgarahreyfingunni hefur tekist að versla með stefnu sína án þess að fá sæti í stjórnarráðinu og er það vel af sér vikið.
Hvar eru hagsmunir heimilanna?
Hvar er lýðræðið?
Hvar er gagnsæið?
...Eða er bara hallærislegt að vera að verja þjóðina þegar "óhefðbundin" hrossakaupin eru annars vegar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-05-15
Tapið miklu meira
![]() |
Mesta fjármálaáfallið í 35 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-05-14
Hvað kostar þetta snýkjubréf?
Sennilega tvo til þrjá milljarða úr vasa skattgreiðenda.
Áróðurshermenn samfylkingarinnar hafa sagt að tilgangurinn með aðildarumsókn sé að við þurfum að vita hvað okkur stendur til boða.
Athyglinni er beint að sníkjuþættinum!
En hverju þurfum við að fórna. Minna fer fyrir umfjöllun um það enda sérhagsmunir útrásavíkinganna í húfi.
Málaliðar samfylkingarinnar í borgarahreyfingunni hafa sett fram skilyrði sem auka líkur á inngöngu.
Þeir gera t.d. kröfu um það að fagmenn skipi nefndina sem fer í aðildarviðræður.
Hvað þýðir fagmenn í þessu samhengi?
Hverjir eru þessir fagmenn?
Er það lið gulldrengja sem gera sér vonir um feit embætti í Brussel?
![]() |
ESB-tillagan birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |