Kunnu stjórnendur Kaupþings ekkert fyrir sér í áhættustýringu

Á Eyjunni segir:

Observer segir, að þessi málaferli sýni hvernig komið er í samskiptum Kaupþings og Tchenguiz. Á síðasta ári var Tchenguiz stærsti viðskiptavinur bankans og samsvöruðu lán til hans 46% innlána bankans. 

Það er ótrúlegt að að bankinn skuli hafa lagt 46% innlána til eins aðila. Eins og menn muna þá tók Davíð Oddson sig til og lagði 520 milljarða af fjármunum skattgreiðenda inn í þetta spilavíti.

Blaðið segir, að í kröfu Kaupþings, sem lögð var fyrir dómstól í Lundúnum, sé lýst flóknum vef lána, hlutabréfa, samninga um skiptingu hagnaðar og veða milli fyrirtækja skráðra á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Alls veitti Kaupþing lán, til fyrirtækja sem talin voru undir stjórn TDT, að upphæð 900 milljóna punda, jafnvirði 174 milljarða króna. 

Kaupþing höfðaði í febrúar mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur  Oscatello Investments, félags sem er skrá á Bresku Jómfrúreyjum en er í eigu TDT. Málið var innheimtumál vegna 645 milljóna punda skuldar. Hluturinn í Somerfield var fluttur úr Oscatello áður en það félag var sett í greiðslustöðvun á Bresku Jómfrúreyjum að kröfu Kaupþings.

Hvers vegna er ekki höfðað mál að sama skapi gegn íslenskum skuldurum bankanna?


mbl.is Liðkað fyrir greiðslum af Edge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband